Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 17
PRENTTÆKNISTOFNUN ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Prenttæknistofnunar fyrir árið 2001. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar nr. 1-18. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án ann- marka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. I skýringu nr. 10 í ársreikningnum er vakin athygli á stöðu Margmiðlunarskólans sem er í jafnri eigu Prenttæknistofnunar og Rafiðnaðarskólans. Þar sem þessir aðilar kynnu að vera ábyrgir fyrir skuld- bindingum skólans gætu kröfur fallið á þá geti skólinn ekki staðið við skuldbindingar sínar og þar með haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu þeirra. Það er álit okkar, að teknu tilliti til ofangreinds fýrirvara, að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri stofnunarinnar á árinu 2001, efnahag 31. desember 2001 og breytingu á handbæru fé á árinu 2001 í samræmi við samþykktir og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 4. apríl 2002. DFK Endurskoðun. Gunnar M. Erlingsson, löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, skoðunarmenn Prenttæknistofnunar, höfum yfirfarið ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2001 og með hliðsjón af áritun löggilts endurskoðanda samþykktum við ársreikninginn og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 4. apríl 2002. Haraldur Dean Nelsson Ólafur Emilsson ÁRITUN STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA Stjórn og framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar staðfesta hér með ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2001 með undirritun sinni. Varðandi stöðu Margmiðlunarskólans er vísað í athugasemd í áritun endurskoðanda svo og skýringu nr. 10 í ársreikningnum. Reykjavík, 4. apríl 2002. Stjórn: C/ Guðbrandur Magnússon Guðmundur Kristjánsson Framkvæmdastjóri : Ingi Rafn Ólafsson Sigurgeir Bjarnason hjá Isafold. náms og námskrá í sérgreinum. Markmiðið er að námið höfði til ungs fólks, skilgreindur grunnur verði fyrir allt nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, námið verði í samræmi við þarfir markaðarins og fylgi eftir breytingum í hug- búnaði og tækni. Möguleiki sé til framhaldsnáms af upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Fjögurra ára kjör- tímabili starfsgreinaráðs lauk um síðustu áramót og á árinu 2002 verður því nýtt starfsgreinaráð skipað. Á starfsárinu 2001 hefúr starfs- greinaráðið haldið 6 stjórnarfúndi þar sem virman hefúr falist í því að ganga frá námskrá fyrir fjórðu önn, einnig var unnin greinargerð um starfsnám og í lok ársins ramrni að vinnustaðanámi. Starfsgreinaráðið hélt áfram þeirri vinnu er hafin var árið 2000, þ.e. að ganga frá námskrá fyrir fjórðu önn í Upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Verkið fólst í því að útfæra þau 8 sérsvið sem ákveðið var að kenna á 4. önn. Á stjómarfúndi þann 27. febrú- ar var samþykkt samkvæmt til- lögu bókasafnsfræðinga að nota starfsheitið bókasafnstæknir á þeirra starfsgrein, einnig að í stað net- og tölvuumsjónar kæmi net- tæknir og í stað vefsmíði kæmi veftækni. Námskrá fyrir sérnám í Upp- lýsinga- og fjölmiðlagreinum var PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.