Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 26
Hvers konar hús er þetta? Húsið er steinsteypuhús, byggt 1912 sem skrifstofu- og íbúðar- hús. Arkítekt hússins var Finnur Ó. Thorlacius, sem margir eldri menn bæjarins kannast við frá veru sinni í Iðnskólanum, en þar var hann kennari í nærri hálfa öld. Byggingarmeistari var Steingrím- ur Guðmundsson. Flatarmál húss- ins er 176,9 fermetrar, en rúmmál 2149 rúmmetrar. Á upphaflegri teikningu að húsinu voru gluggar á forstofu á 1. hæð bogadregnir eins og á 2. hæð og eins lítill gluggi á kvisti 3. hæðar. Þessu var breytt en það hafói töluvert að segja fyrir heildarútlit hússins, en hefur sjálfsagt verið gert í sparn- aðarskyni. Það vill svo vel til að til er lýs- ing á húsinu eftir Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðing, en hann varð eftirmaður Jóns Magn- ússonar sem forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins (seinna Sjálfstæðisflokksins). Þar segir: „Var vandað svo til byggingarinn- ar sem tök voru á. Kjallaraveggir eru 17 þumlunga þykkir, fyrsta hæð 13 þuml. og önnur hæð, stafnar og kvistar 12 þuml. Að innan eru allir útveggir sléttaðir og síðan húðaðir með bræddu as- falti, kjallaraveggir því næst slétt- pússaðir, en innan á veggi hinna hæðanna er settur þykkur pappi olíusmurður og síðan þiljur úr plægðum borðum á 1 x 3“ langböndum, svo strigi og mask- ínupappír. Langbönd eru fest á kubba, sósaða vandlega með kar- bólíni, sem lagðir eru í steypuna. Járn er í útveggjum yfir öllum gluggum og dyraopum og allt umhverfis þau, sömuleiðis lóð- réttir strengir í stöplum milli glugga og dyraopa. í kjallara eru steyptir 5 þver- veggir og langveggir, á fyrsta gólfi er steyptur langveggur og 2 þverveggir, og á öðru gólfi meiri- hluti langveggs og 1 þverveggur. Langveggurinn er 8 þuml. á þykkt og þverveggirnir 6 þuml. þykkir. Kjallaragólfið og gólfið á fyrstu hæð eru steypt, en timbur- gólf á annari hæð og rishæð. Gólfbitarnir eru 5x10 þuml. að gildleika og millibilin þannig ákveðin, að styrkleikinn sé a.m.k. 10% meiri en byggingarsamþykkt Guðbrandur S. Magnússon prentari, forstjóri AVR., Hallbjörn og Kristin. ákveður. Allir bitaendar eru þrí- smurðir með karbólíni, það af þeim, sem stendur inn í vegg og 12 þuml. frá veggjum, og sömu- leiðis þeir hlutar bitanna, sem ganga gegnum steyptan millivegg. Síðan er tjörupappa vafið svo um bitana, að steypan nái hvergi að Sigurður Jónasson. komast að þeim. Annarhvor biti er festur í steypuna með sterkum „járnakkerum". Herbergjaskipunin er þannig: í kjallara eru fjögur stór geymsluherbergi, þvottahús, mið- stöðvarherbergi og kolageymsla, W.C. og „vínkjallari". Á neðri hæð er stór salur, þrjú rúmgóð herbergi og eitt lítið. Á efri hæð eru þrjú stór her- bergi og eldhús. Á rishæð eru sex herbergi, snyrtiklefi, bað og lítil kompa. Efst er manngengt „hanabjálka- loft“. Þrír inngangar eru í húsið, fyrir utan kjallarainnganginn. Inn af aðalinnganginum er á báðum hæðunum mjög rúmgott og skemmtilegt fordyri, sem prýðir bygginguna. Stærð allrar lóðarinnar er 509,8 fermetrar“. íbúar, leigjendur og húsverðir Samkvæmt íbúaskrá írá 1915 áttu heima á Hverfisgötu 21: Jón Magnússon bæjarfógeti og kona hans Þóra Jónsdóttir, Heba