Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 7
ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Félags bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess fyrir árið 2001. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikninga, efnahagsreikninga og sjóðstreymi ásamt skýringum og sundurliðunum nr. 1 - 28. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóða þess á árinu 2001, efnahag 31. desember 2001 og breytingu á handbæru fé á árinu 2001 í samræmi við lög félagsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 25. mars 2002. DFK Endurskoðun löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN FÉLAGSKJÖRINNA SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, félagskjömir skoðunarmenn Félags bókagerðarmanna, höfum yfirfarið ársreikning félagsins fyrir árið 2001 og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 25. mars 2002. Aðalfundur er löglegur sé lög- lega til hans boðað og hann sitja eigi færri en 35 félagsmenn, þar af meirihluti stjórnar. Verði aðal- fundur ekki löglegur vegna fá- mennis, skal boða til nýs fundar á sama hátt, með þriggja daga fyrir- vara, og er sá fundur lögmætur hversu fáir sem sækja hann. Öllum félagsmönnum má vera Ijóst að á aðalfundum öðrum fundum fremur er hægt að taka stefnumarkandi ákvarðanir íyrir félagið. Það er því mikilvægt að sem flestir mæti. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela þeim sem mæta ákvörðunar- valdið. STJÓRN Eins og lög félagsins mæla fyr- ir um sér stjórnin um rekstur fé- lagsins milli aðalfunda. Eftir síð- asta aðalfund skipti stjórn þannig með sér verkum að varaformaður er Georg Páll Skúlason, ritari Pét- ur Ágústsson, gjaldkeri Bragi Guðmundsson og meðstjórnendur þau Páll R. Pálsson, Vigdis Ósk Sigurjónsdóttir og Þorkell S. Hilmarsson. Varastjóm skipa þau: Stefán Ólafsson, Anna S. Helga- dóttir, Björk Harðardóttir, Ólafur Emilsson, María H. Kristinsdóttir og Páll Svansson. Formaður er Sæmundur Árnason. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 22 stjórnarfundi þar sem tekin hafa verið fyrir Ijölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mis- mikillar umijöllunar, allt frá því að vera einföld afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála, sem þá gjarnan eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi, sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfarin mál er að ræða. Eftir að Félag grafískra teikn- ara gekk til samstarfs við okkur í FBM hefur formaður FGT setið stjórnarfundi FBM. TRÚNAÐARRÁÐ. Trúnaðarráð FBM til 31. okt. 2002 er skipað eftirtöldum félags- mönnum. Emil Heiðar Björnsson í Prentkó. Aðalmenn: Anna Helgadóttir, Hallgrímur Helgason, Helgi Jón Jónsson, Hinrik Stefánsson, Jón K. Ólafsson, Marinó Önundarson, Oddgeir Þór Gunnarsson, Ólafur Emilsson, Ólafur H. Theódórsson, Páll Heimir Pálsson, Páll Svans- son, Reynir S. Hreinsson, Sigríð- ur St. Björgvinsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Stefán Ólafsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Sig- rún Karlsdóttir og Sigrún Ás- mundsdóttir. Varamenn: Svanur Jóhannes- son, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Burkni Aðalsteinsson. Á starfsárinu urðu þrjár breyt- ingar á trúnaðarráðinu: þau Hall- dór Þorkelsson og Erla Runólfs- dóttir fóru til starfa erlendis og á aðalfundi tók Vigdís Ósk sæti í aðalstjórn. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir tjórir fundir í trúnaðarráði þar sem fjallað hefur verið um ýmis mál félagsins. TRÚNAÐARMENN Þann 15. október 2000 hófst nýtt tveggja ára kjörtímabil trún- aðarmanna á vinnustöðum og því miður höfum við lent í nokkrum erfiðleikum með að fá félags- menn til að starfa sem trúnaðar- menn og ljóst er að félagið þarf að leggja mikla rækt við starf trúnaðarmannsins til að vekja áhuga félagsmanna á að takast á við það verkefni. Skipað hefur verið í stöður trúnaðarmanna á allflestum vinnustöðum. Á undan- fornum árum hefur félagið staðið fyrir námskeiðum fyrir trúnaðar- menn og öryggistrúnaðarmenn. en vegna ónógrar þátttöku höfúm við á þessu ári beint trúnaðar- PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.