Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 24
B jörg Þórhallsdóttir er stórt nafn í norskum listheimi. Hún sló fyrst í gegn með grafíkverkum sínum en nú skrifar hún einnig bækur, heldur fyrirlestra og hannar föt, skart og fylgihluti. Þá sinnir hún góðgerðarmálum af miklu kappi og reynir fyrst og fremst að styðja við bakið á bágt stöddum konum víða um heim. Björg var ekki orðin tveggja ára þegar for- eldrar hennar fluttu með hana frá Ísafirði til Noregs og hún hefur alla tíð verið á heims- hornaflakki. Römm er þó sú taug sem bind- ur hana við Ísland og þá ekki síst Vestfirði en hún segist alltaf líta á sig sem Íslending og þrátt fyrir allt flakkið finnist henni hún alltaf vera komin heim þegar hún kemur hingað og fær íslenska vinda í fangið. „Ég veit bara að ég var búin til í kringlóttu rúmi vegna þess að pabba þótti svo vænt um mömmu og í hringlaga rúmi þurfti hún alltaf að liggja nálægt honum vegna þess að ann- ars myndi hún detta fram úr,“ segir Björg geislandi af gleði og hressileika. „Mamma og pabbi fluttu síðan út en ég kom til baka þegar ég var nítján ára og bjó hér í eitt ár og ég kem hingað alltaf tvisvar, þrisvar á ári. Ég elska að vera á Íslandi. Þótt Íslendingum finnist ég kannski ekki vera mjög íslensk þá finnst mér ég vera rosalega íslensk.“ Björg hefur alla tíð verið listhneigð og fór í listnám til Barcelona og síðar í listahá- skólanum í Toulouse í Frakklandi. Í nám- inu heillaðist hún af grafík og vann verk sín meðal annars á vinnustofu sem ekki ómerkari málarar en Picasso, Míró og Dalí störfuðu á. „Eftir námið í Barcelona fór ég með bestu vinkonu minni úr skólanum á flakk um Evrópu þar sem við stöldruðum við í nokkra mánuði og bjuggum til glermyndir í glugga ýmissa bygginga, meðal annars á Suður-Spáni og í Mónakó. Ég var eitthvað í kringum 26 ára þarna og þetta var alveg ótrúlegur tími í lífi mínu.“ Ást á fimmtán mínútum Þetta flakk endaði í Frakklandi þar sem Björg tók að sér að glerskreyta jóga-hof fyrir eiginkonu moldríks manns og mikils listunndanda. Og þar gripu örlögin hraust- lega í taumana. „Þetta verk tók hálft ár og á meðan kynntist ég þessum manni mjög vel og hann sýndi mér listaverkin sín. Þetta er stórkostlegt safn og þarna sá ég með eigin augum verk sem ég hafði aðeins séð í lista- sögubókum og lét mig aldrei dreyma um að komast í tæri við. „Þetta var alveg sjúkt allt saman en ég staldraði sérstaklega við ótrúlega fallega málaða mynd af manni sem var að synda í kafi. Ég spurði hver hefði málað myndina og var þá sagt að listamaðurinn, Eric Scott, byggi þarna í fjöllunum fyrir ofan og eigand- inn bauðst til þess að hringja í hann og leyfa mér að hitta hann.“ Síðan var ekið upp í fjöll og þar sem Björg sat og beið eftir því að listamaðurinn léti sjá sig tók hún eftir vægast sagt myndar- legum manni sem stefndi í áttina til hennar. „Ég horfði á hann og hugsaði með mér: Vá! Sex on legs!,“ segir Björg og skellihær. „Svo kemur í ljós að þetta var listamaðurinn sem við áttum að hitta. Hann sest við hliðina á mér og ég kiknaði alveg í hnjánum og var bergnumin á meðan við töluðum um lista- sögu og allt mögulegt annað. Eftir fimmtán mínútur horfir hann á mig og segir á ensku: „Jæja, Björg. Viltu þá giftast mér?“ og ég sagði auðvitað já,“ segir hún og skellir upp úr. „Og mánuði seinna giftum við okkur í sólsetrinu á strönd á Miami.