Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 25
Veisla í tilefni stjórnarfundar Norrœna embœttismannasambandsins í Reykjavík íjúlí 1926. Fremsta röð frá v.: Tveir útlendingar, Magnús Guðmundsson, Klemens Jónsson, Thorvald Stauning forsœtisráðherra Danmerkut; Jón Þorláksson forsœtisráðherra Islands, fjórir útlendingar. Önnur röð frá v.: Jón Hermannsson tollstjóri, Ágúst H. Bjarnason prófessor, Sveinn Björnsson sendiherra, sex útlendingar, Fontenay, sendiherra Dana á Islandi, Sigurður Eggerz. Þriðja röð frá v.: Útlendingur, Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Eggert Claessen bankastjóri, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, litlendingw; Reventlow greiji, Jón Krabbe, útlendingur. Fjórða röð frá v.; John Fenger stórkaupmaður, Sigfús Johnsen, starfsmaður í stjórnarráðinu,, útlendingur, Þorvaldur Krabbe vita- og hafnarmálastjóri, Knútur Zimsen borgarstjóri, Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Isleifsson skrif- stofustjóri, tveir útlendingar, Jóhannes Jóhannesson bœjarfógeti. hjónanna um að fara með þeim á konungsskipinu norður og austur um land, en á Seyðisfirði skildu þau við konung, sem fór þaðan heimleiðis. Herskipið „Geyser“ átti að flytja forsætisráðherrahjón- in til Reykjavíkur aftur. Um kvöldið 23. júní komu þau við á Norðfirði, því Jóni hafði dottið í hug að vitja æskustöðva sinna að Skorrastað, þar sem hann ólst upp, en hafði ekki heimsótt í 46 ár. Hann lét skjóta sér í land og ætlaði að útvega sér hesta til far- arinnar daginn eftir. Hann kom til séra Jóns Guðmundssonar, en rétt eftir að hann kom inn á heimili hans hneig hann örendur niður. Banamein hans var hjartaslag og hafði hann ekki kennt sér meins áður. Hann var 67 ára gamall. Ríkisstjórnarveislan til heiðurs Th. Stauning Fyrir mörgum árum kom til mín á skrifstofu Félags bókagerð- armanna maður að nafni Haraldur Agústsson yfirkennari í íðnskól- anum í Reykjavík og færði mér Ijósrit af mynd, sem hann sagði tekna í 40 manna ríkisstjórnar- veislu hér í húsinu 1926. Með myndinni fylgdi frásögn Haraldar um tildrög þessa merka atburðar. Haraldur var sonur Ágústs Sig- urðssonar prentara, sem prent- smiðjan PÁS var kennd við. Eg tel best fara á því að birta frásögn Haraldar nær óbreytta um það sem snertir húsið á Hverfisgötu 21. „Þetta er mynd frá veislu, sem nýskipuó ríkisstjórn Jóns Þor- lákssonar hélt um miðjan júlí- mánuð 1926 til heiðurs Th. Stauning forsœtisráðherra Dana, svo og vegna stjórnarfundar embœttismannasambands Norð- urlandanna fimm, sem haldinn var á sama tima i Reykjavík. Stauning sat þennan fund auk þess sem liaitit hitti islenska ráðamenn og ferðaóist dálitió um landið. Veislustaöurinn var stórt einbýlishús Jóns Magitús- sonar nr. 21 við Hverfisgötu, sem stendur enn, en er mikið breytt innanhúss. Hefur svo verið ákveðið löngu áður en hann varð bráðkvaddur 23.júní 1926 austur á Norófirði eftir að hafa kvatt á Seyðisfirói konungshjón- in á heimleió til Danmerkur. Eins og á stóð var þetta hús miklu betur fallió til veisluhalds en Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. - Myndin af veislu- gestunum var tekin i rúmgóðu herbergi á 2. hœð í suðvestur- horni hússins, sennilega af Ólafi Magnússyni Ijósmyndara. Gest- itm í samkvœniinu var raóað til sætis í stofum á 1. hœð hússins, þar sem framreiðslufólk gekk ttnt beina. Matreiðslumeistari veisl- ttnitar var Theodóra Sveinsdóttir (1876-1949). Hún sá um flestar eða allar meiri háttar veislur rík- isstjórnarinnar i Ráðherrabú- staðnum i Tjarnargötu á árunum 1920-1927.