Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 5
 iii:fii•]iííifii_ii:#iin=ia11iki? a i;] 4'. :#/iVii :<ii&‘\ :#ii o ^ a ílu : i u i HRINGBRAUT 121 4.HÆÐ REY.OAVIK Við eigum í samskiptum við fjölda skóla á háskólastigi í Evr- ópu. Við bjóðum upp á skiptinemaprógramm. Við tökum á móti nemendum frá þessum skólum og sendum okkar, ffá hálfu ári upp að einu ári, sem skiptinema. Það er fróðlegt að hlusta þegar þau koma aftur til baka. Enginn kvartar yfir LHI eft- ir slík vistaskipti. Hins vegar þurfa allir helst að fara - bæði til að víkka sjóndeildarhringinn og til að læra að meta það sem við eigurn fyrir. Veistu eitthvað uiii atviniiu- tnöguleika þeirra sem útskrifast í dag? Þessi iðnaður er þess eðlis að hann vill alltaf eitthvað nýtt og ferskt. Þrátt fyrir að ýmislegt gangi á, þá er alltaf atvinna fyrir þá bestu og fyrir alla þegar vel árar. Hins vegar er lífaldur fólks í greininni að sama skapi ekki mjög langur. Það eru fáir garnlir teiknarar starfandi sem slíkir - þeir er samt tengdir greininni, margir hverjir, en þá sem eigend- ur eða framkvæmdastjórar eða slíkt. Hvemig sérðu framtíðina í þessu fagi? Með aukinni myndrænni miðl- un verður til sífellt meiri eftir- spurn eftir hæfileikafólki - sér- staklega þeim sem valda mynd- máli. Hér áður fyrr var greind mæld í hæfileikum til að reikna og tjá sig í mæltu og rituðu máli. Litið var á myndmenntanáni sem hvíld frá alvöru námi. Myndmiðl- ar hafa gjörbreytt þessari svið- setningu. Yfirvöldum menntaniála verður þetta sífellt ljósara. Fátt er hallærislegra en sjá þetta „gáfu- fólk“ sem þarf að koma upplýs- ingum sínum á framfæri með powerpointinum sínum - þar sem það les textann sem stendur á skjánum fyrir okkur og við forum að pæla í því hvort næsta mynd detti inn að ofan eða frá hægri... Skyldi hún kannski springa út frá rniðju? Þá hugsa ég oft með mér: Það er bara umtalsverð framtíð í þessu fagi. Ég get ekki skilið við Guðmund Odd án þess að fá að kíkja aðeins í möppuna hjá honum og sjá hvað hann er að gera þessa dagana. Ég valdi nokkur verk úr möppunni til að leyfa ykkur að sjá lika. Takk Goddur. Hvað ertu búinn að vera lengi í faginu? Eg lærði þessa grein í Kanada - á vesturströndinni, í Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Ég útskrifað- ist 1989 og vann þarna í eitt og hálfl ár - þannig að þetta eru orð- in ein þrettán ár sem ég get kallað mig grafískan hönnuð. Hins vegar hef ég aðeins fengist við þetta sjálfstætt síðastliðin 10 ár þar sem kennslan hefur verið mitt aðal- starf. Hvað gerir svo Guðmundur Oddur þegar hann er ekki að liugsa uni grafíska hönnun? Grafísk hönnun er mitt líf. Ég slít mig sjaldan nema óbeint frá grafískri hönnun. Ég ferðast mik- ið innanlands sem erlendis. En einhvern veginn er niaður alltaf að safna í sarpinn. Þetta kemur manni allt að gagni. Ég er með ljósmyndadellu en bestu myndim- ar enda líka alltaf á plötuhulstrum eða veggspjöldum. Ég hlusta mik- ið á tónlist en hún hefur svo áhrif á hvernig ég vinn. Ég ferðast til útlanda en lendi alltaf í bókabúð- um sem sérhæfa sig i hönnunar- bókmenntum. PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.