Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 12
FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2001 Skýr. 2001 2000 Rekstrartekjur: Iðgjöld 3.664.287 3.612.123 Rekstrartekjur samtals 3.664.287 3.612.123 Rekstrargjöld: Styrkir og námskostnaður 4.I I7.I I7 3.702.948 Skrifstofukostnaður 4 l.l 50.788 1.039.728 Annar rekstrarkostnaður 39.756 35.800 Rekstrargjöld samtals 5.307.661 4.778.476 Rekstrartap ( 1.643.374) ( l.l 66.353) Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 1.569.006 l.l 32.996 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2 ( 132.985) ( 499.090) Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 1.436.021 633.906 Tap ársins ( 207.353) ( 532.447) styrkt félaga í forvarnastarfi og þegar sjúkraþjálfun eða sjúkra- nudd hefúr verið nauðsynlegt. Á síðasta ári fengu 21 félagsmaður greidda sjúkradagpeninga að upp- hæð u.þ.b. 6,8 milljónir. Afar mis- munandi er hve lengi hver og einn þarf á sjúkradagpeningum að halda. Réttur til sjúkradagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vik- urnar og 50% næstu 78 vikurnar. Þannig geta sjúkradagpeningar varað frá einum degi og allt að tveimur árum. Eins og reglugerð sjóðsins kveður á um veitti hann útfararstyrki vegna þeirra félaga er létust á árinu, en þeir voru alls 10. Styrkurinn er nú kr. 160.000. Sjúkrasjóðurinn veitti 317 styrki vegna heilsuverndar og forvarnar- starfs, að upphæð kr. 2.315.000. Styrkir vegna krabbameinsleitar voru kr. 125.000. Fæðingarstyrkir voru kr. 950.000. Aðrir styrkir sem sjóðurinn veitti voru að upp- hæð kr. 419.128. PRENTTÆKNISTOFNUN Á þeim tíu árum sem Prent- tæknistofnun hefur starfað liefur hún sannað gildi þess að starfs- fólk prentiðnaðarins geti endur- og símenntað sig. Fáar aðrar starfsstéttir hafa gengið í gegnum eins miklar tæknibreytingar og þessi iðngrein á undanfomum árum. Starfsfólk prentiðnaðarins lét ekki deigan síga á þessu ári frekar en undanfarin ár í nám- skeiðasókn. Aðsókn að námskeið- um var góð eins og endranær. Starfsemi Prenttæknistofnunar var flutt af Hallveigarstíg 1 í Faxafen 10 á árinu 2000. Ástæðan fyrir þessum flutningum var að farið var í samstarf við Rafiðnaðarskól- ann um sameiginlegan Margmiðl- unarskóla en Rafiðnaðarskólinn og Prenttæknistofnun höfðu verið að bjóða upp á nokkurnveginn sama nám í margmiðlun. Marg- miðlunarskólinn sér nú um að halda hin hefðbundnu tölvunám- skeið sem hafa verið stór þáttur i starfsemi Prenttæknistofnunar. Þetta gerir það m.a. að verkum að hægt er að einbeita sér enn frekar að sérfaglegum námskeiðum fyrir prentiðnaðinn. Það sem hæst ber á árinu 2001 í námskeiðahaldi Prenttæknistofnunar er að hinn þekkti lita- og vinnuflæðissér- fræðingur Johan Leide kom í tvígang og hélt litastjórnunarnám- skeið. Einu sinni á vorönn og einu sinni á haustönn. Var gerður góð- ur rómur að námskeiðum þessum og einnig þeirri þekkingu sem Jo- han miðlaði til félaga okkar í prentiðnaðinum. Sveinspróf voru haldin í byrjun júnímánaðar og luku 11 sveinsprófi í prentsmíði, 10 í prentun og einn í bókbandi. Prenttæknistofnun veitti starfs- greinaráði Upplýsinga- og fjöl- miðlagreina forstöðu og var þar unnið að lokafrágangi námskrár. Það sem stefnt er að að klára á ár- inu 2002 er námskrá og fyrir- komulag námskrár í vinnustaða- námi í Upplýsinga- og fjölmiðla- greinum. Það voru þeir Hlynur Helgason og Kristján Ari Arason sem stýrðu þessari vinnu í um- boði Prenttæknistofnunar. Sú breyting varð á miðju ári að Hjörtur Guðnason lét af störfúm sem framkvæmdastjóri og var Ingi Rafn Olafsson ráðinn í hans stað. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Hirti fyrir margra ára Nina Guðmundsdóttir hjá ísafold. Óðinn Valdimarsson hjá Isafold. 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.