Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 8
Eygló Guðnadóttir i Prentsmiðju HafnarJJarðar. mönnum okkar á þau námskeið er MFA heldur með góðum árangri. FORMANNSKOSNING Auglýstur framboðsfrestur um formann fyrir Félag bókagerðar- manna fyrir kjörtímabilið 2002- 2004 rann út fimmtudaginn 10. janúar. Aðeins eitt framboð barst og er því núverandi formaður Sæ- mundur Arnason sjálfkjörinn til formennsku í FBM til aðalfundar 2004. STJÓRNARKOSNING Framboðsfrestur til stjórnar- kjörs 2002 rann út þann 26. febr- úar. Uppástungur bárust um 3 fé- lagsmenn til setu í aðalstjórn og 3 til varastjórnar. I framboði til að- alstjórnar voru : Georg Páll Skúlason, Páll R. Pálsson og Pét- ur Agústsson. Til varastjórnar: Hrefna Stefánsdóttir, María H. Kristinsdóttir og Sigurður Val- geirsson. Olafur Emilsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þar sem aðeins einn listi var fram borinn er að þessu sinni sjálfkjör- ið í stjórn FBM. FÉLAGSSTARFIÐ A starfsárinu hafa engir félags- fundir verið haldnir. Áherslan hefur verið lögð á vinnustaða- fundi í fyrirtækjum innan prent- iðnaðarins og smærri fundi er flokkast ekki undir hefðbundna félagsfundi. Þá var opið hús um nýjar reglur um foreldraorlof sem skrifstofustjóri ASÍ, Halldór Grönvald, kynnti. Kvennaráð FBM hittist nokkrum sinnum á árinu og ræddi þau mál er hugur hefur stefnt til. REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2001 Skýr. 2001 2000 Rekstrartekjur: Félagsgjöld 23.727.339 22.125.097 Tekjur af orlofsheimilum 9.160.739 8.044.148 Tekjur af fasteign og jörð 1.799.500 1.270.000 Höfundarlaun 6.429 7.788 Rekstrartekjur samtals 34.694.007 31.447.033 Rekstrargjöld: Kostnaður Félagssjóðs 18.958.580 17.704.242 Kostnaður Styrktar-og tryggingasjóðs 1.375.842 2.338.704 Rekstur orlofsheimila 1 1.229.781 8.631.839 Húsnæðiskostnaður 2.008.038 2.907.481 Afskriftir 2,9 748.346 626.521 Rekstrargjöld samtals 34.320.587 32.208.787 Rekstrarhagnaður (-tap) 373.420 ( 761.754) Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 4.615.319 2.551.642 Vaxtagjöld 3 ( 1.773.695) ( 536.837) Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2 ( 2.258.709) ( 1.265.584) Arður af hlutabréfum 349.655 627.966 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 932.570 1.377.187 Hagnaður ársins 1.305.990 615.433 Ráðstöfun hagnaðar (taps): Til höfuðstóls Styrktar- og tryggingasjóðs 5 588.191 ( 1.318.762) Til höfuðstóls Orlofssjóðs 5 ( 74.722) l.l 13.062 Til höfuðstóls Félagssjóðs 5 792.521 1.305.990 821.133 615.433 Þá hefur félagið staðið að ár- legum viðburðum svo sem: briddsmóti, skákmóti, knatt- spyrnumóti og golfmóti. Einnig var jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og jólakaffi eldri fé- laga. Árleg sumarferð eldri fé- lagsmanna var farin samkvæmt venju. KJARAMÁL Kjarasamningur á milli Félags bókagerðarmanna og Samtaka at- vinnulífsins sem var undirritaður þann 15. maí 2000, gildir til 28. febrúar 2004. Og er þetta er lengsti samningstími sem við í FBM höfum samið um. I kjara- samningi er opnunarákvæði sem segir: Komi til þess að nefnd Al- þýðusambands íslands og Sam- taka atvinnulífsins sem fjallar um forsendur kjarasamninga nái sam- komulagi um almenna launabreyt- ingu eða að launaliðir kjarasamn- inga séu uppsegjanlegir skal sama gilda um þennan samning. I byrj- un síðasta árs komst launanefndin að þeirri niðurstöðu að almennar hækkanir væru meiri en samn- ingsforsendur kváðu um. Því varð samkomulag um að júlí- og des- emberuppbætur skyldu hækka. Voru þær því hækkaðar um sam- tals 16.300 kr. Þá tekur þetta ákvæði á því að ef verðbólga fer yfir ákveðin viðmiðunarmörk, þá er kjarasamningurinn uppsegjan- legur. LAUNAKÖNNUN Félag bókagerðarmanna lét gera launakönnun á meðal starfs- fólks í prentiðnaði í samstarfi við Samtök iðnaðarins. Könnunin var framkvæmd í apríl 2001 og voru laun fyrir marsmánuð lögð til grundvallar en einnig var spurt um árslaun fyrir árið 2000. Spurt var um laun allra starfsmanna sem eru félagar í FBM ef frá eru taldir verkstjórar og millistjóm- endur. Alls bárust upplýsingar frá 17 íyrirtækjum um laun 440 starfsmanna. Allar upplýsingar voru gefnar um föst laun (mánað- arlaun), heildarlaun og árslaun. Einnig voru niðurstöðurnar greindar eftir kynferði, aldri, starfsaldri og vaktafyrirkomulagi 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.