Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 25
PRENTTÆKNISTOFNUN SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI Eigið fé: 7. Yfirlit yfir eigið fé: Eigiðfé 1.1.2005.............................................................. 39.014.818 Hagnaður ársins................................................................ 8.868.831 Eigiðfé 31.12.2005 ........................................................... 47.883.649 Skuldir: 8. Heildarskuldir í árslok námu kr. 1.516.600 og eru þær óverðtryggðar. Ábyrgðarskuldbindingar: 9. Dómsmálum sem hafa verið til meðferðar vegna skulda Margmiðlunarskólans við Spron er lokið með sýknudómi. Eignir Margmiðlunarskólans nema um 10 millj.kr. og er sú fjárhæð á bankareikningi. Ágreiningur er við Rafiðnaðarskólann um endanlegt uppgjör á Margmiðl- unarskólanum varðandi skiptingu eigna og framlaga eigenda til skólans. Önnur mál: 10. Rekstur Prenttæknistofnunar er fjármagnaður með framlagi sem er 1% af launum allra starfsmanna með aðild að FBM samkvæmt samningum frá árinu 1991. Framlagið er ekki dregið beint af launum starfsfólks heldur er launataxti 0,5% lægri en annars væri og atvinnurekendur bæta við 0,5%. Auk þess hefur stofnunin tekjur af námskeiðum. og nú í vor kemur nýtt hús í Miðdal í stað húsa tvö og þrjú sem hafa þjónað okkur í rúm tuttugu ár. Samningur hefur verið gerður við bygg- ingarverktaka um að reisa nýtt orlofshús á því svæði sem orlofshús tvö og þrjú eru og þau verða fjarlægð og nýtt rúmlega 80 fermetra hús sett í staðinn. Verður það með sama sniði og hús sjö. Aætlað er að það verði til útleigu í sumar. Þá stöndum við frammi fyrir því að endurnýja hús fjög- ur og fimm á næstu árum en hús sex er í góðu standi fyrir utan að þar þarf að end- urnýja pall. Það hús var á sínum tíma keypt með það i huga að vera aðstaða fyrir sumarstarfsmann. ORLOFSSVÆÐIÐ Miðdalurinn er ávallt efst- ur í hugum manna þegar orlofsmál eru til umræðu. Þó hefur að sjálfsögðu verið unnið jafnt og þétt að því að bæta aðstöðu á öðrum stöðum þar sem félagið á orlofshús. Líkt og undanfarin ár var nýting orlofshúsanna mikil yfir orlofstímann, maí- september, og má segja að allar vikur i júlí til ágúst hafi verið uppteknar. Vetrarnotk- un orlofshúsa hefur aukist verulega með tilkomu heitra potta sem hefur gefið félags- mönnum aukin tækifæri til að upplifa Miðdalinn í vetr- arríki. Samkvæmt ákvörðun að- alfundar var gengið til samstarfs við golfklúbbinn Dalbúa um uppbyggingu golfvallar í Miðdal. Mikil og vaxandi aðsókn hefur verið að vellinum og sífellt fleiri félagsmenn nýta sér aðstöð- una. Frá upphafi hefur stjórn golfklúbbsins unnið að því jafnt og þétt að byggja upp teiga og flatir og hefur FBM styrkt starfsemina á margan hátt, m.a. með því að kaupa golfskálann ásamt Rafiðn- aðarsambandinu. FBM hefur haldið tíu golfmót í Miðdal, hafa þau tekist mjög vel og eru þau nú árlegur viðburður í starfsemi félagsins. Arleg hreinsunar- og vinnuferð var í Miðdal, við áframhaldandi gerð göngustíga í samvinnu við Miðdalsfélagið. Þau Bjarni Daníelsson og Mía Jensen hafa verið með um- sjón tjaldsvæða og orlofshúsa undanfarin sumur. Góð og vaxandi aðsókn er að tjald- svæðinu og nær hún hámarki um verslunarmannahelgina þegar FBM og Miðdalsfélagið halda sína árlegu barna- skemmtun. Þá hefur verið komið fyrir rafmagnstengl- um á tjaldstæðinu fyrir felli og hjólhýsi. A árinu var sett upp mínígolf á tjaldstæðinu. Bjarni Daníelsson er með íbúðarhús og útihús i Miðdal á leigu ásamt úthaga og hefur hann jafnframt séð um eft- irlit með orlofshúsunum á vetrum. Samstarf er milli Félags málmiðnaðarmanna á Ak- ureyri og FBM um leigu á orlofsíbúð í Reykjavík, sem félagar okkar af landsbyggð- inni hafa nýtt sér. Miðað við reynslu síðustu ára hefur komið í ljós að þetta fyr- irkomulag virðist ckki full- komlega anna eftirspurn á orlofsíbúð í Reykjavík og hafa komið fram itrekaðar fyrirspurnir frá félögum á landsbyggðinni hvort ekki sé tímabært að félagið eignist orlofsíbúð i Reykjavík. Við þeim óskum hefur félagið ekki séð sér fært að verða, en gert var samkomulag við Hótel Vík um afsláttarkjör fyrir félagsmenn um leigu á herbergjum, og verður áhugavert að sjá hvernig félagsmenn nýta sér það. Samstarf er innan Fjölmiðla- sambandsins um leigu á laus- um vikum til félagsmanna. Sumarið 2005 buðum við upp á nýjan valkost fyrir félagsmenn, en við tókum sumarhús á leigu í 10 vikur í Eyjólfsstaðaskógi á Héraði. Þvi miður getur ekki orðið af því á komandi sumri. Eins og kom fram i ársskýslu síðasta árs keypti félagið eldri bústaði í neðra hverfi. Hús- ið við B götu 4 var fjarlægt og lóðin grisjuð en þar er óvenjumikill trjágróður sem ber að vernda og þar er nú kominn útivistargarður fyrir félagsmenn með borði og bekkjum. LÁTNIR FÉLAGAR Frá síðasta aðalfundi hafa 2 félagsmenn látist, þeir eru: Arnkell B. Guðmundsson og Eyjólfur K. Alfreðsson. H Hús númer 7 í Miðdal. Prentarinn 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.