Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 30

Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 30
K ristín Eysteinsdóttir er fastur leikstjóri við Borgarleikhúsið og það kom í hennar hlut að setja á svið þrjú stutt leikverk ungra höfunda sem urðu fyrir valinu að undangenginni samkeppni sex skálda sem leikhúsið fékk til þess að skrifa leik- rit um það sem helst brennur á þeim. Kristín segir vinnuna við sýninguna Núna! óvenjulega en um leið mjög ánægjulega og stresslausa en ástæðuna fyrir því telur hún ekki einungis skrifast á þann sterka hóp sem stendur að sýningunni með henni heldur spili einnig mögulega inn í að hún sé uppfull af ein- hverjum hamingjuhormónum þar sem hún er gengin sex mánuði með fyrsta barn sitt og eiginkonu sinnar, Katrínar Oddsdóttur lögfræðings, en Kristín á von á sér um miðjan júlí. Núna! er frumsýnt í kvöld, föstudagskvöld, og Kristín fylgir verkinu vitaskuld eftir og snýr sér um leið að því að skipuleggja næstu verkefni Borgarleik- hússins ásamt samstarfsfólki sínu fram eftir vori. „Leikhúsið fer síðan í sumarfrí um miðjan júní og þá tekur bara gott frí við,“ segir Kristín. „Þetta er mjög mikil tarnavinna í leikhúsinu. Maður vinnur mikið á veturna og fær svo gott frí á sumrin og hleður þá batteríin.“ Ætluðu að ættleiða Og þetta sumar verður sérstaklega viðburðaríkt í lífi Kristínar en þá á hún von á sínu fyrsta barni. „Barnið á að koma um miðjan júlí og svo verð ég í fæðingaror- lofi fram að áramótum en þá ætlar Kata að taka við og fara í orlof þannig að ég stefni að því að leikstýra verki í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við erum ótrúlega hamingjusamar með þetta og það eru mjög spennandi Þrjú leikrit núna og barn í sumar Leikstjórinn Kristín Eysteinsdóttir lýkur leikárinu í Borgarleikhúsinu með sýningunni Núna! sem rammar inn þrjú stutt leikrit ungra höfunda sem takast á við samtímann á ólíkan hátt. Þegar tjaldið fellur í vor siglir Kristín inn í viðburðaríkt sumar en hún á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, lögmanninum Katrínu Oddsdóttur, sem einnig sat í stjórnlagaráði. Katrín Oddsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og hemingjan svífur yfir pólitísku heimili þeirra þar sem þær rýna í upplausnina í samfélaginu en Katrín sat í stjórnlagaráði og hefur reynt að leggja sitt af mörkum til þess að koma reglu á óreiðuna. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu – fyrst og fre mst ódýr! 40 DÚNDURveRð! 299 kr.pk. verð áður 4 98 kr. pk. Honey Che erios, 375 g 40% afsláttur 6 pakka r á mann! Hámark Góður og þægilegur jepplingur Ásett verð 2560 þ. kr. en er til sölu á 1690 þkr. staðgr, 2,7l vél, ný tímareim, heilsárs dekk, sjálfsk., 4x4, ekinn 105 þ. km. Uppl. 695 5524 Guðrún Dadda Ásmundardóttir Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu Upplýsingar og innritun í S. 567 0300 Þarabakka 3 Góð þekking á undirstöðum umferðarinnar er gott vegarnesti fyrir framtíðarökumenn! MÓTORHJÓL Í SUMAR? NÁMSKEIÐ HEFJAST Fagmennska í fararbroddi. Ökuskólin í Mjódd býður upp á ölda gagnlegra námskeiða um umferðarmál www.bilprof.is Bifhjól 15. og 16. apríl Létt bifhjól 17. og 18. apríl 30 viðtal Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.