Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 10
Guðjón Steingrímsson í Vörumerkingu. Hafdís Hlöðversdóttir i Prentkó. Jón Þór og Kolbrún Guðmundsd. hjá Isafold. SJÚKRASJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2001 Skýr. 2001 2000 Rekstrartekjur: Iðgjöld 23.940.778 22.921.958 Rekstrartekjur samtals 23.940.778 22.921.958 Rekstrargjöld: Sjúkradagpeningar og styrkir 12.942.233 15.034.027 Skrifstofukostnaður 4 6.275.434 5.334.262 Húsnaeðiskostnaður 2.008.039 2.907.480 Rekstrargjöld samtals 21.225.706 23.275.769 Rekstrarhagnaður (-tap) 2.715.072 ( 353.811) Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 15.857.583 7.233.076 Vaxtagjöld og verðbætur ( 14.957) ( 14.882) Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 2 ( 10.057.526) ( 4.535.958) Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 5.785.100 2.682.236 Hagnaður ársins 8.500.172 2.328.425 SAMSTARF VIÐ ÖNNUR FÉLÖC A starfsárinu gekk Félag graf- ískra teiknara til samstarfs við okkur í FBM. Unnið er í sam- ræmi við samning sem gerður var við sameiningu félaganna sem felst í að formaður FGT hefur haldið sinni stöðu óbreyttri en skrifstofan hefiir tekið yfir dag- lega starfsemi og innheimtu á gjöldum fyrir félagsmenn í FGT, nú er 51 félagsmaður skráður í deild FGT. Samstarf FBM við önnur félög hefur verið með hefðbundnu sniði innan Fjölmiðlasambandsins. Auk þess eigum við samstarf við Raf- iðnaðarsambandið vegna Marg- miðlunarskólans og sameiginlegt áhugamál sem er rekstur golfvall- ar í Miðdal og þar eigum við saman klúbbhúsið ásamt Dalbú- um. Þá erum við í samstarfi við ijölmörg félög innan ASÍ í Ferða- nefnd stéttarfélaga. Eins og félagsmönnum er kunnugt var tillaga um að ganga til samstarfs við ASÍ felld á aðal- fundi árið 2000. En eftir að ASÍ breytti lögum sínum á síðasta Al- þýðusambandsþingi er það opið fyrir FBM að sækja um aðild að ASÍ. FJÖLMIÐLASAMBAND Blaðamannafélag Islands, Félag bókagerðarmanna, Félag grafískra teiknara, Rafiðnaðarsamband Is- lands, Starfsmannasamtök Ríkis- útvarpsins og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur stofnuðu til formlegs samstarfs og samvinnu þessara félaga með því að stofna Fjölmiðlasambandið þann 24, október 1999. Hlutverk sam- bandsins er að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum þeirra sem starfa með einum eða öðrum hætti við íjölmiðla eða fjölmiðl- un. Sérstök áhersla verður lögð á samstarf og samráð um kjaramál, fagleg málefni, réttindamál, vinnuumhverfi, starfsmanna- stefnu, tæknimál, orlofsmál, heil- brigði, endurmenntun og áhrif starfsmanna á stjórn fjölmiðla. Fjölmiðlasambandið mun leitast við að efla og glæða félagsanda og samheldni starfsmanna á íjöl- miðlum. Þá mun sambandið koma fram á opinberum vettvangi sem sameiginlegur málsvari fjölmiðla- starfsmanna. Einnig mun fjöl- miðlasambandið sameina eins og kostur er þátttöku fulltrúa starfs- manna í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Þetta eru háleit mark- mið sem að litlu leyti hafa gengið eftir en stjórnin hittist nokkrum sinnum á ári og ræðir sameiginleg málefni. Fulltrúar FBM í stjórn Fjölmiðlasambandsins eru Georg Páll Skúlason, sem er formaður Fjölmiðlasambandsins, og Sæ- mundur Amason. BÓKASAMBAND ÍSLANDS Félag bókagerðarmanna er aðili að Bókasambandinu en innan þess eru félög sem eiga hagsmuna að gæta í bókaútgáfu og atvinnu- starfsemi henni tengdri. Auk FBM eru Samtök iðnaðarins, Rit- höfundasambandið, Bókavarðafé- lagið, Hagþenkir, Bókaútgefendur og Samtök bóka og ritfangaversl- ana aðilar að sambandinu. Fulltrúi FBM í stjórn Bókasambandsins er Stefán Ólafsson sem er jafnframt formaður bókasambandsins. Bókasambandið hefur undan- farin ár gengist fyrir átaki á degi bókarinnar 23. apríl, til að vekja athygli á bókaútgáfu og bóklestri. j desember birti Bókasambandið upplýsingar um prentstað ís- lenskra bóka er komu út fyrir síð- ustu jól og var skýrslan birt í Prentaranum. SKÝRSLA BÓKASAFNS- NEFNDAR Bókasafnsnefndin kom saman tvisvar sinnum á siðasta starfs- tímabili. Stjórn félagsins vísaði til 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.