Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 14
Páll A. Erlingsson hjá Steinmark. nefnd, samkvæmt kröfu fulltrúa FBM, að allar mannaráðningar ætti að bera undir formann skóla- stjórnar. Það var ekki gert og hann fylgdi því ekki eftir, einnig gerði formaður skólastjórnar samning við skólastjóra um greiðslu launa, án samþykkis skólastjómar, sem hann dró til baka og skólastjórn hafnaði i ljósi þess að skólastjórinn hefði gefið honunt rangar upplýsingar um kjör við samningsgerðina. I árslok 2000 var skólinn rek- inn með 17 m.kr. hagnaði skv. ársreikningi en nú stefnir í u.þ.b. 40 m.kr. halla. Því er rétt að fram komi að við bráðabirgðauppgjör sem lagt var fram af skólastjóra fyrir stjórn skólans í október 2001, var ekki gert ráð fyrir þeim halla sem stjórn skólans stendur nú frammi fyrir. Ljóst er að þar var ekki sett fram rétt íjárhags- staða. Nú er verið að vinna í því að takmarka eins og kostur er tjón PTS og einnig þarf að endur- meta starfsemi Prenttæknistofn- unar. Það sem við stöndum hugs- anlega frammi fyrir er að hætta allri starfsemi MMS. Stjórn Margmiðlunarskólans sendi frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu þegar ljóst var orðið að íjár- hagsleg staða skólans var afar slæm og aðstæður þannig að ljóst var orðið að framhald á núver- andi rekstri var óhugsandi. SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI Reikningsskilaaðferðir: 1. Ársreikningur þessi fyrir Félag bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og ársreikningur 2000 þannig að samanburðartölur við árið á undan sem birtar eru í ársreikningnum eru sambærilegar. Fjárhagsleg aðgreining sjóðanna og skipting gjalda og tekna af rekstri árið 2001 á einstaka sjóði og skipting eigna og skulda í árslok er grundvölluð á lögum FBM. 2. Áhrif almennra verðlagsbreytinga á rekstur og stöðu félagsins og sjóða þess eru reiknuð og færð í ársreikninginn og er í því sambandi fylgt eftirfarandi aðferðum: *Fasteignir, land og lóðir eru endurmetnir með því að framreikna uppfært stofnverð þeirra frá fyrra ári með verðbreytingarstuðli sem mælir hækkun á neysluverðsvísitölu innan ársins og nemur 8,61% fyrir árið 2001. *Afskriftir af fasteignum eru ekki reiknaðar. Hins vegar eru reiknaðar og gjaldfærðar afskriftir af áhöldum og tækjum sem nema 15% af framreiknuðu stofnverði. Áhrif verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir eins og þær voru í ársbyrjun og á breytingu þeirra innan ársins eru reiknuð og færð í ársreikninginn. Utreikningurinn byggist á breytingu á vísitölu neysluverðs innan ársins og myndar reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga samtals að fjárhæð kr. 12.449.220 sem greinist þannig: FBM............................................................................ 2.258.709 Sjúkrasjóður.................................................................. 10.057.526 Fræðslusjóður.................................................................... 132.985 12.449.220 * Endurmatshækkun varanlegra rekstrarfjármuna og verðbreytingarfærslur eru færðar á höfuðstóls- reikninga í efnahagsreikningi félagsins og sjóðanna. 3. Fjárhæðir vaxta og verðbóta á verðtryggðar eignir og skuldir eru reiknaðar til ársloka bæði hjá FBM og sjóðunum samkvæmt vísitölum sem tóku gildi 1.1.2002. 4. Hlutdeild Sjúkrasjóðs í skrifstofukostnaði FBM er metin af formanni, gjaldkera og löggiltum endur- skoðanda félagsins. Hlutdeild Fræðslusjóðs í skrifstofukostnaði reiknast 20% af tekjum Fræðslusjóðs. 5. Skipting tekjuafgangs á höfuðstólsreikninga sjóða félagsins sem byggð er á lögum FBM og aðalfundar- samþykktum er sem hér segir: Styrktar- og tryggingasjóður: Tekjur : 2001 2000 17% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt) 4.033.648 3.761.266 Húsaleiga Hverfisgötu 2I 517.000 233.000 Vaxtatekjur og verðbætur 3.846.089 1.726.345 Arður af hlutabréfum 349.655 627.966 Höfundarlaun 6.429 7.788 8.752.821 6.356.365 Gjöld: Kostnaður Styrktar-og tryggingasjóðs 1.375.842 2.338.704 Húsnæðiskostnaður 2.008.038 2.907.481 Vaxtagjöld og verðbætur 1.773.695 536.837 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2.258.709 1.265.584 Afskriftir 748.346 626.521 8.164.630 7.675.127 Hagnaður (tap) Styrktar- og tryggingasjóðs 588.19I ( 1.318.762) Orlofssjóður: Tekjur: 3% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt) ... 711.820 663.753 Leiga orlofsheimila 2.825.750 2.31 1.510 Orlofsheimilasjóðsgjald 6.334.989 5.732.638 Framkvæmdagjald í Miðdal og leiga á tjaldstæði 1.282.500 1.037.000 1 1.155.059 9.744.901 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.