Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 34

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 34
Það er rétt að skoða næst muninn á safni og setri samkvæmt safna- lögunum og gera greinarmun á safni, setri og sýningu. Söfn gegna fyrst og fremst söfnunar-, varð- veislu- og rannsóknarhlutverki og eru mikilvægar undirstöður fyrir starf annarra aðila s.s. skóla, fræðimanna, fræðasetra, sýninga og ferðaþjónustuaðila í miðlun sinni. Setur hafa mörg hver ekki skyldum að gegna á sviði söfnunar og varðveislu, þó um rannsóknir og miðlun geti verið að ræða. Yfirleitt bjóða þau upp á sýn- ingar sem tengjast viðfangsefnum þeirra. Þau eru yfirleitt beintengd markaðssetningu í menning- artengdri ferðaþjónustu og hafa sprottið upp af nýjungaþörf. Sýn- ing, sem blasir við gestum, getur verið hluti af starfsemi safns eða seturs, en getur líka verið sjálf- stæð rekstrareining, út af fyrir sig. Ég tel að ákvörðun um safn eða setur snúist að talsverðu leyti um fjármögnun verkefnisins. Varð- veislu- og söfnunarskylda safns er mun meiri en seturs og því gæti safn orðið mun dýrara og erfiðara í allri stjórnun og fjármögnun þegar til lengri tíma er litið. Eftir því sem fjárstuðningur væri meiri af hálfu stuðningsaðila væru því meiri líkur á því að hægt væri að fjármagna uppsetningu og rekst- ur Prentminjasafns. Eg tel samt raunhæfast að stefna að Prent- minjasetri eða Prentsögusetri til að byrja með og meta svo stöðuna þegar stuðningur liggur fyrir við hugmyndina. Aðalmunurinn á safni og setri er hin ríka rann- sóknarskylda safns sem ekki verð- ur uppfyllt nema með skipulegum rannsóknum á sviði prentlistar. Það mætti reyna að fá fyrirtæki í bókaiðnaðinum eða aðra styrktar- aðila til að kosta stöðu prófessors við íslenskan háskóla, fræðimanns sem væri með rannsóknarskyldu á sviði prentlistar. STAÐSETNING Ymsar leiðir koma til greina og hægt er að vera á einum stað á höfuðborgarsvæðinu eða á lands- byggðinni. Flestir prentmunir eru á höfuðborgarsvæðinu og því hall- ast ég að því að ef staðsetningin miðast við einn stað sé rökrétt að hafa Prentsögusetur þar. Ein leið er að staðsetja setrið á Suðurgötusvæðinu (Háskólasvæð- inu) þar sem Þjóðarbókhlaðan, Þjóðminjasafnið og ekki síst Arnastofnun yrði tengd þessu Prentsögusetri og myndi styrkja þá þyrpingu eða klasa húsa og safna sem tengja saman menn- ingararf okkar og þá sérstaklega bókmenntaarfinn. Mér finnst rökrétt að tengja Prentminjasafn eða Prentsögusetur við þetta svæði til enn frekari styrkingar ef byggt yrði nýtt hús í Reykjavík undir starfsemi safnsins eða set- ursins. Einnig má benda á nýlega ákvörðun menntamálaráðherra um sameiningu þessara stofnana og jafnvel sameiginlegs húsnæðis. Ef hinsvegar Prentsögusetrið verður staðsett á landsbyggð- inni væri rökréttast að setja það upp á Hólum í Hjaltadal. Enginn einn staður á landinu er tengdari vöggu íslenskrar prentlistar en Hólastaður. I nágrenni Hóla er Prentsmiðja Siglufjarðar. Tengja mætti Hóla og Siglufjarðarprent- smiðju verkefninu Söguslóð sem er samstarfsverkefni Skagfirðinga og Siglfirðinga. Einnig er stutt frá Hólum til Akureyrar en þar er vísir að prentsýningu í Minjasafni Akureyrar. Aðrir staðir á landsbyggðinni sem kæmu til greina væru: Skálholt, Akureyri (Minjasafnið); Stykk- ishólmur (St. Fransiskusar- prentsmiðjan) og Seyðisfjörður í