Geirs- dóttir systurdóttir frúarinnar, f. 29. apríl 1901, Jónína Vigfúsdótt- ir vinnukona, f. 29. apríl 1880, Dórótea Árnadóttir vinnukona, f. 21. sept. 1895, Friðrik Jónsson kaupmaður, f. 22. maí 1860, Sturla Jónsson kaupmaður, f. 28. nóv. 1861 og Sigríður Jónsdóttir, systir Þóru, kona Geirs Sæmunds- sonar vígslubiskups, f. 3. okt. 1867 (dvaldi aðeins stuttan tíma í húsinu). Bræðurnir Friðrik og Sturla fengu inni hjá bæjarfógeta- hjónunum, þegar hús þeirra að Hverfisgötu 29 brann haustið 1912 og á meðan þeir byggðu aft- ur upp á lóðinni höll úr stein- steypu, þar sem nú er danska sendiráðið. Þóra Jónsdóttir ekkja Jóns Magnússonar bjó að Hverfisgötu 21 til ársins 1939. Heba systur- dóttir hennar bjó hjá henni frá 1915 til 1931. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis var stofnaður 28. apríl 1932 og fékk leigt hjá Þóru í kon- ungsherbergjunum vestan megin á 1. hæðinni. Annars voru leigjend- ur aðallega einstaklingar, verslun- ar- og skrifstofufólk, verkakonur, nemar og einstaka kennarar. Alls leigðu þarna um 30 manns 1927- 1940. Algengast var að leigjendur væru á bilinu 4-8, en 1940 voru þeir flestir eða 9 talsins, 7 konur og 2 karlar. Menntamenn voru fáir en þeir helstu voru þessir: 1927: Björn Jakobsson íþrótta- kennari, stofnandi Iþróttaskólans á Laugarvatni. 1928: Gunnar Sjungnan verk- ífæðingur. 1930: Ragnar Olafsson stud. jur. 1931: Ragnar Ólafsson lög- fræðingur. 1933: Bemharð Stefánsson al- þingismaður. 1940: Gunnar Proppé, stud. med. 1940: Hákon Bjamason skóg- ræktarstjóri. Árið eftir að prentarar keyptu húsið 1941 skipti nokkuð um leigjendur. Hér em þeir taldir upp: (Leiga er í sviga.) Prentarafélagið, flutti inn í júní 1941 (140 kr.) Hallbjörn og Kristin (135 kr.) Kjartan Hjálmarsson (67 kr.) Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis (400 kr.) Mæðiveikivarnir (220 kr.) Menningarsjóður og Þjóðvina- félagið (200 kr.) Stríðstrygging íslenskra skips- hafna (110 kr.) Prentsmiðjan Edda (105 kr.) Alþýðuprentsmiðjan (40 kr.) Landsbókasafn Islands (33 kr.) Árið eftir voru þessir íbúar í húsinu: Hallbjörn Halldórsson og Kristín Guðmundardóttir, Ríkarð- ur Hjálmarsson verkamaður, Kjartan Hjálmarsson nemi og Kjartan Kristjánsson. Það var eitt af markmiðum prentara með húsakaupunum að fá góða aðstöðu fyrir bókasafn fé- lagsins og strax 1942 fékk það aðstöðu í kjallara hússins í her- bergi sem Landsbókasafnið hafði leigt. Einhvern tíma á næstu árum hefur það síðan fengið herbergi á 2. hæð þar sem það er nú, þvi bókað er hjá fasteignanefnd HIP í okt. 1961, „að nefndin fái her- bergi í suðvesturhorni í kjallara, en stjómin fái herbergi á 2. hæð sem bókasafnsnefnd hafði. Bóka- safnsnefnd fái líka herbergi það í kjallara sem ASÍ hefur, þegar það losnar." Arent Claessen fékk lagerpláss fyrir Linotypevélar í kjallaranum í júlí 1942 í staðinn íyrir Stríðs- tryggingar sem höfðu verið þar með áðstöðu. Mæðiveikivarnir voru áfram í húsinu til ársins 1948, en skiptu á skrifstofuher- bergi við HÍP 1944. Ymis fleiri fyrirtæki leigðu í húsinu á þessum árum, og var að- allega um lagerpláss að ræða, t.d. Hólar, Herbertsprent og Bókaút- gáfan Norðri. I apríl 1946 byrjaði 26 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.