Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 40
40 ferðir Helgin 12.–14. apríl 2013
Zurich iðnaðarhverfi verður vinsæll ferðamannastaður
Á hálftíma fresti siglar bátar frá kajanum
við Zurich-vatn með
ferðamenn sem vilja
virða fyrir sér hina lag-
legu miðborg frá nýju
sjónarhorni. Fleyin sem
ferja fólkið voru smíðuð
í vesturhluta Zurich og
lengra náði ekki tenging
hverfisins við ferðaþjón-
ustu borgarinnar. Í dag
hefur skipasmiðjan hins
vegar breytt um ham og
hýsir nú stórt leikhús,
tónleikastað og vinsælt
veitingahús. Þessi breyt-
ing er svo vel lukkuð
að hún er talin ástæða
þess að þess að vestur-
bær Zurich hefur öðlast
nýtt líf.
Stjórnleysi í Sviss
Það voru nefnilega ekki
aðeins skipasmiðirnir
sem létu sig hverfa
því nær öll gömlu iðn-
aðarfyrirtækin yfir-
gáfu borgina. Eftir stóð
mikið af ónýttu svæði
og skemmum sem hafa
verið endurnýttar á fjöl-
breyttan og frumlegan
hátt síðastliðin áratug.
Oft án þess að sótt hafi
verið um tilskilin leyfi.
Þannig opnaði einn
þekktasti tískuvöru-
framleiðandi landsins
búð í gámastæðu og
einn vinsælasti matsölu-
staður borgarinnar, Les
Halles, er til húsa í hrör-
legri skemmu. Þessi
ringulreið fellur ekki að
ímyndinni um hina fer-
köntuðu Svisslendinga
og það er kannski hluti
af aðdráttarafli vestur-
bæjarins í Zurich.
Líf undir brúnni
Það er meiri röð og
regla við Viadukt
lestarbrúna sem stendur
á þurru landi á mörkum
gamla og nýja vestur-
bæjarins. Á götuhæð
brúarinnar er um þrjátíu
verslanir, vinnustofur
og veitingastaðir og við
Endurunninn vesturbær
Túristar áttu fyrst nýverið erindi í vesturhluta Zurich og heimamenn fóru þangað bara til að
vinna. Í dag er keppst um íbúðirnir á svæðinu og þetta gamla iðnaðarhverfi er að verða einn
helsti viðkomustaður ferðamanna í borginni. Kristján Sigurjónsson leit þar við.
Miðpunkturinn Viadukt lestarbrúarinnar er veitingahúsið og barinn sem er við hana kennd. Ljósmynd/Viadukt
enda hennar er stór matarmark-
aður með lífrænum vörum. Þetta
samgöngumannvirki er í dag eitt
helsta aðdráttarafl svæðisins en
var áður aðeins notað til að flytja
fólk og vörur í gegnum hverfið.
Hið nýja líf vesturbæjar-
ins er rétt að hefjast og miklar
framkvæmdir eru áformaðar
á svæðinu næstu ár. Það er því
líklegt að hverfið eigi eftir að
verða skyldustopp hjá túristum í
Zurich í framtíðinni líkt og báts-
ferðirnar eru í dag.
Kristján Sigurjónsson
ritstjorn@frettatimnn.is
Kristján Sigurjónsson heldur úti
ferðavefnum Túristi.is en þar má
lesa meira tengt ferðalögum til Zu-
rich.
Skammt frá eina skýjakljúfnum í Zurich er að finna þetta óvenjulega háhýsi töskuframleiðand-
ans Freitag. Ljósmynd/Freitag
Hótelbarinn
Prime Tower
er heldur
misheppnað
glerhýsi í
vesturbæ
Zurich en
barinn Hotel
Rivingtons
and sons er
vel lukkaður.
Ljósmynd/
Hotel_bar
Afreksfólk öræfanna
Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu
Nýtt fræðslurit FÍ
Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ
SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!
FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is
Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um
fjöllunar efnið æviferill þeirra Fjalla
Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að
vekja aðdáun enn í dag, hvernig
Eyvindur og Halla gátu bjargað sér
uppi á öræfum á þeim árum þegar
harðindi og hörmungar geisuðu um
byggðir landsins og mörg hundruð
manna fóru á vergang í byggð og
dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir
fjalla garpa nútímans að setja sig
í spor Eyvindar og Höllu og keppa
við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað
klæðnað og allan útbúnað snertir til
dvalar á fjöllum.
www.fi.is
Stykkishólmur
Gæðagisting
Gæðagisting í Stykkishólmi.
Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark)
í júni / júlí / ágúst / september.
Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur
pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund.
Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF-
www.orlofsibudir.is s. 861 3123
Yamaha Grizzly 700 ´08.
Ek: 11 þús. 27“ Big Horne.
Vökvastýri.
Kassi með aukasæti.
Einn eigandi og góð þjónusta.
Aukastuðarar.
Verð: 890 þús.
Engin skipti.
Uppl: Tómas 895 9974.
Þórður Björn Sigurðsson
Saman getum við
tryggt þjóðinni nýja
stjórnarskrá og
lýðræðisumbætur