tengslum við tækniminjasafnið. Aðrir staðir í nálægð við höf- uðborgarsvæðið kæmu einnig sterklega til greina, ekki síst ef aðstaða myndi bjóðast. Það mætti hugsa sér að láta sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og/eða í nágrenni þess bítast um staðsetn- ingu prentsöguseturs eins og þau hafa gert varðandi húsnæði og staðsetningu Listaháskóla Islands og Óperunnar. Þannig gæti náðst mikilvægt framlag til stofnkostn- aðar eða leigu. Einnig kæmi til greina blönduð lausn sem felst í því að vera með miðstöð á höfuðborgarsvæðinu en útibú eða sumarsýningar t.d. á Akureyri, í Skálholti, að Hólum, á Siglufirði, í Stykkishólmi eða á Seyðisfirði. Miðstöð á Reykjavík- ursvæðinu með sýningu sem væri opin árið um kring myndi tryggja almenningi og ferðamönnum aðgang allt árið að prentsögu Islendinga. Sumarsýningar yrðu notaðar til að höfða til erlendra og innlendra ferðamanna og ná til breiðari hóps sýningargesta. Það mætti hugsa sér að sumarsýning væri farandsýning sem færi á milli einhverra ofangreindra staða. STUÐNINGS- OG STYRKT- ARAÐILAR Stuðningur gæti helst komið úr fimm áttum: Fagaðilar, op- inberar stofnanir, þjóðkirkjan, fyrirtæki og einstaklingar. Nefna má jákvætt viðhorf stjórnvalda og úthlutun til menningartengdrar ferðaþjónustu. Prentsögusetur ætti mikla möguleika til að hljóta hæsta styrk og væri verkefni sem félli mjög vel að hugmyndum um menningartengda ferðaþjónustu hvar sem setrið væri staðsett á landinu. Tenging slíks seturs við bókmenntaarf Islendinga myndi tryggja tilverugrundvöll þess um langa framtíð. Meta þarf á fyrstu stigum hvort stefnt verður að nýbyggingu eða leiguhúsnæði en það fer töluvert eftir staðsetn- ingu. Hugsanlegt er að sveit- arfélag eða fyrirtæki leggi fram húsnæði án endurgjalds eða með lágri leigu og þarf að skoða allar slíkar leiðir vandlega. NÆSTU SKREF Stofna þarf formlegan undirbún- ingshóp áhugamanna og fagfólks. Boða þarf sem flesta hugsanlega stuðningsaðila á stofnfund áhuga- mannasamtaka um varðveislu prentminja. Búa þarf til fram- kvæmdaáætlun með rökstuðningi og tímasetningum ásamt tillögum um fjármögnun og rekstur. Hóp- urinn þarf að taka afstöðu til nokkurra meginspurninga svo sem um gerð og staðsetningu. FBM gæti leikið lykilhlutverk og haft frumkvæði að framkvæmd málsins og kallað saman þá aðila sem áhuga hafa. Virkja þarf einnig opinbera aðila og almenning. Eins og fram hefur komið í þess- ari grein er talsverður áhugi á því að hefja undirbúning að því að hefja prentsöguna til vegs og virðingar með því að stofna prent- sögusetur eða prentminjasafn. Mörg rök styðja þá hugmynd að prentmunum og sögu prentlistar á Islandi sé safnað saman á skipuleg- an hátt og settar upp fastar sýn- ingar eða setur. Varðveisla menn- ingararfsins og tenging fortíðar og nútíðar eru veigamikil rök. Einnig er ljóst að slíkt prentsögusetur myndi verða aðdráttarafl fyrir ferðamenn samhliða því að sýna fram á gildi prentlistar og bóka- greina hér á landi. Grein þessi er byggð á ritgerð sem höfundur gerði í Háskóla íslands um menningartengda ferðaþjónustu. Áhugasamir lesendur eru hvattir til að kynna sér efnið nánar í gegnum teng- il á heimasíðu FBM sem vísar á upp- haflegu greinina sem er mun ítarlegri hvað varðar tilvitnanir, útfærslu hug- mynda og heimildir. 34 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.