Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 6

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 6
2010 2011 15% VELTUAUKNING ÖRNINN ehf. JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is G læpamyndin Borgríki, eftir Ólaf Jóhannesson, var frum-sýnd síðla árs 2011. Myndin fékk góða dóma og Zlatko Krickic fékk mikið lof fyrir túlkun sína á glæpa- manninum Sergej. Snemma á þessu ári bauðst Zlatko að leika glæpamann í stuttmyndinni Sketch. Hann ákvað að slá til og fór til Bandaríkjanna í tvær vikur. Þá var hann orðinn atvinnulaus og gerði þau afdrifaríku mistök að til- kynna utanlandsferðina ekki til Vinnu- málastofnunar. Þegar heim var komið var hann því sviptur bótarétti og er gert að vinna í ár áður en hann verður aftur gjaldgengur sem skjólstæðingur Vinnumálastofnunar. „Þau segja að ég verði að vinna í eitt ár en ég skil ekki hvernig það á að ganga upp þegar enga vinnu er að fá,“ segir Zlatko. „Vinnumálastofnun fæst við að útvega atvinnulausum vinnu en hefur hingað til ekki fundið neitt fyrir mig að gera og ég get ekki séð að mér ætti að ganga neitt betur að finna mér vinnu án aðstoðar stofnunarinnar.“ Zlatko stendur því uppi núna, at- vinnulaus án bótaréttar og hefur þurft að reiða sig á hjálp Félagsþjónustunn- ar. „Ég er mikið með sjö ára gamlan son minn. Reikningarnir hlaðast upp og ég var að missa húsnæðið. Það átti að bera mig út í næstu viku vegna vanskila. Ég er búinn að bjarga mér húsnæði fram í mars en veit ekki hvað tekur við þá. Ég er búinn að kæra ákvörðun Vinnumálastofnunar til vel- ferðarráðuneytisins. Málið er enn í vinnslu og ég veit ekkert hvernig það fer en ég er svartsýnn.“ Zlatko dvaldi við tökur í Bandaríkj- unum í tvær vikur. Hann fékk greitt fyrir flug og uppihald en ekkert fyrir leik sinn í myndinni. „Ég var ekkert að sækjast eftir peningum fyrir þetta. Mér fannst þetta spennandi tækifæri og sá fyrir mér að ég gæti öðlast meiri reynslu af kvikmyndaleik þarna.“ Zlatko sagði frá Bandaríkjaferðinni í Fréttatímanum í apríl og þegar hann fékk bréf frá Vinnumálastofnun um að hann hefði fyrirgert bótarétti fylgdi afrit af frétt blaðsins með. Hann fór á Vinnumálastofnun til þess að reyna að skýra mál sitt. „Þar hitti ég konu sem var mjög reið og það var eins og hún væri að skamma mig fyrir að sólunda bótunum mínum í ferðalag sem er alls ekki rétt. Ég notaði ekkert af mínu fé í þetta og hagnaðist ekkert á þessu.“ Í reglum um atvinnuleysisbætur er skýrt á kveðið um að fólk í virkri atvinnuleit megi ekki fara af landi brott án þess að láta stofnunina vita. „Það voru alfarið mín mistök að til- kynna þetta ekki en þegar ég ákvað að fara hvarflaði ekki að mér að þetta yrði vandamál. En væri þá ekki eðlilegt að skerða bara bæturnar mínar sem nemur tveimur vikum og leyfa mér svo að halda áfram að leita að vinnu á bótum? Þetta er mjög harkalegt. Ég hef búið hér í fjórtán ár og alltaf unnið fyrir mér og bjargað mér sjálfur. Ég er ekki latur og kom hingað ekki til að liggja í leti og lifa á bótum. En loksins þegar enga vinnu er að fá og ég þarf á opinberri aðstoð að halda þá er mér hent út á guð og gaddinn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Zlatko Krickic fór til Bandaríkjanna til þess að leika í stuttmynd. Eftir að hann kom heim sagði hann frá ferðinni í Fréttatímanum og var sviptur atvinnuleysisbótum. Mynd/Hari. Serbinn Zlatko Krickic vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir kröftugan leik í íslensku glæpamyndinni Borgríki. Þar lék hann eftirminnilega serbneskan glæpamann sem ógnaði íslenskum glæpahópi. Í kjölfarið bauðst honum hlutverk í stuttmyndinni Sketch í Banda- ríkjunum. Hann sló til en ferðalagið út kostaði hann rétt til atvinnuleysisbóta. Ráðþrota hefur Zlatko leitað til velferðarráðuneytisins í von um leiðréttingu.  Zlatko krickic Dýrkeypt tækifæri í BanDaríkjunum Lék í stuttmynd og var sviptur bótum Ég notaði ekkert af mínu fé í þetta og hagnaðist ekkert á þessu. Læri myndlistarmannsins Ólafs Elías- sonar eru til sölu í bændamarkaðnum Frú Laugu í Laugalæk. Lærin eru þó f leiri en tvö talsins því þau eru af sauðfé sem Ólafur hefur ræktað í Arnarfirði á Vestfjörðum í samstarfi við bónda þar. Einnig eru á boðstólum vel hangnir hryggir og pylsur úr lambakjöti hans, sérlagaðar af pylsugerðarmeistaranum hinum megin við götuna við Frú Laugu – en kryddblandan er hugmynd Ólafs, blanda frá Norður-Afríku og Vestfjörð- um. Arnar Bjarnason, eigandi Frú Laugu, segir kjöti Ólafs afskaplega vel tekið. „Það er ekki aðeins ættað frá Vest- fjörðum heldur einnig látið hanga í 12 daga, sem er þrefalt lengur en almennt tíðkast,“ segir Arnar. Rollurnar hans Ólafs eru allar gráar. Hann hóf ræktun á þeim í tengslum við myndlistarverkefni sem hann vann fyrir i8 Gallerí árið 2008 í samstarfi við Börk Arnarson. „Þetta er smá tilraun hjá okk- ur,“ segir Börkur. „Hér er allt fé orðið meira og minna hvítt og fjölbreytileiki í litbrigðum horfinn og við ákváðum að prófa okkur með þetta spennandi spek- trúm, gráa litinn,“ segir Börkur. Hann vill ekki svara því hvað lista- maðurinn ætlast fyrir með ullina en segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað unnið verði úr henni. Þeir félagar hafa eitt skýrt bissnes- splan: „Að hafa ekkert bissnesplan. Við ætlum að þreifa okkur áfram með þetta og sjá hvað við getum gert með kjöt og ull. Við ætlum að halda áfram með þetta verkefni og gera meira úr því. Hugsan- lega á f leiri stöðum á landinu,“ segir Börkur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  lanDBúnaður afurðir mynDlistarmanns á BænDamarkaði Lærin hans Ólafs Elíassonar í Frú Laugu Ólafur Elíasson. 6 fréttir Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.