Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 72
4 viðhald húsa Helgin 12.–14. apríl 2013
Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
limtrevirnet.is
Bjóðum vætuna
velkomna
Hjá Límtré Vírnet færðu hinar traustu
og fallegu Lindab þakrennur.
S-898-9819
www.rafax.is
Rafax
R a f v e r k t a k ir a f v e r k t a k i
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Ævintýrakonan Elín Þorgeirsdóttir ætlar að endurbyggja húsið að Hverfisgötu 41a í Hafnarfirði með eiginmanni sínum. Ljósmynd/Hari
Fasteignir – keyptu ónýtt hús í haFnarFirði
Óttast ekki veggjatítlur
Elín Þorgeirsdóttir
og Borgar Þorsteins-
son, eiginmaður
hennar, ætla að
endurbyggja húsið
að Hverfisgötu 41a
í Hafnarfirði en allt
tréverk þess var rifið
árið 2009 vegna
veggjatítlu. Margir
smiðir eru í ætt-
inni svo verkið ætti
að ganga vel. Þau
hjónin óttast ekki að
veggjatítlur setjist
aftur að í húsinu.
Viðhald húseigna er þjóðþrifamál
þar sem hagsmunir allra fara
saman. Viðhald er nauðsynlegt
til að verðmæti fasteigna haldist
og aukist. Það er eigendum til
hagsbóta og líka veðhöfum og
tryggingarfélögum.
Viðhald skapar vinnu, tækifæri og
verðmæti. Á viðhaldsviðinu getur
vel orðið mikil athafnasemi öllum
til hags og heilla; húseigendum,
viðhaldsgeiranum, iðnaðarmönn-
um, verktökum og samfélaginu
öllu..
Í þenslunni var þrautin þyngri að
fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið
þótti grænna í nýbyggingum og
viðhald húsa sat á hakanum. Nú
er öldin önnur. Húseigendur geta
frekar valið úr verktökum og náð
góðum samningum.
Stjórnvöld hafa gert ráðstafanir
til hvetja til viðhalds og að örva við-
haldsgeirann með endurgreiðslu
virðisaukaskatts (100% af vinnu á
byggingarstað). Að því leyti árar
vel til viðhalds.
Þ að er auðvitað brjálæði að kaupa hús sem er ónýtt, með engu þaki, engum gólf-
um og ekki neinu,“ segir Elín Þor-
geirsdóttir en hún og eiginmaður
hennar, Borgar Þorsteinsson,
festu nýverið kaup á Hverfisgötu
41a í Hafnarfirði en allt tréverk
hússins var rifið árið 2009 vegna
veggjatítlu. Eftir standa aðeins
steyptir útveggir.
Elín segir þau hjónin ekki ótt-
ast að veggjatítla setjist aftur að í
húsinu. „Við erum ekkert hrædd
um það því aldrei hefur fundist
veggjatítla í húsinu við hliðina
sem er sambyggt. Það er engin
veggjatítla í steypunni og svo er
búið að frjósa oft.“ Elín og Borgar
höfðu haft augastað á húsinu og
ákváðu svo að láta slag standa
og kaupa það þar sem þau töldu
kaupin hagkvæm. „Við vissum að
við gætum gert þetta hús í okkar
anda, alveg frá grunni og ráðum
þá hvernig við höfum hlutina,“
sagði Elín. Borgar, eiginmaður
Elínar, er smiður sem og sonur
hennar, tengdapabbi og margir í
ættinni svo heimatökin ættu að
vera hæg. Sjálf titlar Elín sig sem
listrænan stjórnanda verksins
enn sem komið er en á þó von á að
verða liðtæk í smíðunum þegar á
líður. Hjónin Elín og Borgar eru
mikið ævintýrafólk og ekki hrædd
við að takast á við áskoranir en
undanfarin ár hafa þau rekið tvö
ferðaþjónustufyrirtæki, Afríku
ævintýraferðir og gistiheimilið
Glacier View Guesthouse í Hrífu-
nesi, Skaftártungu.
Bíða eftir leyfum
Endurgerð Hverfisgötu 41a er búin
að fara í gegnum deiliskipulag
en er nú í áframhaldandi ferli hjá
Hafnarfjarðarbæ svo smíðarnar
eru ekki hafnar. „Um leið og það
kemur leyfi frá bænum förum við
af stað á fleygiferð,“ segir Elín
og bætir við að núna séu þau að
selja hús sitt í næstu götu, Austur-
götu. „Þegar það selst tjöldum
við kannski bara í botninum á
Hverfisgötu 41a og horfum upp
til stjarnanna á himninum,“ sagði
Elín í léttum dúr.
Dagný Hulda
Erlendsdóttir
dagnyhulda@
frettatiminn.is