Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 78

Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 78
10 viðhald húsa Helgin 12.–14. apríl 2013 H eimilið er í flestum tilfellum ein stærsta fjárfestingin í lífi okkar. Við verjum aleigunni í þessa fjárfestingu og það tekur flest okkar lífaldur að borga af lánum. Þegar við eignumst heimili ræður þar ferðinni, fremur staðsetning og litur á kló- settskál heldur en eiginlegt ástand húsnæð- isins. Já, og ef til vill hvort og hversu mikið kosti að gera heimilið fallegt að innan með því að skipta um baðinnréttingu eða eldavél. Þegar við kaupum okkur bíl fáum við aðila til þess að skoða hann og segja okkur hvort að við þurfum að skipta um bremsur á næstu kílómetrum eða hversu miklu eldsneyti bíllinn eyðir. Hann fer í skoðun á hverju ári, regluleg olíuskipti og við gerum ráð fyrir að þurfa að viðhalda bílnum. Hús og heilsa Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á, að með góðu viðhaldi og umhirðu um fasteign- ina okkar, erum við ekki eingöngu að við- halda verðmætum, heldur erum við einnig að leitast við að tryggja betri heilsu heimilis- fólks. Þegar húsnæði er ekki haldið við má búast við að eitthvað fari úrskeiðis, leki komi upp, timbur fúni, steypa molni niður. Nú er vitað, að þar sem lekur eða rakaþétting á sér stað má búast við að finna til dæmis myglu, þó að hún sé eingöngu sýnileg í fimmtungi tilfella. Engin einföld notkun á efnum, þokun eða skyndilausnir duga til þess að ná árangri með til- liti til heilsu, til þess þurfum viðað fjarlægja mygluna og í flestum tilfellum rakaskemmd og mygluð byggingarefni. Þurr gömul mygla hefur ekki síður heilsufarsleg áhrif. Kostnaður samfélagsins Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið út skýrslu um gæði innilofts. Áhrif raka og myglu á þau gæði og einnig áhrif þeirra efna sem við notum í húsbúnað, uppbyggingu og innrétt- ingar. Þessir hlutir geta haft neikvæð áhrif á inniloftið hjá okkur þannig að okkur líði ekki vel, lífsgæði skerðast til muna og jafnvel hverfur fólk af vinnumarkaði vegna slapp- leika og sjúkdóma. Í Finnlandi er álitið að 20% af fólki verði fyrir heilsuspillandi áhrifum vegna raka og myglu í húsum. Kostnaður finnska sam- félagsins er tæpir 5 milljarðar umreiknað miðað við Ísland á hverju ári vegna þessara vandamála. Það er því eftir miklu að slægjast með því að fara í forvarnir í þessum málum. Bæði heilsufars- og hagfræði- lega, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið. Forvarnir Forvarnir felast í því að lög- gjafarvald, hönnuðir, fram- kvæmdaraðilar, tæknimenn og heilbrigðisstarfsfólk taki höndum saman og átti sig á því hversu inni- loft er okkur mikilvægt til þess að viðhalda lífsgæðum. Síðast en ekki síst er hægt að upplýsa um mikilvægi þess að opna glugga, halda niðri loftrakastigi, velja hentug bygg- ingarefni og önnur efni á heimilum okkar og síðast en ekki síst um mikilvægi þess að við- halda fasteign okkar þannig að hún leki ekki og haldist eðlilega þurr. Hlutverk húsa Þegar hús eru hönnuð, byggð og endurbætt þarf að taka tillit til hlutverks hússins sem er og ætti fyrst og fremst að miðast við að hýsa fólk og veita því skjól, athvarf. Þegar við kaupum notaða fasteign er mikilvægt að fá upplýsingar um sögu hússins, viðhald þess og láta ástandsskoða, til þess að við getum gert okkur grein fyrir umfangi viðhalds næstu árin að einhverju marki. Loftsýna- tökur og skyndimyglupróf gefa því miður ekki raunsanna mynd af ástandi með tilliti til myglu en geta þó gefið ákveðnar vísbending- ar ef skoðun er fylgt samviskusamlega eftir af fagfólki með rakamæla. Viðhald Að viðhalda fasteignum okkar hefur ótvírætt forvarnargildi fyrir heilsu okkar og hagsæld. Leggja verður ríkari áherslu á þennan þátt hér á landi með aukinni samvinnu fagaðila og eigenda fasteigna. TEPPI Á STIGAGANGINN HLJÓÐEINGRANDI AUÐVELD Í ÞRIFUM OFNÆMISPRÓFUÐ SLITSTERK Parket og gólf I Ármúla 32 I Sími 568 1888 I www.parketoggolf.is  Myglusveppur ÁHrif raka og Myglu Á gæði innilofts Viðhald getur tryggt betri heilsu Myglusveppur eftir rakaskemmd í parketi. Almennt er ekki gerð krafa um lágmarksfundarsókn á húsfundum. Meginreglan er að einfaldur meirihluti á fundi ráði lyktum mála. Það heyrir til undantekninga að krafist sé aukins meirihluta eða samþykkis allra. Það gildir aðeins um mikilvæg grundvallaratriði. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti venjulegum framkvæmdum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og ráðgjafi hjá Húsi og heilsu og Kristmann Magnússon byggingar- tæknifræðingur hjá Mann- vist og mannvirki. Myglusveppur sem myndast hefur eftir leka í lofti. Myglusveppur sem myndast hefur vegna lekra gluggakarma. Þegar menn kaupa eign í fjöleignarhúsi gangast þeir undir skyldu til þátttöku í húsfélagi. Í fjöleignarhúsum er viðhald sígilt viðfangsefni sem aldrei lýkur endanlega, eitt tekur við af öðru. Eigendur mega alltaf búast við því að húsfundur taki ákvarðanir um viðhald sem hefur útlát í för með sér fyrir þá. Húsfundur verður að vera löglega boðaður og haldinn eftir forskrift laganna. Klúður getur eyðilagt fund og ákvarðanir hans með afdrifaríkum afleiðingum. Húseigendafélagið býður upp á lögfræðilega rágjöf og aðstoð við húsfundi sem tryggir lögmæta fundi og rétt teknar ákvarð- anir.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.