Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 16
FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2005 Skýr. 2005 2004 Rekstrartekjur: Iðgjöld 5.027.939 4.306.351 Rekstrartekjur samtals 5.027.939 4.306.351 Rekstrargjöld: Styrkir og námskostnaður Skrifstofukostnaður 4 2.825.065 1.504.489 4.140.543 1.193.562 Rekstrargjöld samtals 4.329.554 5.334.105 Rekstrarhagnaður (-tap) 698.385 (1.027.754) Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): Vaxtatekjur og verðbætur 3 1.031.863 1.074.361 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 1.031.863 1.074.361 Hagnaður ársins 1.730.248 46.607 V_________________________ J Bókavarðafélagið, Hagþenkir, Bókaútgefendur og Samtök bóka og ritfangaverslana að- ilar að sambandinu. Bóka- sambandið hefur undanfarin ár gengist fyrir átaki á degi bókarinnar 23. apríl, til að vekja athygli á bókaútgáfu og bóklestri. I desember birti Bókasambandið upplýsingar um prentstað íslenskra bóka er komu út fyrir síðustu jól og var skýrslan birt í Prent- aranum. Fulltrúi FBM í stjórn Bókasambandsins er Bragi Guðmundsson. ÚTGÁFUMÁL Frá síðasta aðalfundi hefur ritnefnd Prentarans unnið ötullega að útgáfu blaðs- ins. Komið hafa út tvö blöð með fjölbreyttu efni. Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna söguna ásamt öðru fjölbreyttu efni og frásögnum úr félagslífinu. Fréttabréfið, með stuttum og afmörkuð- um fréttum og auglýsingum úr félagsstarfinu, var gefið út tvisvar sinnum á starfsárinu. Þá gaf félagið út dagbók er allir félagsmenn fengu senda. Heimasíða félagsins er nú orðin vel virk og eru félags- menn í siauknum mæli farnir að nýta sér hana. FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKA- GERÐARMANNA Sjóðurinn styrkir m.a. nám- skeið sem félagsmenn sækja hjá Tómstundaskólanum um 50% eða allt að kr. 12.000. Einnig hafa almenn tungu- málanámskeið verið styrkt. Sjóðurinn stendur straum af kostnaði námskeiða hjá Prenttæknistofnun fyrir atvinnulausa félagsmenn. Felst það í því að greiða námskeiðsgjöld og í greiðslu iðgjalda fyrir atvinnulausa félagsmenn í prenttæknisjóð. Einnig styrkir hann félaga til náms erlendis. Alls var veitt- ur 41 styrkur til almenns náms kr. 1.354.841. 57 Tóm- stundastyrkir kr. 514.400. 6 styrkir vegna atvinnulausra, 15 styrkir kr. 411.000 til náms erlendis á stutt nám- skeið og 3 styrkir voru veitt- ir til lengra náms, að upphæð kr. 270.000. Stjórn Fræðslusjóðs skipa Georg Páll Skúlason, Sæ- mundur Árnason og Harald Dean Nelson frá Samtökum iðnaðarins. SJÚKRASJÓÐUR Sjúkrasjóðurinn hefur nú sem hingað til komið sér vel fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna veikinda. Eins hefur sjóðurinn styrkt félaga í forvarnarstarfi og þegar sjúkraþjálfun eða sjúkranudd hefur verið nauðsynlegt. A síðasta ári fékk 31 félagsmað- ur greidda sjúkradagpeninga að upphæð u.þ.b. 13,8 millj- ónir. Afar mismunandi er hve lengi hver og einn þarf á sjúkradagpeningum að halda. Réttur til sjúkradagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vikurnar og 50% næstu 78 vikurnar. Þannig geta sjúkra- dagpeningar varað frá einum degi og allt að tveimur árum. Eins og reglugerð sjóðs- ins kveður á um veitti hann 16 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.