Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 23
hafa bókagerðarmenn haft hér að- setur um áratugi. Jón Magnússon Hver var hann þessi sérstæði maður sem lét byggja þetta fal- lega hús, svo að það þótti fúllboð- legt kónginum þegar mikið lá við? Hann var fæddur að Múla í Aðaldal í Þingeyjarsýslu 16. janú- ar árið 1859. Foreldrar hans voru séra Magnús Jónsson að Laufási og kona hans Vilborg Sigurðar- dóttir að Hóli í Kelduhverfi. Hann fór í Latínuskólann og lauk lagaprófi frá Hafnarháskóla 1891. Jón Magnússon forsœtisráðherra. Jón varð sýslumaður í Vestmanna- eyjum og var vinsæll mjög. Hann felldi Valtý Guðmundsson við kosningar þar árið 1902 og gekk í þingflokk heimastjórnarmanna. Jón Magnússon var talinn einn af fremstu lögfræðingum landsins um sína daga. Hann var einn af þremur fyrstu skrifstofustjórum íslensks stjórnarráðs, bæjarfógeti í Reykjavík 1908 og þingmaður Reykvíkinga frá 1914. Jón Magnússon tók við forystu Heimastjómarflokksins 1917, og varð forsætisráðherra í fýrstu rík- isstjórn íslands sama ár. Jóni tókst að sameina ólik viðhorf í þessari fyrstu samsteypustjórn og lýsti andstæðingur hans (Þor- steinn M. Jónsson) honum svo: „einn lagnasti samninga- og stjórnmálamaður á sínum tíma, hann var vitmaður, góðgjarn og réttsýnn". Honum tókst að leysa sambandsmálið 1918. Jón Magn- ússon varð þrisvar sinnum forsæt- isráðherra og eftir að íhaldsflokk- urinn var stofnaður 1924 gerðist hann leiðtogi hans. Sama ár varð hann forsætisráðherra í stjórn sem íhaldsflokkurinn myndaði eftir kosningasigur sinn. Gegndi liann því starfi til æviloka 1926. Jón Magnússon naut mjög mik- ils álits í Danmörku, segir Jón Krabbe í endurminningum sínum: „Hann var kyrrlátur og hóg- vœr, og ekki glœsilegur og andrik- ur eins og Hannes Hafstein; hann var hygginn og ákveðinn, en skorti þann kraft og þá þörf til að láta að sér kveða sem ýtir mörg- um stjórnmálamönnum áfram. Ég minnist þess að mér var boðið að borða á Amalienborg með Jóni Magnússyni og konu hans, og sat Jón gegnt konungi við lilið drottn- ingar; hispurslaust og rösklega eins og honum var lagið, sagðist Kristján konungur vera afbrýðis- samur við Jón, af því drottningin talaði œvinlega um hann sem svo mikinn ágœtismann. “ Jón var meðalmaður á hæð, nokkuð luralega vaxinn, oftast niðurlútur og hallaðist dálítið út í aðra hlið þegar hann gekk, sem mun hafa stafað af einhverri löm- un á yngri árum. Honum var ekki létt um mál í ræðum en bætti það upp með rökvísi. Þóra Jónsdóttir Kona Jóns Magnússonar var Þóra Jónsdóttir, fædd 17. maí 1858, Péturssonar háyfirdómara og alþingismanns, sem bjó að Laugavegi 1, þar sem verslunin „Vísir“ er nú til húsa. Hún var því systir kaupmannanna Friðriks og Sturlu, „Sturlubræðra“ að Hverf- isgötu 29, en þar bjuggu þeir ásamt móður sinni Sigþrúði Frið- riksdóttur. Jón og Þóra áttu ekki börn, en kjördóttir þeirra var syst- urdóttir hennar, Þóra Guðmunds- dóttir, læknis í Stykkishólmi Guð- mundssonar. Þóra Jónsdóttir lést 5. september 1947. Valdi pól Þegar Jón Magnússon bæjarfó- geti reisti hús sitt við Hverfisgötu 21 keypti hann lítið timburhús við hliðina (nr. 23) handa „Valda pól“ til þess að hafa hann sem næst sér. Þorvaldur Björnsson, kallaður „Valdi pól“, var lögregluþjónn á árunum 1888-1917 og þótti sér- staklega harður í horn að taka. Hann reið um götur bæjarins á Grána sínum og báru götustrákar óblandna virðingu fyrir honum. Kom yfirleitt til hans kasta ef rannsaka þurfti vandasöm mál. Sagt var að enginn gæti fundið sökudólga, ef hann fyndi þá ekki, enda vissi hann allt um alla í bænum. Hesthús Valda pól var í kjallaranum á Hverfisgötu 23. „ Valdi pól“, lögregluþjónninn ákveðni á Grána. Lóðamál Varðandi lóðamál Jóns Magn- ússonar þá eru til skjöl um kaup hans (23/9 1911) á 243ja ferálna lóð af Hermanni Guðmundssyni vestan af lóðinni Smiðjustíg 9 og (29/12 1911) á 663ja ferálna lóð úr Arnarhólstúni austast, af Stjórnarráði íslands. Eins leigir hann (8/4 1913) af Stjórnarráðinu lóð úr Arnarhólstúni vestur af lóð Bókhlöðunnar og norður af girð- ingunni sem afmarkar Bókhlöðu- lóðina. Eftir að Jón dó fékk Þóra ekkja hans leyfi yfirvalda (9/8 1926) til að skipta lóðinni nr. 21 við Hverf- isgötu, að sá hluti hennar sem húsið nr. 23 stendur á yrði sérstök lóð og ennfremur fékk hún leyfi til aö húsið nr. 21 hefði rétt til að hafa gangstíg við vesturmörk hennar. Þetta er dálítið sérkenni- legt og lítur út fyrir að hún hafi selt hluta af lóðinni nr. 21, sem hús „Valda pól“ stóð á, þó skjöl hafi ekki fundist íyrir því enn þá. Sturlubræður Á fyrsta búskaparári Jóns og Þóru að Hverfisgötu 21 brann hús þeirra Sturlubræðra að Hverfis- götu 29. Það hús höfðu þeir reist 1903 og var það glæsiiegt timbur- hús. Það slys vildi til við björgun úr húsinu, að móðir þeirra bræðra, frú Sigþrúður Friðriks- dóttir, féll úr sigi frá glugga til jarðar og dó af afleiðingum falls- ins, 82 ára gömul. Þetta skeði 17. október 1912. Bræðurnir fengu inni að Hverfisgötu 21 hjá systur sinni og mági á meðan þeir byggðu upp húsið sem nú er danska sendiráðið. Það hús er í PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.