Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 33
seeglasgow.is
Áhyggjulaust líf á frábærum
börum og veitingastöðum.
Náðu frítt í
Glasgow appið
kr19.800 aðra leið með
sköttum og gjöldum
ákveðnir þættir í leikmyndinni
sem eru alltaf notaðir aftur og aft-
ur, bara á ólíkan hátt sem ég held
að sé mjög gaman fyrir áhorfendur
að vera vitni að. Að sjá hvernig
hvert verk er tæklað í þessum að-
stæðum. Við sýnum verkin með
hléum þannig að áhorfendur fá
tuttugu mínútur á milli verka,
geta staðið upp, fengið sér drykk
og velt hlutunum aðeins fyrir sér.
Hver sýning fær þannig alveg
sinn tíma og rými og úr verður
skemmtileg kvöldstund.“
Sex leikarar deila með sér öllum
hlutverkunum og Krístín segir
að þannig muni áhorfendur sjá
suma leikarana spreyta sig á mjög
ólíkum hlutverkum á einu og sama
kvöldinu.
Sem fastráðinn leikstjóri við
Borgarleikhúsið tekur Kristín
mikinn þátt í verkefnavali og þess
háttar vinnu auk þess að leikstýra.
Því má segja að hún hafi verið með
í þessu ferli frá upphafi þar sem
hún var með í ráðum alveg frá for-
vali verkanna.
„Ég tók svona óbeinan þátt í
þessu ásamt mörgum öðrum og
þá var ekkert búið að ákveða að
ég myndi taka verkefnið að mér.
Það gerðist síðar en þegar það var
frágengið byrjaði ég á því að hitta
höfundana og heyra þeirra hug-
myndir og pælingar. Við leiklásum
verkin nokkuð oft og einhver
þeirra tóku miklum breytingum á
æfingatímanum.“
Við þrífumst á öfgum
Katrín, eiginkona Kristínar, vakti
mikla og verðskuldaða athygli
fyrir vasklega framkomu í Búsá-
haldabyltingunni og skörulega
ræðu á Austurvelli þegar þung-
inn í mótmælaöldunni var hvað
þyngstur. Katrín tók síðan sæti í
stjórnlagaráði þannig að varla þarf
að spyrja hvort mikið sé talað um
pólitík á heimili þeirra.
„Við erum báðar mjög pólitískar
og höfum rætt þetta allt mikið
heima, ekki síst eftir að stjórnar-
skrármálið rann út í sandinn á
þingi. Mér finnst bara ekki hægt
að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una svona og skil ekki hvers
vegna þingið reyndi ekki að skila
þessu sómasamlega frá sér. Mér
fannst mjög leiðinlegt að þingið
skyldi ekki ná að klára þetta. Þetta
einkenndist bara af einhverjum
hrossakaupum þarna í lokin þegar
allir voru einhvern veginn bara að
gera einhverja díla. Maður gafst
svolítið upp, og ekki í fyrsta sinn, á
þessu flokkakerfi og klíkudóti öllu
saman og ég er mjög óákveðin um
hvað ég ætla að kjósa.
Það er eins og við þrífumst bara
á einhverjum öfgum og allir vilji
bara allir komast á nýtt fyllirí.
Kjósa bara Framsókn og gefa aftur
allt í botn. Þetta er mjög skrýtið og
maður skilur þetta ekki alveg.“
Sviðsett samskipti
í samtímanum
Kristín segist tvímælalaust telja
að leikhúsið sé vettvangur til þess
að takast á við og greina samtím-
ann. „Það er alltaf í samtímanum
sem leikhúsið verður að finna
einhvern snertiflöt. Hvort sem
þú ert með nýtt verk eða klassík
þá þarf að finna út af hverju þetta
á erindi í dag og af hverju þetta
snertir mig núna. Ég held að þetta
sé einmitt það sem við erum að
reyna að gera. Eitt verkið fjallar
til dæmis mjög mikið um þessa
Facebook-kynslóð og þennan heim
sem einkennist af samskiptum
sem eru ekki raunverulega sam-
skipti. Heldur einhvers konar
sviðsett samskipti þar sem fólk
sviðsetur sitt eigið líf með mis-
munandi ásetning í huga. Oftast
bara til þess að koma vel út. Þetta
talar náttúrlega mjög sterkt til
samtímans og alls þessa heims
sem maður hefur kannski ekki
séð tæklaðan raunverulega á leik-
sviði áður. Það er mjög spennandi
en þetta eru alls konar sögur og
ólíkar.“
Í hamingjuhormónarússi
Kristín er pollróleg fyrir frum-
sýninguna en samt mjög spennt.
„Þetta hefur gengið mjög vel, ég er
með sterka leikara og listamenn í
þessu með mér en auðvitað er það
mjög mismunandi hvort maður er
stressaður eða ekki fyrir frum-
sýningu en ég er alveg ágætlega
æðrulaus og róleg núna. Ég veit
ekki hvort það er bara eitthvert
happý hormón sem ég er á út af
óléttunni. Ég bara veit það ekki.
Ég hef líka heyrt margar kon-
ur tala um að maður stressar sig
minna yfir hlutum þegar maður
gengur með barn og ég held að
það sé mikið til í því og það er
mjög gott. Maður leyfir sér bara
ekki að stressa sig um of og hugs-
ar betur um sig og getur ekki leyft
sér að lifa bara á kaffi. Sem er líka
fínt og gefur manni í rauninni bara
betri einbeitingu ef eitthvað er.
Maður hefur dálítið val um hversu
mikið maður spennir sig upp
og maður tekur ekkert endilega
bestu ákvarðanirnar þegar maður
er mjög stressaður,“ segir leik-
stjórinn sem færist spennt en þó
afslöppuð nær nýju og merkingar-
þrungnu móðurhlutverkinu.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Kristín frumsýnir síðustu sýningu Borgarleikhússins um
helgina og handan við hornið er sumarfrí og lítið barn.
viðtal 33 Helgin 12.–14. apríl 2013