Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 27
Iðnnemasamband íslands að leigja nýstandsett herbergi í suð- vesturhorni kjallara fyrir skrif- stofu sína og var þar til ársins 1953. Fyrirtæki sem heitir „Inn- kaup h.f.“ leigði á 1. hæð í nokk- ur ár og Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík höfðu skrif- stofu á 1. hæð ásamt herbergi í kjallara sem lagerpláss fyrir tíma- ritið „Vinnuna“. Þá var Karlakór Dagsbrúnar leigður salur í kjall- ara hússins til kóræfinga tvisvar í viku. í október 1946 voru Kjartani Ólafssyni prentara leigð tvö her- bergi í rishæð hússins, en Kjartan vann á skrifstofú HÍR Hann átti heima í húsinu til æviloka 1970. Guðmundur Þórhallsson bókbind- ari bjó í stuttan tíma í risinu 1948-49. Eftir lát Kjartans tók Jón Agústsson prentari herbergi hans á leigu, en hann starfaði hjá Lífeyrissjóði prentara og seinna Lífeyrissjóði bókagerðarmanna. Jón átti heirna á rishæðinni þar til skömmu fyrir andlát sitt 1993. Lífeyrissjóðurinn fékk leigðan austurhluta 1. hæðar í október 1970 og var þar til 1995, að hann gekk í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Það var 1948 sem HÍP tók her- bergi á 2. hæð að austan eingöngu fyrir sig og setti fram þá kröfii við aðra í húsinu, að það vildi ganga eitt um aðalforstofú. Prentarar voru smátt og smátt að taka meira af húsinu fyrir sína starfsemi. Menningarsjóður fékk eldhúsið á 2. hæð á leigu 1948 og var með það til 1954. Þeir leigðu í húsinu áfram til ársins 1970. Eftir að þeir fóru var stóra bókasafnsherbergið í kjallara gert að eldtraustu her- bergi. 1954 voru gerðar gagngerar breytingar á húsnæði fyrir félags- heimilið. Narfi Hallsteinsson, sem tók á leigu herbergi það í kjallara sem Iðnnemasambandið hafði haff, sá um breytingarnar og Sæmundur Sigurðsson málara- meistari sá um málun. Fékk hann sér til aðstoðar um fyrirkomulag, skreytingu og litaval Kristján Davíðsson listmálara. Árið eftir eða 1955 var eldhúsið notað í fyrsta sinn fyrir félagið og var það fundur í Kvenfélaginu Eddu sem reið á vaðið. Fasteignanefnd félagsins afhenti síðan stjóm HÍP Húsið á hernámsárunum. félagsheimilið til afhota 1. maí 1956. Hallbjöm og Kristín vom áfram í húsinu og Kristín eftir að Hallbjörn dó 1959. Kristín bjó í húsinu til æviloka 23. júlí 1976. Lánasjóður íslenskra náms- manna fékk leigt á 1. hæð 1970 og dómsmálaráðuneytið vegna „Lögbirtings" í sept. 1976. Þann samning framleigði síðan fjár- málaráðuneytið 1979 til 1. sept- ember 1980 og er þá að mestu lokið leigjendasögu hússins því Félag bókagerðarmanna tók alfar- ið við eigninni eftir sameiningu bókagerðarfélaganna um áramótin 1980/81. Þá voru skrifstofur hins nýja félags fluttar í vesturhluta 1. hæðar en bókasafnið fékk aðstöðu á 2. hæð. Frá þessum tíma voru aðeins húsverðir í risinu auk Jóns Ágústssonar eins og áður sagði, fyrst Magnús Einar Sigurðsson prentari, fyrsti formaður FBM, síðan Georg Páll Skúlason prent- ari, varaformaður félagsins, og loks Ólafur Emilsson prentari, fv. form. HIP og núverandi starfs- maður félagsins. Mjólkurfélag heilagra Á meðan Hallbjörn og Kristín vom til heimilis á Hverfisgötu 21 komu oft í heimsókn til þeirra hjóna vinir þeirra og félagar í „Mjólkurfélagi heilagra", m.a. þeir Halldór Kiljan Laxness og Þórbergur Þórðarson, þó Kiljan oftar. Eins komu þangað stundum Láms Ingólfsson leikari og Vil- mundur Jónsson landlæknir, en þeir voru i þessum hópi. 11 Frá þeim tíma er þessi saga af viðskiptum Kristínar og Vilmund- ar: „Vilmundur var í heimsókn og rifúst þau Kristín heiftarlega út af pólitík, sem lyktaði með því að Vilmundur rauk á dyr, en snéri sér við í gættinni og sagði: „Hing- að kem ég aldrei meir.