Prentarinn - 01.04.2002, Page 29

Prentarinn - 01.04.2002, Page 29
Ájram ísfólkið ri andlit 1) Kolla spreytir sig í skollaleiknum. 2) Elísabet sýndi okkur hvernig á að gera þetta Þessar myndir voru teknar í árlegri sumarferð Isfólksins á Þingvöllum þar sem vinabönd styrktust (mynd 1), fólk fann íþróttir við sitt hcefi (mynd 2 og 3), þar var líka dansað (mynd 4), svo var borðað og drukkið (mynd 5) og mikið hlegið (mynd 6). Allir skemmtu sér prýðilega (sumirfram á morgun mesta dags). 4) Dansað 5) Grillað 5) Spjallað og hlegið í rútunni Við starfsmenn í Isafoldarprentsmiðju rákum upp stór augu þegar við litum í síðasta eintak Prentarans og sáum grein frá íslensku auglýsingastofunni um starfsmannafélagið þeirra sem ber heitið „ísfólkið". Undrun okkar var ekki aðeins vegna þess hve nafnið er frumlegt og fallegt á prenti, heldur vegna þess að ÍSFÓLKIÐ starfsmannafélag ísafoldar- prentsmiðju er skráð félag hjá Hagstofu íslands með kt. 470301-2870 og verður því nafnið að teljast okkar. Engin tvö lögleg og skráð félög geta nefnilega borið sama nafnið. En þar sem meðlimir ísfólksins eru bæði „ligeglad" og friðelskandi manneskjur viljum við síst standa i vegi fyrir tækifæri starfsmanna íslensku auglýsingastofunnar til að verða „ódauðleg í félagsstarfi" eins og þau sjálf orðuðu það. Höfum við því ákveðið að deila nafninu með þeim og sendum þeim af því tilefni okkar bestu kveðjur. Engu að síður finnst okkur tilefni til að birta hér í Prentaranum það sem við kjósum að kalla „LÖG(U)LEGRI ANDLIT ÍSFÓLKSINS". Árið 2001 með ísfólkinu B Það var kraftur í félagslífinu hjá ísfólkinu árið 2001 þrátt fyrir mikið umrót og flutninga fyrirtækisins milli sveitafélaga. Hér eru nokkuð af því sem við höfum haft fyrir stafni: Þorrablótið í Valsheimilinu var f rábært, þar var mikil gleði og glaumur og matur sem sumum fannst góður og öðrum ekki. Keilumótin hafa verið þónokkur og vel sótt. Áfram keilulið. Sumarferðin - Sjá myndir* Farið var á Þingvöll að þessu sinni. Lagt var af stað snemma dags og svo fengu allir ölbauka og samlokur við Almannagjá. Þegar við höfðum matast skiptum við liði, sumir fóru í göngu með leiðsögumanni en aðrir fóru á hestbak. Svo var leikið, grillað, dansað og drukkið fram á nótt. Stokkseyri - Haustferðin Vitinn og rjómabúið skoðuð og borðaður humar - frábær ferð sem endaði með pöbbarölti í Reykjavík. Jólahlaðborðið - Nammi, namm. Þökkum Veislueldhúsi Harðar kærlega fyrir frábæra veislu. Isafoldarprentsmiðja lif. 3) Arnar tók sig vel út í stígvélakastinu...

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.