Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 31
í maí 1924 flutti hann í Upp- sali í Brekkugötu 15, þar sem hann hafði síðan vinnustofu sína. Arni hafði engar vélar og var allt handunnið, arkir handbrotnar og bækur hand- gylltar af honum sjálfum. Hann sagðist þurfa að gylla á hverjum degi til að halda sér í æfingu og gyllti hann mikið fyrir aðra, enda var hann sá eini á Akureyri á sinum tíma sem var góður gyllari. Það voru trúlega um þrír á vinnustofu Arna þegar mest var, en hann einn undir það síðasta. Hjá honum fengu margir undirstöðu í bókbandi, jafngildi venjulegs námskeiðs, sem hófu síðan að binda í sveitinni. Arni mun hafa bundið mikið fyrir Davíð skáld Stefánsson í hans merka safn. Arni var fulltrúi bókbindara í Iðnráði Ak- ureyrar og prófdómari í bók- bandi um langt skeið. Hann var í hvítasunnusöfnuðinum og starfaði mikið þar. Það var vel látið af Arna, en hann þótti gamaldags og aðhalds- samur og nokkuð stífur í trúmálum. Arni seldi vinnustofu sína árið 1946 Prentsmiðju Björns Jónssonar. Hann hafði veikst 1941 og náði hann ekki aftur fullri heilsu, þótt talið sé að hann hafi gripið í bókbandið fram til þess er hann seldi verkfæri sín. Flest gyllingaráhöld hans lentu síðar hjá Anders Ólafssyni og Þorvaldi Kr. Jónssyni. í Grímsey var prestur Pét- ur Guðmundsson, er ritaði Annál nítjándu aldar. Hann átti son er Hallgrímur hét. Árið 1895 hélt Hallgrímur, er þá var 19 ára, til Akureyr- ar til að læra undir skóla. En eins og lesa má í bréfi Bandjrá vinnustoju Árna Arnasonar, en þessi gylling var mjög olgcng á bókum hans. frá séra Pétri til sins gamla skólabróður Björns Jónssonar í Isafold í Reykjavík, neydd- ist Hallgrímur til að hætta námi. Hallgrímur hélt til Reykjavíkur síðla árs 1899 og var hann við bókbandsnám i ísafold fram í september 1901, er hann fluttist aftur norður. Á Oddeyri opnaði hann strax verkstofu og hóf þar með samkeppni við Sig- urð Sigurðsson um þennan litla markað. Árið 1904 flutti Hallgrím- ur Pétursson á Lundargötu 9 á Akureyri og stundaði þar síðan iðn sína. Á náms- árum sínum í Reykjavík var hann virkur félagi góðtempl- arareglunnar og var einn af helstu baráttumönnum hennar á Akureyri. Hann var útgefandi ýmissa rita. Hallgrímur þótti lélegur bókbindari og var gylling hans ætíð skökk á kilinum. En hann hefur ætíð haft nóg Æfisagfi Gudmundar Hjalíasóuuf vmxactvtFt-sx- ■ W að gera við bókband, þvi það sem skipti yfirleitt mestu var að band væri einfalt og ódýrt. Átti það sérstaklega við um bókasöfn lestrarfélag- anna, sem þurftu bæði að kaupa bækur og síðan band á þær, en höfðu oft fáa félags- menn sem þar að auki höfðu ekki mikil fjárráð. Hallgrím- ur batt m. a. fyrir Lestr- arfélag Munkaþverársóknar, Lögmannshlíðar, Glæsibæj- arsóknar, Kaupangssóknar, Hríseyjar, Svalbarðsstrandar og Hrafnagilshrepps, sem hann batt fyrir í 30 ár. Lestrarfélagi Hriseyjar var haldið úti frá 1912 og var Hallgrímur bókbindari félagsins allan þann tíma og sá eini. Árið 1936 kom upp taugaveiki í Hrísey og var fólk mjög hrætt við smitun, en nokkrar bækur höfðu komist í hendur sjúklinga. Kom upp sú tillaga að hefta útlán bóka lestrarfélagsins Band eftir Hallgrím Pctursson. vegna hættu á að bækurnar bæru smit milli manna. Var jafnvel talað um að brenna bækurnar. Fengið var álit þriggja lækna sem sögðu enga smithættu af bókunum, en samt var ákveðið af nefnd félagsins „að ráða einhverja trúverðuga manneskju til að viðra bækurnar“. Árið 1940 voru bækurnar allar seldar til Akureyrar, en 1943 voru keyptar nýjar bækur í safnið. Til Hallgríms kom árið 1915 ungur maður frá Sveinsstöðum í Svarfaðardal til að nema bókband. Sigurð- ur Þorsteinsson var nokkuð gamall af nema að vera, eða 33 ára, en hjá Hallgrími var hann til 1928. Hélt Sig- urður þá til Grímseyjar og var við bókbandsstörf hjá sr. Matthíasi Eggertssyni í eitt ár. Fór Sigurður þá aftur til Hallgríms og var sveinn hjá honum þar til Hallgrímur lést 1937. Sigurður hafði leigt þessi 18 ár húsnæði i Lundargötu 7, í næsta húsi við Hallgrím, en við fráfall hans keypti Sigurður hús og vinnustofu Hallgríms og hélt úti bókbandsstofunni til 1943. Tók m.a.s. við við- skiptum Hallgríms við Lestr- arfélag Hrafnagilshrepps. Sigurður seldi vinnustofu sína Prentsmiðju Björns Jónssonar og gerðist hluthafi í henni, en vann þar jafn- framt sem sveinn til 1953. Prentarinn 31

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.