“ Eric var 30 árum eldri en Björg þegar þau kynntust. Hún var 26 ára en hann 56. „En mér var alveg sama vegna þess að hann var svo heillandi. Það mátti aldrei líta af honum í meira en tvær mínútur þá var hann bara umkringdur konum. Og körlum! Hann leit út eins og einhvers konar blanda af sjóræn- ingja og rokkstjörnu og var alveg heillandi.“ Hjónin flugu síðan til Suður-Frakklands þar sem þau héldu fjögurra daga brúðkaups- veislu í húsi sem Dave Stewart, úr hljóm- sveitinni Eurythmics, lánaði þeim en Eric var hátt skrifaður hjá frægðarfólki sem keypti verk hans í stórum stíl. Eyðingarmáttur alkóhólismans Björg og Eric settust að í Suður-Frakklandi og í mars árið eftir fæddist þeim sonurinn Þórhallur Scott, sem er alltaf kallaður Tolli. Hjónabandið varð þó hins vegar ekki alveg eins og brúðurin unga hafði séð fyrir sér. „Þetta var mjög erfitt hjónaband vegna þess að hann var alkóhólisti þannig að ég var alltaf að fara frá honum. Fram og til baka, en við elskuðum samt hvort annað alltaf. Þetta gekk bara svona vegna þess að hann drakk svo mikið þannig að það var eig- inlega ekki hægt að hafa barn á heimilinu. En ég hætti aldrei að elska hann. Maður hættir ekkert að elska. Þegar ég fór frá honum í sjöunda skipti fór ég heim til Noregs og var þar þegar nágrannakona okkar hringdi og sagði mér að Eric hefði fundist látinn heima. Þá var ég þrítug og Tolli tveggja og hálfs árs.“ Björg segir að útför Erics hafi verið eins og samkoma furðufugla. „Hann elskaði kon- ur og átti fimm börn með fimm konum og helling af fyrrverandi kærustum og þær mættu þarna í löngum röðum, allar með svört sólgleraugu.“ Allar hötuðust þessar konur innbyrðis þannig að andrúmsloftið var sérkennilegt en léttist aðeins þegar kom af því að kasta ösku Erics fram af fjalli sem stóð við Nice. „Það var svo skrýtið hvað þetta var mikil aska miðað við hvað hann var mjór maðurinn,“ hlær Björg. Þannig að þegar allir hans nán- ustu, eiginkonurnar fyrrverandi og börn, höfðu kastað sinni handfylli var enn töluvert eftir af listamanninum í kerinu. Þá tók næst yngsti sonur hans upp á því að tæma kerið upp í vindinn og „við fengum þetta allt beint framan í okkur og allt í einu voru bara allir komnir með Eric í eyrun og upp í munninn og nefið. Þannig að þetta endaði nú bara Tók bónorði eftir fimmtán mínútna kynni Þetta var mjög erfitt hjóna- band vegna þess að hann var alkóhólisti þannig að ég var alltaf að fara frá honum. Fram og til baka, en við elskuðum samt hvort annað alltaf. Björg Þórhallsdóttir er einhver þekktasta myndlistarkona Noregs og vegur hennar hefur vaxið hratt frá því hún sneri óþekkt og allslaus heim fyrir rúmum sjö árum eftir fráfall eigin- manns hennar í Frakklandi. Þá sneri hún baki við hálfgerðu Hollywood-lífi og byrjaði aftur frá grunni. Björg var getin í hringlaga rúmi á Ísafirði þar sem hún fæddist árið 1974. Tæpra tveggja ára flutti hún með foreldrum sínum til Noregs en hún segist alltaf líta á sig sem Íslending og hún er stolt yfir vestfirskum uppruna sínum. Í list sinni hvetur Björg fólk og þá ekki síst konur til þess að vera þær sjálfar og láta draumana rætast. Boðskapur hennar hefur fallið vel í kramið hjá Norðmönnum og hún vill breiða fagnaðareindi sitt út á Íslandi. Framhald á næstu opnu Lj ós m yn d/ H ar i 24 viðtal Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.