Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 75

Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 75
Helgin 12.–14. apríl 2013 viðhald húsa 7 Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. Hver ábyrgist þinn meistara? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Kynntu þér málið á www.si.is ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara? Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is málarameistarafélagið www.malarar.is meistarafélag byggingarmanna á norðurlandi www.mbn.is Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara www.dukur.is meistarafélag suðurlands www.mfs.is meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih meistarafélag húsasmiða www.mfh.is sart - samtök rafverktaka www.sart.is múrarameistarafélag reykjavíkur www.murarameistarar.is áður en hafist er handa.“ Hægt að sækja um styrki til að gera upp eldri hús, til dæmis hjá húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar og öðrum sambærilegum sjóðum um land allt, en til þess að þeir séu greiddir út er mikilvægt að farið sé rétt að. Dæmi er um að styrkir hafi ekki verið greiddir út ef viðgerð er illa gerð og þar að leiðandi of kostn- aðarsöm. Magnús og Gunnþóra brýna fyrir fólki að fara rétt að þegar ráðast á í framkvæmdir á eldri húsum. „Þeg- ar gert er við hús þarf að taka til- lit til húsagerðar og sögu hússins. Hver byggingarstíll lýtur ákveðn- um lögmálum og þá þarf að gera við hús á þeirra eigin forsendum.“ Þau segja mikilvægt að halda húsum við af fagmennsku ásamt því að leyfa upphaflegum stíl þeirra að njóta sín. „Reglulegt viðhald er besta og ódýrasta aðferðin til að varðveita hús. Ef rétt er farið að, er hægt að auka verðgildi húsanna án þess að sérkenni þeirra hverfi.“ Þau segj- ast finna fyrir auknum áhuga al- mennings á því að gera upp eldri hús í stað þess að byggja ný. „Fólk virðist vera að átta sig á því að ný hús eru ekki endilega best. Það er mjög ánægjulegt,“ segja Magnús og Gunnþóra. Húsverndarstofa hefur aðsetur í Árbæjarsafni og er rekin í sam- vinnu Húsfriðunarnefndar, Minja- safns Reykjavíkur og Iðunnar fræðsluseturs. Hún er opin alla miðvikudaga frá klukkan 16 til 18. Hægt er að líta við án þess að panta tíma, eða hringt í síma 4116333 til þess að fá ráðleggingar. -ss Sérkostnaður. Sameiginlegur kostnaður Eigandi skal sjá um og kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þ.m.t. á búnaði, tækjum og lögnum hennar. Telst slíkur kostn- aður, hverju nafni sem nefnist, sér- kostnaður. Sameiginlegur kostn- aður er kostnaður sem snertir sameign, sameiginlega lóð, búnað og lagnir, svo og vatns-, hita- og rafmagnskostnaður. Sameiginlegur kostnaður er fólginn i viðhaldi, við- gerðum, endurbótum, endurnýjun- um, umhirðu og rekstri á sameign, úti og inni.. Löglíkur að kostnaður sé sameiginlegur. Það eru löglíkur á því að kostnaður í fjöleignarhúsi sér sameiginlegur en ekki sérkostnaður. Sömuleiðis eru líkur á því að kostnaður sam- eiginlegur öllum fremur en sumum. Gildir hér líka að þurfi menn að klóra sér í hausnum þá bregst það varla að um sameiginlegan kostnað allra sé að tefla. Hlutfallsskipting er meginregla Það er meginregla að sameigin- legur kostnaður skiptist eftir hlut- fallstölum. Jöfn kostnaðarskipting í ákveðnum tilvikum felur í sér und- antekningu frá þeirri meginreglu. Ber að skýra meginregluna rúmt en undatekningarregluna þröngt. Eru alltaf yfirgnæfandi löglíkur fyrir því að tilvik beri að fella undir megin- regluna en ekki undantekninguna. Jöfn skipting er undantekning. Þessi kostnaður skiptist að jöfnu: 1. Óskipt bílastæði og aðkeyrslur. 2. Sameiginlegt þvottahús. 3. Lyftur. Viðhald og rekstur. 4. Dyrasími, sjónvarps- og útvarpskerfi, póstkassar, nafnskilti og fleira þess háttar (jöfn afnot). 5. Rekstur og umhirða sameignar og lóðar. 6. Hússtjórn og endurskoðun. 7. Afnotagjöld og félagagjöld.  Kostnaður Kostnaður við viðhald og framkvæmdir Þröng túlkun Það ber að túlka þessar undan- tekningar þröngt og ef vafi er um það hvorum megin hryggjar tilvik á heima þá ber að heimfæra það undir meginregluna um hlutfalls- skiptingu en ekki undantekningar- regluna. Jöfn kostnaðarskipting byggist á sanngirnissjónarmiðum. Það er hins vegar illmögulegt að komast hjá því að kostnaðarskipt- ingarreglur virðist stundum órétt- látar og ósanngjarnar. Reglurnar byggja á því að skiptingin sé sann- gjörn í fleiri tilvikum en hún er það ekki. Þessar reglur eru að mestu ófrávíkjanlegar þegar um íbúðar- húsnæði og blandað húsnæði er að tefla. Enginn þarf gegn vilja sinum að una því að sameiginlegum kostn- aði sé skipt á annan veg en lögin segja. -shg Þegar ráðist er í fram- kvæmdir er rétt að menn séu rétt búnir.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.