Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 70
2 viðhald húsa Helgin 12.–14. apríl 2013
H úseigendafélagið er 90 ára á þessu ári. Félagsmenn eru um 10 þúsund, þar af 800 hús-
félög. Starfsemi félagsins byggist
á því að gæta hagsmuna fasteigna-
eigenda, stunda fræðslustarfsemi og
upplýsingamiðlun, auk ráðgjafar og
þjónustu við félagsmenn.
Lögfræðiþjónusta félagsins er
þungamiðjan í starfsemi þess. Þjón-
ustuna veita sérfræðingar í öllu því
sem snýr að lögum og reglum um
fasteignir, fjöleignarhús, húsaleigu,
fasteignarkaup og grenndarrétt. Fé-
lagið veitir meðal annars ráðgjöf um
húsaleigusamninga og tekur að sér að
kanna feril og skilvísri væntanlegra
leigjenda. Verði vanefndir á leigu-
samningi veitir lögfræðingur félags-
mönnum aðstoð.
Veitir húsfélögum ráðgjöf og
aðstoð
Það færist í vöxt að húsfélög leiti
til félagsins um ráðgjöf og aðstoð.
Félagið býður meðal annars Hús-
fundaþjónustu sem felur í sér að veitt
er aðstoð og ráðgjöf við undirbúning
húsfunda, dagskrá þeirra, tillögur
og fundarboð. Útvegaður er fundar-
stjóri sem er lögmaður og tryggt er
að fundargerð sé rituð í samræmi við
lög. Þetta skiptir oft miklu máli þar
sem á húsfundum eru gjarnan teknar
ákvarðanir sem varða mikla fjárhags-
lega hagsmuni og miklar skuldbind-
ingar.
Húsfundaþjónustan á að tryggja að
fundir séu lögmætir og ákvarðanir
rétt teknar en ef misbrestur verður á
slíku getur það haft afdrifaríkar og
kostnaðarsamar afleiðingar.
Aðeins fyrir félagsmenn
Húseigendafélagið veitir ekki öðrum
en félagsmönnum þjónustu sína. Það
stendur undir sér fjárhagslega og
rekið með félagsgjöldum. Árgjald er
5.000 krónur fyrir einstaklinga en
3.000 krónur fyrir hvern eignarhluta í
húsfélagi.
Til að geta nýtt sér húsfundaþjón-
ustu félagsins þarf húsfélag annað
hvort að vera í Húseigendafélaginu
eða þá að tillaga um félagsaðild sé á
dagskrá viðkomandi húsfundar.
Hús eru forgengileg og ganga
úr sér óháð efnahagsástandi og
fjárhag eigenda á hverjum tíma.
Ef hús fá ekki það viðhald sem
þarf og nauðsynlegar endur-
bætur í takt þá nagar tímans
tönn þau miskunnarlaust
og verðmæti þeirra
og notagildi
rýrnar. Það
kemur
eigendum í
koll ef þeir
sinna ekki
brýnu viðhaldi.
Húsfundaþjónusta tryggir að ákvarðanir séu lögum samkvæmt
Húseigendafélagið veitir félags-
mönnumm fjölbreytta þjónustu
ViðhAld
Stöðugt og reglubundið
viðhald er bæði skynsam-
legt og nauðsynlegt til að
viðhalda og auka verðmæti
fasteigna. Það borgar sig
og er eigendum til mikilla
hagsbóta að halda eignum
sínum vel við og endurbæta
þær í takt við tímann og nýjar
og breyttar þarfir og kröfur.
Viðhaldsfé skilar sér oftast
margfalt til baka
Félagið býður
meðal annars hús-
fundaþjónustu sem
felur í sér að veitt er
aðstoð og ráðgjöf
við undirbúning
húsfunda, dagskrá
þeirra, tillögur og
fundarboð. Útveg-
aður er fundarstjóri
sem er lögmaður
og tryggt er að
fundargerð sé rituð í
samræmi við lög.
Sigurður helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins. Ljósmynd/Hari
Láttu hjartað ráða
Magnaða moppuskaftið
Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar
Gólfin þorna á augabragði
Fljótlegt og þægilegt
Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði
Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík
SÖLUAÐILAR:
Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is
facebook.com/frettatiminn
Vertu vinur okkar
á og þú getur
átt von á glaðningi.