“ Ummæli Einars Ben. Á velmektarárum Einars Bene- diktssonar voru Sturlubræður hans nánustu samstarfsmenn og aðaláhugamál þeirra var að virkja ýmsar stórár landsins svo sem Þjórsá, landinu til heilla og sjálf- um sér til hagnaðar. Þeir keyptu því ýmsar jarðir til þess að afla sér vatnsréttinda en illa gekk að fá leyfi stjómvalda til virkjunar. Það er víst að þeir hafa horft til Jóns Magnússonar sem lykil- manns í þessu samstarfi. Jón var hlynntur Titanfélaginu í fyrstu, en íhaldsmenn voru klofnir í málinu og ekkert varð af leyfisveitingu. Einari þótti Jón draga lappirnar í þessu stórmáli og endaði með því að hann lét ýms ljót orð falla um forsætisráðherra, sem urðu land- fleyg á sínum tíma. „Þegarþessi andskotans hálf- hringur kemur út á morgnana þá hverfur allt vit frá mönnum og dýrum í tíu mílna fjarlœgð. Dýrin þekkja ekki lengur heimkynni sín og enginn maður veit hvað rétt er eða rangt og allur mórall þornar upp úr hjörtunum. “ (Guðjón Friðriksson: Ævisaga Einars Benediktssonar III., Rv., 2000.) Hann orti síðan níðkvæðið „Fróðárhirðin“ um landsfeðurna, og birtist það í ljóðabókinni „Vogar“. Kvæðið fjallar raunveru- lega um hirð konungs á íslandi, pólitíska drauga og forynjur sam- tímans, þ.e. íslenska alþingismenn með stjórn landsins og Jón Magn- ússon í broddi fylkingar, sem hef- ur komið í veg fyrir hin stórkost- legu áform um Þjórsárvirkjanir. En það var fleira sem varð þess valdandi að Einar fékk hatur á Jóni og yfirvöldum. Þegar Krist- ján X heimsótti ísland 1921 var Einar fenginn til að yrkja og flytja konungi drápu og Einar flutti drápu sína á hátíðarsamkomu í Iðnó. Það fylgdi sögunni að kon- ungi hefði verið gert viðvart um að það þætti viðeigandi að gefa Einari gjöf eins og konungar gerðu á fyrri tíð, en svo brá við að konungur virti skáldið ekki viðlits og Einar reiddist illa. Sagt var að einhverjir hefðu baktalað Einar í eyru konungs, en Einar kenndi Jóni Magnússyni o. fl. um og fyrirgaf þeim aldrei eftir þetta. Húsakaup Um svipað leyti og Jón Magn- ússon forsætisráðherra dó 1926 stofnuðu prentarar húsbyggingar- sjóð og settu sér það markmið að félagið ætti yfir sínu eigin húsi að ráða þegar það yrði fimmtugt, 1947. í lok ársins 1940 var sjóð- urinn orðinn 15.695,85 kr. og strax í janúar 1941 fóru prentarar á stúfana að leita sér að lóð eða húseign handa félaginu og komu þeir fljótlega auga á Hverfisgötu 21. Þeir héldu félagsfund um mál- ið og fengu samþykki félagsins fyrir því að kaupa fasteign sem ekki mætti kosta meira en 120.000,00 kr. Það var Sigurður Jónasson forstjóri Tóbakseinka- sölu ríkisins sem seldi þeim húsið og samningar voru undirritaðir 3. febrúar 1941. Þeir komu verðinu niður í 115.000,00 kr. og fengu húsið afhent 1. mars 1941. Það var tæpt ár frá hemámi ís- lands og á mynd frá þessum tíma sést hvað birgðastöð hersins í Þjóðleikhúsinu var vel víggirt með meira en mannhæðar hárri girðingu. Prentarar hafa líka hækkað girðinguna á vesmrhlið lóðar sinnar um a.m.k. hálfan metra. Líklega hefur þó verið hægt að ganga á milli húsanna. PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.