Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 31
Gagnabanki UNI um kjarasamninga Ráðstefna á vegum UNI - Evrópa um kjarasamninga var sett þann 10. mars af formanni UNI - Evrópa, Tony Dubbings, er bauð fulltrúa velkomna og sagði að ekki hefðu fyrr jafnmargir fulltrúar mætt og þetta segði sér að fé- lögin hefðu mikinn áhuga á þessum málum, það er kjarasamningum félaga í Evrópu. Hér værum við samankomin til að bera saman bækur okkar og fræðast, fúndarefnið væri áhugavert og aðkallandi. Þessi ráðstefna er því mikilvægt skref í þeirri vinnu sem framundan er. Fyrsta erindið hélt Emmanuel Mer- met frá ETUI (Evrópusamband verka- lýðsfélaga). Hann ræddi og útskýrði þróun kjarasamninga í Evrópu, hvað bæri hæst í þeirri þróun og hvað bæri að varast. Hann taldi að sjá mætti greinilega samsvörun á þróun í hveiju landi og að það væri kaupið sem setti pressu á kjarasamninga i hverju landi. I Þýskalandi væru að meðaltali greiddar 27 evrur á tímann en í Portú- gal 7 evrur. Þessu fylgdi mikil ólga í þeim löndum er hafa lægra kaup, sem ekki væri hægt að bregðast við. Því væru það aðeins verkalýðsfé- lögin sem gætu lagað þennan launa- mun í kjarasamningum. Fram kom í máli Emmanuels að ef við tækjum kauphækkanir í hveiju landi og síðan verðbólgutölur þá væri greinileg sam- svörun á milli landa í því að það skipti ekki máli hver kauphækkunin væri, því verðbólgan væri alltaf hærri en kauphækkunin. í öllum löndum Evrópu væri ljóst að það skipti ekki meginmáli hve kauphækkunin væri há, það væri séð til þess að verðbólga væri hærri. I Þýskalandi hefði t.d. verið á árun- um 2000-2001 5,5% kauphækkun en verðbólga 10,2% sem þýddi að kaup- máttarrýrnun varð 4,1%. í Noregi varð kauphækkun á sama tíma 8%, verðbólga 9,9% og rýmun því 1,9%. Eina landið innan UNI sem er í plús er Holland, þar varð 8% kauphækkun en verðbólga 7,9% og því er þar 0,1% aukning á kaupmætti. Vegna veikinda John Gennard féll niður untfjöllun um Strathclyde- skýrsluna sem er samantekt um kjara- samninga, en í henni kemur einnig ffam að það er sammerkt með öllum löndum að kauphækkanir halda ekki í við verðbólgu sem haldið er markvisst ofan við kauphækkanir, 1-3% að jafn- aði. Bart Samyn frá málmiðnaðarmönn- um í Belgíu hélt erindi um aðferðir og ráð til að gera Evrópusamninga við fjölþjóðafyrirtæki. Það væri best gert með því að setja upp gagnabanka á netinu um kjara- samninga. Hann taldi það nauðsynlegt að allir þeir er ynnu að gerð kjara- samninga ætm greiðan aðgang að kjarasamningum annarra félaga. Nú væri verið að vinna að slíku neti hjá málmiðnaðarmönnum sem héti Euc- obag. Hann hvatti Uni - Evrópa til að vinna að því að setja upp gagnabanka fyrir grafísku félögin í Evrópu. Anders Skattkjær frá Noregi hélt erindi um símenntun í grafískum iðnaði. Hann fór yfir söguna og rakti þróunina sem sýndi að við hefðum ávallt tekist á við tæknina með ágæt- um árangri. Því mættum við ekki gef- ast upp gagnvart nýrri tækni heldur yrðum við að takast á við hana, meg- inmálið væri þróunin í iðnaðinum og hvemig við næðum til unga fólksins, simenntun væri lykilorðið sem gæfi okkur forskot. Við ættum ekki að láta aðra ná yfirhöndinni í margmiðlun- inni. f dag ynnu um 1,25 milljónir manns í grafískum iðnaði í Evrópu og staffæn prentun væri að taka við í æ ríkari mæli af hefðbundinni prentun. Þess vegna yrðum við að leggja áherslu á menntun með meiri áherslu á margmiðlun. Spurningin væri hvern- ig samninga við hefðum heima fýrir, hvaða þróun væri framundan, hvort við hefðum gert áætlun um framtíð- ina, hvert væri innihald kjarasamn- inga. Þjóðverjar sögðu að hjá þeim væri nánast ekkert kennt í nýrri tækni, það er enn verið að kenna gamla tækni, en í dag verðum við að leggja áherslu á stafræna prentun og marg- miðlun. Nú eru 11 þúsund að læra í klassískunt iðnaði, ekkert er verið að hugsa um framtíðina. Það sem á að gera er að veðja á framtíðina, þ.e. margmiðlun og stafræna prentun ef okkur á ekki að daga uppi. Við verð- um að taka margmiðlun fostum tökum og ná yfirráðum á þeim markaði með því að vera þau félög er bjóða upp á bestu menntunina. Englendingar vörpuðu fram spurningunni: Hver á að borga fyrir þjálfunina? Þarna vantar okkur samn- inga, eru það félögin, vinnuveitendur