Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 79
Helgin 12.–14. apríl 2013 viðhald húsa 11
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvar 6, 203 Kópavogi
sími: 488 - 9000
www.samverk.is
samverk@samverk.is
Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf
Víkurhvar 6, 230 Kópavogi
Í fjöleignar-
húsum með sjö
eignarhlutum eða
fleiri skal vera
stjórn, kjörin á
aðalfundi. Í minni
húsum halda
eigendur saman
um stjórnartauma
og má fela einum
þeirra forsvar.
Að jafnaði er
aðalstjórn skipuð
þremur mönnum
og er einn þeirra
formaður. Brýnt
er að eigendur
kunni góð skil á
reglum um hús-
félög og stjórnir
þeirra. Vitneskja
um rétt og skyldur
er forsenda fyrir
farsælu starfi og
friði.
Sú skylda hvílir á stjórn
að hún haldi eigendum
upplýstum um allt sem
máli getur skipt um
fjármál og rekstur hús-
félagsins og starfsemi
þess. Er henni skylt að
veita eigendum upp-
lýsingar og skýringar
um öll atriði er varða
sameiginlegt viðhald,
efnahag og fjárhags-
stöðu. Starfsemi
húsfélags á að vera
gegnsæ og þar eiga
engin leyndarmál eða
pukur að viðgangast.
Er stjórn skylt að láta
eigendum í té ljósrit
fundargerða, bæði hús-
funda og stjórnarfunda
og eigendur eiga rétt
til að skoða bækur
félagsins, skjöl,
reikninga og
bókhaldgögn.
Stjórn húsfélags fer með
sameiginleg málefni
milli funda. Stjórn getur
tekið ákvarðanir sem lúta að
venjulegum daglegum rekstri
og hagsmunagæslu. Hún má
láta framkvæma minniháttar
viðhald og viðgerðir og getur
gert brýnar ráðstafanir. Sé
hins vegar um að ræða ráð-
stafanir og framkvæmdir sem
ganga lengra ber stjórn áður
að leggja þær fyrir húsfund.
Á það við um allar fram-
kvæmdir, sem eru verulegar
hvað varðar kostnað, umfang
og óþægindi. Gildir einu þótt
um æskilegar og jafnvel
nauðsynlegar ráðstafanir sé
að ræða. Stjórnin hefur lítið
sjálfstætt og endanlegt vald
og félagsmenn geta skotið
öllum ákvörðunum
hennar til hús-
fundar.
Stjórn húsfélags getur ráðið starfs-
mann sér til aðstoðar og hún getur
keypt aðstoð og ráðgjöf sérfræð-
inga, s.s. verkfræðinga, bókara,
endurskoðenda og lögmanna, sé
það nauðsynlegt til að upplýsa
mál og skapa frið og grundvöll
fyrir upplýstum ákvörðunum. Sé
kostnaður umtalsverður miðað við
hagsmunina og fjárhag og stærð
húsfélagsins verður stjórnin að fara
fetið og fá samþykki húsfundar
áður. Sem dæmi um verkefni sem
stjórn getur keypt án húsfundar-
samþykktar er aðstoð við fundahöld
og fundastjórn en
Húseigenda-
félagið býður
upp á slíka
þjónustu.