Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 40
40 ferðir Helgin 12.–14. apríl 2013  Zurich iðnaðarhverfi verður vinsæll ferðamannastaður Á hálftíma fresti siglar bátar frá kajanum við Zurich-vatn með ferðamenn sem vilja virða fyrir sér hina lag- legu miðborg frá nýju sjónarhorni. Fleyin sem ferja fólkið voru smíðuð í vesturhluta Zurich og lengra náði ekki tenging hverfisins við ferðaþjón- ustu borgarinnar. Í dag hefur skipasmiðjan hins vegar breytt um ham og hýsir nú stórt leikhús, tónleikastað og vinsælt veitingahús. Þessi breyt- ing er svo vel lukkuð að hún er talin ástæða þess að þess að vestur- bær Zurich hefur öðlast nýtt líf. Stjórnleysi í Sviss Það voru nefnilega ekki aðeins skipasmiðirnir sem létu sig hverfa því nær öll gömlu iðn- aðarfyrirtækin yfir- gáfu borgina. Eftir stóð mikið af ónýttu svæði og skemmum sem hafa verið endurnýttar á fjöl- breyttan og frumlegan hátt síðastliðin áratug. Oft án þess að sótt hafi verið um tilskilin leyfi. Þannig opnaði einn þekktasti tískuvöru- framleiðandi landsins búð í gámastæðu og einn vinsælasti matsölu- staður borgarinnar, Les Halles, er til húsa í hrör- legri skemmu. Þessi ringulreið fellur ekki að ímyndinni um hina fer- köntuðu Svisslendinga og það er kannski hluti af aðdráttarafli vestur- bæjarins í Zurich. Líf undir brúnni Það er meiri röð og regla við Viadukt lestarbrúna sem stendur á þurru landi á mörkum gamla og nýja vestur- bæjarins. Á götuhæð brúarinnar er um þrjátíu verslanir, vinnustofur og veitingastaðir og við Endurunninn vesturbær Túristar áttu fyrst nýverið erindi í vesturhluta Zurich og heimamenn fóru þangað bara til að vinna. Í dag er keppst um íbúðirnir á svæðinu og þetta gamla iðnaðarhverfi er að verða einn helsti viðkomustaður ferðamanna í borginni. Kristján Sigurjónsson leit þar við. Miðpunkturinn Viadukt lestarbrúarinnar er veitingahúsið og barinn sem er við hana kennd. Ljósmynd/Viadukt enda hennar er stór matarmark- aður með lífrænum vörum. Þetta samgöngumannvirki er í dag eitt helsta aðdráttarafl svæðisins en var áður aðeins notað til að flytja fólk og vörur í gegnum hverfið. Hið nýja líf vesturbæjar- ins er rétt að hefjast og miklar framkvæmdir eru áformaðar á svæðinu næstu ár. Það er því líklegt að hverfið eigi eftir að verða skyldustopp hjá túristum í Zurich í framtíðinni líkt og báts- ferðirnar eru í dag. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatimnn.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar má lesa meira tengt ferðalögum til Zu- rich. Skammt frá eina skýjakljúfnum í Zurich er að finna þetta óvenjulega háhýsi töskuframleiðand- ans Freitag. Ljósmynd/Freitag Hótelbarinn Prime Tower er heldur misheppnað glerhýsi í vesturbæ Zurich en barinn Hotel Rivingtons and sons er vel lukkaður. Ljósmynd/ Hotel_bar Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunar efnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjalla garpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum. www.fi.is Stykkishólmur Gæðagisting Gæðagisting í Stykkishólmi. Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark) í júni / júlí / ágúst / september. Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund. Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF- www.orlofsibudir.is s. 861 3123 Yamaha Grizzly 700 ´08. Ek: 11 þús. 27“ Big Horne. Vökvastýri. Kassi með aukasæti. Einn eigandi og góð þjónusta. Aukastuðarar. Verð: 890 þús. Engin skipti. Uppl: Tómas 895 9974. Þórður Björn Sigurðsson Saman getum við tryggt þjóðinni nýja stjórnarskrá og lýðræðisumbætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.