Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 3
Væntanlega verður þetta síðasti leiðarinn sem ég skrifa í Prent- arann, er ég nú læt af störfum sem formaður FBM. Margt er það sem mér kemur i hug er ég lít yfir farinn veg frá þeim tíma er ég tók við formannsstarfi í september 1993. Fljótlega setti ég fram í dreifibréfi til félags- manna nokkrar þær áherslur er ég vildi beita mér fyrir, svo sem útgáfu fréttabréfs, að halda áfram vinnu að nýju og breyttu námi í samvinnu við skóla, atvinnulíf og menntamálayfir- völd. Ennfremur að hafnar yrðu viðræður við þau félög er næst okkur stæðu á vinnumarkaði, til að forðast deilur um félags- menn og vinnusvæði. Nú spyrja félagsmenn eflaust hvort þetta hafi gengið eftir. Ég get með fullri vissu sagt að svo sé: Félag bókagerðarmanna er nú aðili að Alþýðusambandi Islands og samstarf og samvinna við önnur félög er mjög virk. En það hefur m.a. áunnist með þeirri aðild. Við vorum aðilar að stofnun Fjölmiðlasambands- ins. Félagið er með fulltrúa í Starfsgreinaráði upplýsinga- og fjölmiðlagreina, en það leggur grunninn að námskrá iðn- greinanna. Þá hefur iðnnámi í bókiðngreinum verið gjör- breytt með því að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Félag grafískra teiknara gekk til sam- starfs við FBM árið 2001. En með því tókst að viðhalda fjölda félagsmanna, ekki hcfur fækkað í okkar röðum. Mikil og jöfn uppbygging er í Miðdal, ný orlofshús, glæsileg orlofsaðstaða, golfvöllur í Mið- dal, endurbætt hús á Illugastöð- um og Olfusborgum og bætt við íbúð á Akureyri. Kjarasamningar hafa tekið á sig breytta mynd með lang- tímasamningum sem hafa skilað auknum kaupmætti og mark- verður árangur hefur náðst í því að færa taxta að greiddu kaupi. Lengri samningstími hefur skapað meiri ró á vinnumark- aði. Hver man nú sex og sjö vikna verkföllin sem skiluðu litlu í auknum kaupmætti? Þá hafa ný ákvæði í kjarasamningi um vaktavinnu skilað tilætl- uðum árangri. En blikur gætu verið framundan vegna aukinna fjárfestinga íslenskra prent- smiðja erlendis sem gætu dregið úr atvinnutækifærum félags- manna ef vinnan færi í auknum mæli til erlendra fyrirtækja. Framundan eru spennandi tímar fyrir félagið þar sem mik- il umræða er um frekara sam- starf og samvinnu iðnaðarfélaga. Viðræðurnar í Fræðslumiðstöð iðnaðarins um sameiningu Prenttæknistofnunar, Mennta- félags byggingariðnaðarins, Fræðsluráðs málmiðnaðarins og Fræðsluráðs hótel og matvæla- greina með stofnun Iðunnar. Eg get einnig fullyrt nú er ég læt af störfum sem formað- ur FBM að fjárhagur félagsins stendur með ágætum. En ekkert af þessu hefði áunnist án góðrar samvinnu og styrkrar samstöðu innan stjórn- ar félagsins. Fyrir það vil ég þakka. Því sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. Sæmundur Árnason, mars 2006. KOSNING FORMANNS FBM Eindagi til að skila inn framboðum til formanns í Félagi bókagerðarmanna rann út 10. janúar s.l. Eitt framboð barst, um Georg Pál Skúlason en hann hefur verið varafor- maður félagsins undanfarin ár og tekur við sem formaður á næsta aðalfundi. Kosning stjórnar og varastjórnar FBM 2006-2008 Talning atkvæða var 24. febrúar sl. Niðurstaðan var eftirfarandi: Á kjörskrá voru 1223. Atkvæði greiddu 346 eða 28,3%. Auðir og ógildir voru 2. Til aðalstjórnar: 1. Pétur Ágústsson 176 atkvæði eða 50,9% 2. Páll Reynir Pálsson 168 atkvæði eða 48,6% 3. Oddgeir Þór Gunnarsson 158 atkvæði eða 45,7% 4. Þórgunnur Sigurjónsdóttir 142 atkvæði eða 41 % 5. Sigurður Valgeirsson 139 atkvæði eða 40,2% 6. María H. Kristinsdóttir 129 atkvæði eða 37,3% 7. Örn Geirsson 64 atkvæði eða 18,5% Til varastjórnar: 1. Hrefna Stefánsdóttir 228 atkvæði eða 65,8% 2. Ólafur Emilsson 203 atkvæði eða 58,7% 3. Sæmundur Árnason 189 atkvæði eða 54,6% 4. Óskar R. Jakobsson 188 atkvæði eða 54,3% 5. Garðar Jónsson 150 atkvæði eða 43,4% Réttkjörin í stjórn eru því Pétur Ágústsson, Páll Reynir Pálsson og Oddgeir Þór Gunnarsson. (varastjórn Hrefna Stefánsdóttir, Ólafur Emilsson og Sæmundur Árnason. prentnrmn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hrafnhildur Ólafsdóttir Jakob Viðar Guðmundsson Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir les- enda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Perpetua, Myriad, Univers, Russel Square o.fl Blaðið er prentað á Mediaprint Silk pappír. Hönnun og prentun: Oddi ehf. prentnrinn Forsíðuna gerði: Björk Harðardóttir, Grafískur hönnuður hjá Prentsmiðjunni Odda ehf. Prentarinn 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.