Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 13
FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2001 EIGNIR: Skýr. 2001 2000 Eignir: Bundnar bankainnstæður 3 13.450.085 14.081.079 Eignir samtals 13.450.085 14.081.079 EIGIÐ FÉ OG SKULDIR: Eigið fé: Höfuðstóll 12 12.075.680 12.150.048 Eigið fé samtals 12.075.680 12.150.048 Skuldir: Viðskiptareikningur FBM 1.374.405 1.931.031 Skuldir samtals 1.374.405 1.931.031 Eigið fé og skuldir samtals 13.450.085 14.081.079 óeigingjarnt starf í þágu okkar allra. MARCMIÐLUNARSKÓLINN Eftir tveggja ára starfsemi Margmiðlunarskólans þar sem að- sókn í upphafi var góð og stíg- andi varð í aðsókn, sem leiddi til stækkunar skólans um mitt árið 2001, kom gifurlegt bakslag í starfsemina um síðustu áramót. Það hefur orðið til þess að skól- inn er nú í miklum vanda staddur. Hér á eftir verður atburðarás rakin eins og kostur er: Þann 3. janúar 2002 kom for- maður Rafiðnaðarsambandsins að máli við stjórn Prenttæknistofn- unar og tjáði henni að þeir hefðu sagt Jóni Árna Rúnarssyni skóla- stjóra upp öllurn störfum við end- urmenntunarstofnanir rafiðnaðar- ins og þar með hætti hann einnig störfúm sem skólastjóri Marg- miðlunarskólans. Þetta væri gert vegna gífúrlegrar fjármálaóreiðu í umhverfi Rafiðnaðarskólans. Þetta kom okkur í stjórn PTS vægast sagt í opna skjöldu þar sem við höfðum engan grun um að staðan hjá Rafiðnaðarskólan- um væri á þennan veg. Okkur var tjáð að þeir hefðu ráðið sérstakan fjármálastjóra til að fara yfir stöð- una hjá sér og óskuðu jafnframt eftir því að Ingi Rafn Olafsson tæki að sér skólastjórn í MMS. Stjórn PTS og Ingi Rafn féllust á að hann tæki að sér þetta erfiða hlutverk, þ.e. hann var staðgengill skólastjóra, en hlutskiptið var ekki auðvelt, þar sem Ingi hafði aðeins verið skamman tíma í starfi hjá PTS og aðeins að litlum hluta getað sett sig inn í starfsemi Margmiðlunarskólans áður en þessi staða kom til. Þetta hefúr einnig haft veruleg áhrif á starf- serni PTS þennan tíma. Haldinn var fundur með aðilum sem að MMS korna og skólum Rafiðnaðarskólans þar sem ákveðið var að setja sérstaka nefnd yfir fjármál skólanna til að fá yfirsýn yfir stöðu þeirra. Full- trúar PTS í nefndinni eru Georg Páll Skúlason og Guðbrandur Magnússon. Strax var óskað eftir því að allt bókhald MMS yrði tekið til sér- stakrar skoðunar og er þeirri vinnu nú lokið af hálfú endur- skoðanda Margmiðlunarskólans. Einnig var gerð krafa um að Gunnar M. Erlingsson endurskoð- andi PTS endurskoðaði það upp- gjör og er hann nú að ljúka þeirri vinnu. Þá var öllum viðræðum við menntamálaráðuneytið um að- komu Margmiðlunarskólans að Tækniskólanum slitið. Fljótlega kom i ljós slæm fjár- málastaða sem skólastjórn hafði ekki verið gerð grein fyrir. M.a. hafði verið opnuð 30 m.kr. yfir- dráttarheimild án samþykkis skólastjórnar og auk þess tekið án heimildar 15 m.kr. lán í nafni MMS sem var síðan yfirfært á RTV menntastofnun, fyrirtæki í eigu Rafiðnaðarskólans. Spurning er hvort fulltrúum RTV og RSÍ hafi verið fullkunnugt um þennan rekstrarvanda, þar sem þeir taka 45 milljóna króna lán í nafni MMS. Skólastjóri hafði ráðið kennara án samþykkis skólanefndar, en samþykkt hafði verið í skóla- Rósa Ingvarsdóttir hjá Isafold. Sigurbergur M. Ólafsson í Gutenberg. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.