eða yfirvöld? Ef við erum of varkár verða það vinnuveitendur sem ráða allri símennmn og velja þá er geta sótt sér aukna menntun og kunnáttu. Svíar líta þannig á að menntun sé ávísun á ffamtíðina. Því er nauð- synlegt að ná samningum um að eiga rétt á menntun í vinnutíma, nauðsyn- legt er að greitt sé fyrir þann tíma er fer í menntun. Þá er einnig nauðsyn- legt að mennta okkar eigin starfsmenn og stjórnarmenn til að þeir séu færir um að upplýsa félagsmenn. Anders taldi að við hefðum eftirlát- ið vinnuveitendum það hverjir fá að fara í eftirmenntun og yfir 50% starfs- manna fá enga möguleika á eftir- menntun. Við hefðum skyldum að gegna gagnvart okkar fólki til endur- menntunar. Við þurfum endurmenntun sem er ekki undir valdi atvinnurek- enda. Við megum heldur ekki gleyma þeim sem eldri eru, því svo virðist sem vinnuveitendur vilji bara ungt fólk og þeir eldri fá ekki nauðsynlega endurmenntun, þessi aldurshópur hef- ur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú kannski orðinn þreyttur. Þarna höfum við miklar skyldur. Ritari UNI - Evrópa sagði að við hefðum haldið ráðstefnur um kjara- samninga 1999 og 2000 en því miður féll síðasta ár niður. Hann ræddi um nauðsyn þess að koma upp netverki um kjarasamninga. Þar yrðu allir kjarasamningar aðgengilegir í einni meginstöð sem upplýsingaveita. Verk- ið yrði unnið á næstu tveim árum, við yrðum að reyna þessa nýju leið, koma okkur úr pappír yfir á þennan nýja miðil, netið. Svíar og nokkrir aðrir vildu fara varlega inn á þessa nýju braut. Miklar umræður urðu urn yfirvinnu en víða eru miklir erfiðleikar vegna of mikillar yfirvinnu, langt yfir þau við- miðunarmörk sem EU-samningar segja til um, það er 48 tímar á viku. í Finnlandi er þak á yfirvinnu 250 tím- ar á ári og með samkomulagi er hægt að bæta við 80 tímum en í Þýskalandi eru unnir að meðaltali 5-6 tímar á viku í aukavinnu, það eru um 100 árs- verk. Það ætti að greiða að minnsta kosti 150% á yfirvinnu því þá yrði það hagkvæmara fyrir fyrirtækin að vera með vaktavinnu, en við gætum ekki myndað ný störf án þess að tak- marka aukavinnu. Ekki voru allir sáttir við að setja aukavinnuþak m.a. vegna þess hve margir (konur) væru i hlutavinnu, t.d. í 50% starfi kemur aukavinna eftir 24 tíma. A lokadegi ráðstefnunnar var lagt fram álit fundarins, sem stjórnin lagði til að við myndum vinna að fram að næstu ráðstefnu. Sœmundur Árnason Viðmiðunarreglur fyrir sameiginlegt takmark í kjarasamningum, samþykktar á ráðstefnu um sameiginlega kjarasamninga í Róm 12. mars 2002. 1. Ákvæði upplýsinga. a) Uppfæra reglulega yfirlit á sameiginlegum kjarasamningum. b) Senda skýrslur og ályktanir af kjarasamningum til UNI - Europa. c) Mat á niðurstöðum kjarasamninga. d) Samfelld vöktun (umsjónaraðili). e) Allir aðilar skyldugir til að taka þátt í árlegum ráðstefnum um kjarasamn- inga. 2. Félagsleg umræða. ÖIl félög eru skyldug til að setja þrýsting á vinnuveitendur til að taka þátt í fé- lagslegri umræðu vegna kjarasamninga. 3. Kjarasamningar á alþjóðagrundvelli. Styðja alþjóðasainninga á grundvelli kjarasamninga. 4. Viðmiðunarreglur og kröfur í samningum. Launahækkanir skuli að minnsta kosti vera jafnar verðbólgu. 5. Vinnutími. a) Vinnutími fari ekki yfir 1750 tíma á ári. b) Greidd yfirvinna fari ekki yfir 100 tíma á ári. 6. Aukin verkleg kennsla. a) Tenging við verklega kennslu - ffamfarir í hæfhi tengist við launahækkanir. b) Stefnum á endurmenntunarstoíhanir. c) Vinnuveitendur verði skuldbundnir til þátttöku í endurmenntun. d) Einstaklingsbundinn réttur hvers starfsmanns til endurmenntunar. e) Full þátttaka félagsins í endurmenntun. f) Endurmenntun sé ókeypis fyrir félagsmenn (nema ákvæði sé um annað i kjarasamningum). g) Endurmenntun sé í vinnutíma (nema annað sé tekið ffam í kjarasamningum). h) Stofna endurmenntunamefndir í fyrirtækjum. 7. Hvaða árangur er af því að hafa námskeið ókeypis? Eða er kostnaður árangursríkur? a) Endurmenntun. b) Jafnrétti til náms, óháð kyni og litarhætti. c) Heilsa/öryggi/vinnuumhverfi. 8. Fjölþjóðafyrirtæki a) UNI verður beðið að sjá um samræmingu á alþjóðafyrirtækjum. b) Félagslegur réttur starfsmanna í fjölþjóðafyrirtækjum. PRENTARINN 31

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.