Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 64

Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 64
 Í takt við tÍmann Helga einarsdóttir Sveitastelpa sem má ekki ganga á háum hælum Helga Einarsdóttir er 25 ára körfuboltastelpa í KR og nemi í heilbrigðisverkfræði. Hún er frá Sauðárkróki og veit fátt betra en að fara á hestbak með pabba í sveitinni. Helga er kaffisjúklingur og elskar sveitaböll. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er voða þægi- legur. Þegar ég fer úr íþróttadress- inu þá verða kjólar oftar en ekki fyrir valinu eða buxur og víðar peysur. Ég mætti vera sterkari í skókaupum og reyni að passa mig á að ganga ekki of mikið í háhæl- uðum skóm því sjúkraþjálfarinn minn er búinn að setja það á bann- lista. Einnig fæ ég að heyra það frá karlmönnunum í kringum mig ef ég hækka mikið. Ég versla aðal- lega í Sautján, Söru og Topshop og síðan fara nokkrir þúsundkall- arnir þegar ég kemst í H&M. Ég er ekki merkjafrík en þegar kemur að íþróttafötum kaupi ég ekkert nema Nike. Hugbúnaður Ég er hrikalega léleg að fara út á lífið enda hefur körfuboltinn oftast forgang. Þegar tækifæri gefst til fer ég yfirleitt á B5, Vegamót og síðan má ekki gleyma gömlu góðu sveitaböllunum þar sem hlutirnir gerast. Við vinkonurnar förum á Laundromat þegar við kíkjum á kaffihús og síðan erum við tvær úr KR sem erum ansi duglegar við að styrkja Te & kaffi enda hálf kaffisjúkar. Ég æfi mestmegn- is út í KR en þykir voða gott að breyta um umhverfi og lyfti því oft í World Class á Seltjarnarnesi. Ég er að klára heilbrigðisverkfræði núna í vor og því er ekki mikill tími afgangs fyrir sjónvarpið. Ég horfi þó á íþróttir þegar ég get og þá sérstaklega fótbolta, körfu- bolta og handbolta enda hálfgert íþróttafrík. Vélbúnaður Ég á iPhone sem ég er orðin hættulega háð, ætli ég sé ekki eins og flest ungt fólk í dag og eyði of miklum tíma í símanum. Uppá- halds „öppin“ mín eru Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat og síðan nota ég „mailið“ mikið sem og myndavélina. Ég var plötuð til að kaupa MacBook Pro tölvu fyrir ári síðan og sé ekki eftir því, hugsa að ég yfirgefi ekki Apple úr þessu. Aukabúnaður Ég bý ein og nenni því sjaldan, ja eða bara aldrei að elda fyrir mig eina svo að ég lifi aðallega á skyri, hafragraut og lýsi. Ef ég fer út að borða þá fer ég á Saffran, Gló eða Nings. Snyrtivörurnar mínar koma úr öllum áttum, Kanebo, Lancome og Mac eru öll merki sem eru í snyrtibuddunni minni og svo gæti ég ekki verið án ilmvatnsins míns sem heitir Femme frá Hugo Boss. Ég er frá Sauðárkróki og elska að komast heim, enda er fjölskyldan mín þar og samfélagið sem ég ólst upp í. Ég er sveitastelpa í mér og þykir fátt skemmtilegra en að fara á hestbak með pabba eða vera úti á túni fram í sveit. Ég hef farið mun oftar til útlanda í þeim tilgangi að keppa heldur en að skemmta mér en það eru ákveðin forréttindi því í keppnisferðalögum fer maður til landa sem maður myndi jafnan ekki heimsækja.  afþreying fjölskyldudagur Í gróttu Vitaskoðun, sjósund, vöfflukaffi og fjöruferð s jósundskeppni, vitasmiðja, rannsóknarsetur sjávardýra, lifandi tónlist, vöfflukaffi, vitaskoðun og fleira verður í boði á árlegum Fjölskyldudegi í Gróttu á Seltjarnarnesi á morgun, laugardaginn 13. apríl. Gróttudagurinn hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en í fyrra var metaðsókn í eyjuna. Opið verður fyrir fótgangandi út í Gróttu frá kl. 12.10 til 16.10. Björg- unarsveitin Ársæll verður á staðnum til að ferja þá sem ekki treysta sér til að ganga yfir eiðið. Dagskráin hefst kl. 13 með smiðju í Fræðasetrinu, sem listamaður- inn Ásdís Kalman stýrir og ber yfirskriftina Gerðu þinn eigin Gróttu- vita. Frá kl. 13-15 verður í Fræðasetrinu varpað ljósi á fyrsta vitavörð Gróttu, Þorvarð Einarsson, en 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Léttir og lifandi djasstónar munu taka á móti Gróttugestum þegar þeir ganga út í eyju. Vert er að benda fjölskyldufólki á að tilvalið er að skella sér í fjöruferð við þetta tilefni og gott er að huga að réttum skó- fatnaði. Þá verður Sóroptimistaklúbbur Seltirninga með vöfflukaffi en ágóði þess rennur til góðgerðarmála. Allir eru velkomnir. Öll fjölskyldan getur skemmt sér saman úti í Gróttu á laugardaginn. Ekki er vitlaust að börnin séu búin fyrir fjöruferð. Helga Einarsdóttir segist ekki vera merkjafrík en þegar kemur að íþróttaföt- um kaupir hún þó bara Nike. Ljósmynd/Hari 64 dægurmál Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.