Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 9
litaspjaldið og fékk hrós í fyrsta skipti hjá sposka kennaranum Hauki Má, en þá var vel liðið á fimmtu viku eða svo. Kannski fimmta mánuð. En það var stór- gaman í litafræði, rétt eins og það hafði verið gaman að labba eins og könguló í leikfimistímum í barnaskóla, eina leikfimisæfingin sem ég gat gert skammarlaust fyrir framan flissandi bekkjar- félaga i misjafnlega stællegum íþróttabúningum. Eins var gaman að fara í starfskynningu i prent- smiðju í Þingholtunum og rabba við ljúfar eldri konur sem mundu timana tvenna og löguðu ofboðs- lega bragðgott kaffi — en verst að vera hrifsuð frá þeim til að skoða óhugnaleg tæki og dúandi papp- írshillur sem vöktu astmann af værum blundi. Annars leist mér bráðvel á staðinn, þarna gæti ég vel hugsað mér að vinna: drekka kaffi og spjalla í hlýju andrúms- loftinu, gott ef ekki skrifa svolítið á milli verka. Jeremías! Daginn eftir heimsóknina gleymdi ég ljúfu konunum. Allt hvarf ofan i algleymisdýpið þegar kampakátur kennari tilkynnti 4------- samanstæði af þeim nemendum sem síst þóttu líklegir til afreka i framtíðinni; þeir báru saman bækur sínar meðan ég hripaði niður amatörslegan kynning- artexta. Við áttum að kynna Iðnskólann og ég lá ekki á lof- inu, heldur lýsti mannlífinu og tækifærunum líkt og textinn væri skrifaður fyrir ferðaskrifstofu að auglýsa tilboð til New York. Aft- ur á móti sljákkaði verulega mikið í mér þegar Þóra kennari fór yfir textann minn, íslenskuspesíalisti með sérlega góð gleraugu; þegar hún skilaði honum til mín varð deginum ljósara að ekkert benti til þess að ég gæti nokkur tím- ann búið til bók. Man að þessi elskulega kona sagði eitthvað í þeim dúr að ungmenni væru hætt að skrifa rétta íslensku; hún hafði lika einhver orð um að ungum rithöfundum væri ábóta- vant í framkomu sinni við gömlu dækjuna („gömlu dækjuna“ er orðalag undirritaðrar sem á þá við íslensku). „Föh,“ samsinnti ég sleikjulega og öldungis forviða á ungæðis- skapnum í þessum rithöfundum, „bölvaðir slöttólfar.“ Svo tók ég lágreist við blaðinu með leiðrétt- ingunum, það minnti á tusku sem notuð hefur verið til að þurrka upp tómatsósu. Dagurinn hafði skilað drjúgum lærdómi. Haraldur lagði inn á framtíðina Um jólin faldi ég einkunnirnar í gömlum inniskó og eftir jól heyrði það til undantekninga ef ég mætti yfir höfuð í skólann. A miðri önn var boðað verkfall, það stóð lengi en þegar því lauk hafði ég ráðið mig sem kaffiuppáhell- ingarstúiku við tökur á íslenskri Síðan lá leiðin í fisk, ræstingar og meira uppvask, ég gætti barna í heilsdagsskóla og fullorðinna á öldrunarheimili, starfaði jafnt til sjávar og sveita við lítinn orðstír — en á óljósum tímapunkti skrifaði ég nokkrar setningar á blað sem áttu eftir að vera upphafið að fyrstu skáldsögu Núna hef ég búið til innvolsið í fjórar barnabækur og þrjár skáld- sögur og einhver heljarinnar býsn í tímarit og dagblöð. En prent- smiðirnir og umbrotsmennirnir, þeir hafa séð um skrokkana. ]á, og maðurinn minn hefur brotið þær flestar um og hannað handa mér kápur, enda grafískur hönn- uður sem hefur meira að segja starfað í prentsmiðju. Stundum er ráð að giftast einhverjum sem kann það sem manni sjálfum er lífsins ómögulega að læra. En til gamans má geta að góð- látlegi kennarinn, sem útskýrði fyrir mér til hvers plötur væru notaðar í dagblaðagerð, heitir Haraldur Blöndal og er afi dóttur mannsins míns. Reyndar kynnti Haraldur manninn minn fyrir tölvum og möguleikum þeirra um svipað leyti og ég hrasaði um sjálfa mig í skólastofunni hans. Þannig á hann stóran þátt í að við getum dregið björg i bú í dag, jafnvel þótt ég hafi fallið með glans á prófi hjá honum. Svona er lifið skrýtið og skemmtilcgt. audur@jonsdottir.com að við ættum að búa til bækling. „jeremias! “ heyrði ég sjálfa mig tauta, skjálfandi á beinunum. Og það var fyllsta ástæða til að vera taugaveikluð þvi timasóknin hafði ekki verið til fyrirmyndar. Aðeins voru liðnar nokkrar vikur af önn- inni þegar ég tók upp þann leiða vana að skrópa í hvert skipti sem kvíðvænlegur tími var fyrir hönd- um — og þeir voru margir þegar annar eins amlóði átti í hlut. Hin- ir nemendurnir nudduðu saman höndum, meira en reiðubúnir að gera bækling, flestir hlökkuðu til en mér sortnaði bara fyrir augum um leið og andstyggileg rödd innra með mér hvíslaði: „Þú átt aldrei eftir að búa til bók.“ í mínum augum var bjargræði að kennarinn skipti nemend- unum niður í fimm hópa, hver hópur átti að gera einn bækling. Aðra sögu var að segja um þá sem höfðu verið skikkaðir i hóp með mér, það var likt og lifsglampinn hefði verið hrifsaður úr augum þeirra þangað til ég rétti úr mér og bauðst til að sjá um kynning- artextann. „Ef þið sjáið um hitt.“ Hópfélagarnir máttu hafa sig alla við að dylja léttinn við að losna við mig úr hugmyndavinn- unni, jafnvel þótt hópurinn minn Prentarinn 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.