“ Ekki vissi sögumaður annað en Vilmundur hefði verið fljótur að gleyma þessari sennu, því hann kom oft eftir þetta.“ " Um Hallbjörn og Kristínu og þetta fræga félag geta menn m.a. lesið í þætti Einars Laxness í bók- inni „Nærmynd af Nóbelsskáldi“ og þar er vísað á ýmsan fróðleik um þau hjón. Ennfremur má benda á ræðu Þorsteins Gylfason- ar (dóttursonar Vilmundar) sem hann flutti við afhendingu stíl- verðlauna Þórbergs Þórðarsonar á afmælisdegi hans 12. mars 1999 og birtist í Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1999. „Kristín var einn af mínum nánustu og skemmtilegustu vinum síðustu fimmtán árin sem hún ufðr, og um félagið segir hann: „Upp úr 1920 töldust einkum til Mjólk- urfélags heilagra, auk Hallbjarnar og Kristínar, Þórbergur, Stefán frá Hvítadal, Halldór Kiljan, Guð- mundur Hagalín, Sigurður Jónas- son, lögfræðingur, alþýðuforingi, guðspekingur og auðkýfingur og Vilmundur Jónsson læknir ef hann var staddur í bænum, en hann bjó þá á Isafirði." Halldór Kiljan Laxness ritaði í minningargrein um Kristínu, að umhverfis þau hjón „safnaðist blóminn af mennta- mönnum og listamönnum svo og öðrum ágœtismönnum úngborinn- ar tiðar. Trúaðir menn og heimspeking- ar sóttu þangað, meðal annars af því þar var narrast að þeim í góðu; listamenn og skáld áttu þar afdrep eða innhlaup, og sumir annað heimili sitt, því þar var ekki þagað eða nöldrað, heldur rifist hátt og hlegið dátt. " („Seiseijú, mikil ósköp", 1977, bls 106). Þessi umsögn kemur heim og saman við frásögnina hér á undan um rifrildi Vilmundar og Kristín- ar. Til þess að minna á þessa gömlu fundi og í tilefni af því að árið 2000 fúndust uppi á hana- bjálkalofti á Hverfisgötu 21 ýmis bréf, skjöl og handrit frá þeim Hallbirni og Kristínu og margt af því frá þessum tíma, þá birtum við hér fundarboð í „Mjólkurfé- lagi heilagra", sem var þar á með- al. Þessi skjöl verða afhent Hand- ritadeild Landsbókasafnsins á af- mælisdegi Halldórs Kiljans Lax- ness 23. apríl 2002, en þá eru lið- in 100 ár frá fæðingu hans. Þetta fundarboð er einstakt íyr- ir tvennt. í fyrsta lagi, að það sýn- ir að fúndir í Mjólkurfélagi heil- agra voru haldnir áfram á Hverf- isgötu 21 eftir að Hallbjörn og Kristín fluttu þangað, þó það hafi ekki verið í eins miklum mæli og á fyrra heimili þeirra að Spítala- stíg 7. í öðru lagi var fundarboðið í þrennu lagi: Fyrst handrit með skrift Hallbjarnar, þá leiðrétt prófork í umbroti hans og loks fullprentað fundarboð. Pl(itSŒIICfiirfundur verður hatdiim t Mjólkurfélagi heilagra sunnudaginn 31. mal klukkan hálf-tólf fgrir hádegi ú Hverlisgölu ?/. Fundarcfni: fípauðbiii <>g raniweig. lirimsallur fiskur með salllausu kjöli. Eflirmalur, ef guð lofar. Kaffwaln. UF.ILÖG ÖND PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.