Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 66

Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 66
Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir á Selfossi, byrjaði að rækta býflugur í garð- inum heima hjá sér fyrir tveimur árum eftir að hafa gælt við hugmyndina um árabil. Hún segir fólk hafa ríka tilhneigingu til þess að rugla saman býflugum og geitungum, sem sé miður, þar sem býflug- urnar séu hin bestu skinn auk þess sem þær gefa auðvitað af sér ljúffengt hunang. „Þetta gekk ágætlega fyrsta sumarið og ég fékk dálítið hunang,“ segir Herborg sem er nú með þrjú bú í gangi þar sem henni hefur gengið vel að fjölga flugunum. „Það er líf í öllum þremur núna. Ég stend bara hérna við eldhúsgluggann og sé að þær eru að viðra sig.“ Herborg segir flugurnar gefa það vel af sér af hunangi að hún eigi nóg fyrir sig og sína og eigi afganga sem hún notar í gjafir auk þess sem nágrannarnir fá að njóta góðs af skilningnum sem þeir hafa sýnt þessu áhugamáli hennar. „Ég kynnti þetta nú fyrir nágrönnunum fyrirfram og talaði við fólk í næstu húsum og fólk tók þessari hugmynd vel. Enginn hefur kvartað og þau hvöttu mig nú bara áfram.“ Herborg segir hunangið sem hún sækir á haustin vera óskaplega gott en galdurinn sé að hræra það vel, alveg í uppundir tvær vikur, þangað til fínir kristallar myndist. Þá helst það mjúkt í krukkunum. „Margir halda að þær séu árásargjarnar og þetta sé eitthvað álíka og að fá geitunga í grennd við sig en það er alls ekki svo. Þær eiga bara ekkert erindi við okkur þannig séð. Þær eiga bara erindi í blómin þar sem þær eru mjög einbeittar. Maður verður svo var við þennan misskilning og það er svosem ekkert skrýtið við það,“ segir býflugnabóndinn á Selfossi sem vill endilega árétta að býflugur séu hin mestu meinleysisgrey. -þþ Herborg fær góðan slatta af úrvals hun- angi undan flugunum sínum á haustin.  Herborg Pálsdóttir ræktar býflugur í garðinum Skilningsríkir nágrannar fá hunang að gjöf Felix Bergsson og Reynir Þór fá Selmu Björnsdóttur og Gísla Martein Baldursson sem gesti í fyrsta þættinum af Alla leið í Sjón- varpinu á laugardagskvöld. „Felix er frábær alhliða fjölmiðlamaður og einkar viðkunnalegur sem slíkur,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins um þættina Alla leið sem hefja göngu sína um helgina í stjórn Felix Bergsson- ar og Reynis Þórs Eggertssonar. Í þáttunum eru lögin í Eurovision kynnt og stjórnendur og gestir þeirra leggja mat sitt á hvernig þeim muni vegna. „Ekki nóg með það heldur er hann líka margreyndur tónlistarmaður og veit því hvað hann syngur. Þar að auki hefur hann löngum haft áhuga Eurovision og evrópskri menningu og hafsjór að fróðleik á því sviðinu,“ segir Skarphéðinn auk þess um Felix sem mun lýsa Eurovision beint frá Svíþjóð í næsta mánuði. Hvernig líst þér á íslenska lagið í keppninni? „Hvað möguleika lagsins varðar þá tel ég þá vera talsverða og er bjartsýnn á að áhrifamáttur af kröftugum flutningi Eyþórs Inga og þeirri staðreynd að það verði flutt á íslensku mun fleyta því áfram,“ segir Skarphéðinn. Fyrsti þáttur Alla leið er á dagskrá á laugardagskvöldið klukkan 19.40. Gestir þáttarins eru Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og Selma Björnsdóttir leikkona. Í öðrum þætti verða gestir þau Þórunn Erna Clausen leikkona og Friðrik Ómar Hjörleifsson. Þar á eftir eru það hjónakornin og Eurovisiongeggjar- arnir Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Í fjórða þætti eru Fannar Sveinsson úr Hraðfréttum og Þórunn Antonía Magnúsdóttir gestir. Í síðasta þáttinn mætir svo sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur. Góðir gestir hjá Felix og Reyni Þór  aPP Vina- og stefnumótaforrit fyrir Homma Hommar í grennd Appið Grindr er ætlað samkynhneigðum körlum sem gerir þeim kleift að komast í kynni hver við annan á skjótan og þægilegan hátt. Notendur forritsins eru yfir sex milljónir í 192 löndum. Fjöldi íslenskra homma notar appið en ekki liggja fyrir tölur um fjölda þeirra. í stuttu máli virkar appið Grindr þannig að sam-kynhengiðir karlar, tvíkynhneigðir og forvitnir karlmenn skrá sig inn og setja mynd af sér og eins miklar upplýsingar og þeir kjósa. Stað- setningarbúnaður er innbyggður í forritið og sýnir það notendum aðra homma sem eru í yfir hundrað kílómetra fjarlægð. Alfreð Hauksson, formaður Íþróttafélagsins Styrmis, sem að mestu er skipað hinsegin fólki, er einn þeirra sem er skráður á Grindr. „Þetta er virki- lega einfalt í notkun. Ég er búinn að vera skráður í eitt eða tvö ár og finnst þetta góð leið til að kynnast fólki,“ segir hann. Alfreð notar appið meðal annars til að spjalla við vini sína, enda er það ókeypis. Þá þykir honum kostur að geta á ferðalögum erlendis komist í kynni við aðra homma og jafnvel kíkt með þeim á barinn. „Ég fæ stundum skilaboð frá erlend- um ferðamönnum hér, síðast í gærkvöldi. Við ætlum kannski að kíkja saman út á helgina,“ segir hann. Aðrir notendur á Grindr sjá að Alfreð er ein- hleypur. Hann segist aldrei hafa hafið samband með neinum sem hann kynnist þar, og bætir við glettinn: „Stundum sendi ég skilaboð til manna sem mér líst vel á og spyr hvað þeir ætli að gera í kvöld eða eitt- hvað álíka.“ Nokkur hluti notenda nýtir appið síðan helst í leit að kynlífi. „Sumir vinda sér bara beint í að spyrja um kynlíf og sumir eru ekkert feimnir við það,“ segir Alfreð. Hann telur það algengara meðal útlendinga þar sem samkynhneigða samfélagið á Ís- landi sé það lítið að fljótt myndi spyrjast út ef menn væru í sífelldri kynlífsleit. Þegar farið er inn í appið birtast nokkrar myndir af körlum á skjánum. Lítist notendum ekki á þá, ýta þeir einfaldlega á hnappinn „Niðurhala fleiri körlum“ og þá birtast myndir af öðrum frískum notendum á skjánum. Sjái menn einhvern álitlegan geta þeir sent honum skilaboð. Aðeins birtast mynd- ir af öðrum notendum sem staddir eru í grenndinni. Komist upp um ósæmilega hegðun notenda er hægt að loka á samskipti við þá. Fái notendur skilaboð frá einstaklingum sem þeir vilja ekki vera í samskipt- um við er einfaldlega hægt að sleppa því að svara eða hreinlega lokað fyrir samskipti. „Ég hef eignast vini í gegn um þetta. Það er hægt að stjörnumerkja menn sem maður hefur talað við og þá getur maður áfram talað við þá þó þeir séu ekki innan þessa venjulega radíuss,“ segir Alfreð sem mælir hiklaust með appinu fyrir samkyn- hneigða og tvíkynhneigða karlmenn. Grindr kom fyrst á markað 2011 og á síðasta ári fékk forritið tvær og hálfa milljón nýrra notenda. Árið 2011 kom á markað samsvarandi forrit fyrir gagnkynhneigða sem kallast Blendr, fundið upp af eigendum Grindr. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Alfreð Hauksson hefur notað Grindr í á annað ár og er einhleypur. Ennþá... Mynd úr einkasafni Samkynhneigðir karlar nota snjallsímaforritið Grindr til að leita uppi álitlega karlmenn. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty 66 dægurmál Helgin 12.–14. apríl 2013 Kitlaðu bragðlaukana með þriggja rétta matseðli og eigðu kósýkvöld að hætti Nauthóls. KÓSÝ Á KVÖLDIN www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660 FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.