Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 20
Vikan í tölum 2 Airbus A320 vélar af árgerð 2010 bættust í vikunni í flota Wow air. Tvær til viðbótar munu bætast við fyrir sumarið. Þúsundir barna alast upp án þess að búa hjá báðum foreldrum 15 þúsund skilnaðarbörn Á Íslandi eru rúmlega 15 þúsund börn undir 18 ára aldri sem eiga foreldra sem hafa skilið ein-hvern tímann á ævi þeirra. Ef skoða á fjölda barna sem býr ekki hjá báðum foreldrum má bæta við þessa tölu því 12 þúsund íslenskra barna fæddust utan hjónabands. Þetta fann ég út eftir mikið grúsk í tölum frá Hagstofu Íslands. Ekki er hægt að leggja þessar tvær tölur saman til að finna út fjölda barna sem búa ekki hjá báðum foreldrum því eflaust er hér um sömu börnin að ræða í einhver skipti, til að mynda þegar einstæð móðir sem átt hefur barn utan sambúðar fer í sambúð með nýjum manni og skilur svo við hann. Í slíku tilfelli telst barnið hennar tvisvar, annars vegar sem barn sem fæðist utan hjónabands og hins vegar sem skilnaðarbarn. Mér hefur ekki tekist að finna upplýsingar um fjölda þeirra sem fara í sambúð að nýju eftir sambúðarslit – en hins vegar má finna tölur um þann fjölda fólks sem fer í sambúð eða hjóna- band eftir lögskilnað. Á árinu 2011 voru það um 950 af þeim 6900 sem skráðu sig í sambúð eða gengu í hjónaband á árinu. Sem sagt, ófáir. En það er ekki aðalatriðið hér. Ætlun mín með þessari talnaleikfimi er einfaldlega sú að benda á þann mikla fjölda barna og fjölskyldna sem búa við svokölluð stjúptengsl. Ég og maðurinn minn eigum þrjú af þessum 15 þúsund skilnaðarbörnum og annað sem er orðið fullorðið. Að auki tvö saman. Við erum því nánast orðin sjálfskipaðir sérfræðingar í stjúptengslum, því eins og ég hef áður sagt frá í pistli hér í þessu blaði, eiga börnin okkar sex samtals 11 for- eldri. Stjúptengslin hafa reynst krefjandi og mikil áskorun í okkar sambandi. Við erum sem betur fer bæði öll af vilja gerð til þess að leggja okkur fram sem foreldrar, jafnt sem foreldrar eigin barna og stjúpbarna. Það var ekki fyrr en ég fór að ræða um þau verkefni sem við þurfum að takast á við nánast daglega er ég fékk slík viðbrögð frá fólkinu í kringum mig sem er í sömu stöðu að ég áttaði mig á því að hér er um málaflokk að ræða sem er veruleiki svo ótalmargra en allt of fáir ræða upphátt. Ég er stolt að segja frá því að ég var í vikunni kjörin í stjórn Félags stjúpforeldra. Félagið var stofnað árið 2005 og hefur barist ötullega fyrir því, undir stjórn Val- gerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa, að auka sýnileika stjúpfjölskyldna í samfélaginu. Ég vil gera mitt til að leggja þessu þarfa málefni lið enda ófáar fjölskyldurnar sem glíma við flókinn veruleika stjúptengsla daglega. Það hefur hjálpað okkur hjónum hvað mest að fá stuðning sérfræðinga og annarra stjúpforeldra í þessu verkefni okkar. Við erum heppin. Fjöldi stjúpforeldra fær engan stuðning. Þeim vill félagið hjálpa og hefur til að mynda tekið upp þá nýjung að bjóða upp á ókeypis símaráðgjöf einu sinni í viku, sem ég er sannfærð um að mun nýtast mörgum. Það er engin skömm að því að leita aðstoðar, þvert á móti. Þeir sem biðja um hjálp gera það fyrst og fremst vegna þess að þeir vilja bæta sig sem stjúpforeldrar. Og það er börnunum í hag. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Ég og maðurinn minn eigum þrjú af þessum 15 þúsund skilnaðarbörnum – og annað sem er orðið fullorðið. Að auki tvö saman. Fimmtudaginn 18. apríl kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 verða afhent á þinginu. DAGSKRÁ Ávarp ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Fostering gazelles in Iceland compared with the other Nordic countries Glenda Napier, Head of Analysis, The Danish Cluster Academy. Managing fast growing companies Patrik Backman, Managing Partner at Open Ocean Capital. Hefði CCP getað vaxið hraðar? Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Tónlistaratriði Nýsköpunarverðlaun Íslands 2013 afhent Fundarstjóri er Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Húsið opnar kl. 8:00 með léttum morgunverði fyrir gesti. Skráning á www.nmi.is eða í síma 522-9000. NÝSKÖPUNARÞING Íslensk sprettfyrirtæki – skilyrði og árangur www.mba.is Kynntu þér MBA-nám við Háskóla Íslands. Kynningarfundur og létt hádegishressing 24. apríl kl. 12-13 í stofu 101 á Háskólatorgi Skoraðu á þig og taktu skrefið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir Framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala „Eitt af því sem ég nýtti mér úr MBA- náminu var innleiðing á stefnumiðuðu árangursmati á Landspítala“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Saman getum við knúið fram afdráttarlaust uppgjör við hrunið 321.857 manns voru búsettir á Íslandi hinn 1. janúar síðastliðinni. Þeim fjölgaði um 2.282 frá árinu áður. 3 heimaleiki Manchester United hefur útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sótt í vetur. Liðið hefur tapað þeim öllum. Þetta eru þrír af fjórum tapleikjum liðsins á heimavelli í vetur. 6. barn kvikmynda- leikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar er væntanlegt í heiminn 25. apríl. Hrafn er 64 ára og hefur ófæddur sonurinn þegar fengið nafnið Anton Aríel. 19 sæti stökk íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu upp um á styrkleikalista FIFA eftir sigur þess á Slóveníu í undan- keppni HM. Ísland er nú í 73. sæti listans. 20 fréttir Helgin 12.-14. apríl 2013 vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.