Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 2
LATINN FELAGI Arnkell B. Guðmundsson fæddur 7. desember 1924. Varð félagi 1. janúar 1946. Arnkcll hóf nám í tsafold 1942 og tók sveinspróf í bók- bandi 1946. Arnkell fór í framhaldsnám til Kaupmanna- hafnar og starfaði þar við bókband árin 1946 — 1947. Vann síðan í Isafold til 1966. Hóf störf í Gutenberg 1966 þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1993. Arnkell var formaður Bókbindarafélags ís- lands 1976 til 1980. í varastjórn FBM 1980 til 1992 og í trúnaðarráði FBM frá 1980 til 1994. Arnkell lést þann 15. desember 2005. NÝR V6FUR FBM HEFUR OPNAÐ NYJAN UPPLYSINGAVEF. Nú sem hingað til er ábersla lögð á að setja allar tilkvnn- ingar til félagsmanna inn á vefinn sambliða því að senda auglýsingar í fyrirtækin. Vefurinn er mikið notaður í tengslum við fyrirspurnir og umsóknir um orlofshús. Má þar nefna að rúmlega 90% af umsóknum um orlofsbús um páskana komu á velnum. Verið er að kanna möguleika á því að félagsmenn geti skoðað stöðu sína á innri vef varð- andi iðgjaldasögu og fjölda punkta í orlofskerfi félags- Umsjónarmenn með vefsíðunni eru Georg Páll Skúlason og Páll Olafsson. Vefurinn er hýstur hjá Hugsandi mönnum i vct- umsjónarkerfinu Webed. www.fbm.is Sumarbústaður í Miðdal til sölu. Neðra hverfi, C götu nr. 13. Snyrtilegur 35 fermetra bústaður með 2 svefnherbergjum, góðri verönd og miklum gróðri. Kalt vatn, rafmagn og rafmagnshitun. Heimtaug fyrir heitt vatn við lóðarmörk. Mjög góð staðsetning. Innbú fylgir. Nýlegur geymsluskúr fyrir áhöld. Fasteignamat 4,5 m. kr. Upplýsingar veitir Gunnar H. Hall í síma 894 6163. SUMARHÚS TIL SÖLU Sumarbústaður í neðra hverfi - D götu 1 í Miðdal er-til sölu. Húsið er 32,2 fermetrar með svefn- lofti, alls 80 rúmmetrar. Húsið er ekki með rafmagni né tengt við vatn.Tilboð óskast. Upplýsingar gefur Þorvaldur Eydal í síma 696 3008. jakob Er útrás aö senda verkin úr landi? 2 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.