Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 26

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 26
A ðstandendur geðsjúkra eru vanhirtur hópur á Íslandi og takmarkaður stuðn- ingur er fyrir börn geðsjúkra þó svo að afleiðingar þess að alast upp hjá geð- sjúku foreldri séu sífellt að koma betur í ljós. Börn sem eiga foreldri með geðsjúkdóm upplifa oft mikla vanlíðan og eru í meiri hættu að fá sjálf geð- sjúkdóma, að því er rannsóknir leiða í ljós. Styrmir Gunnarsson skrifaði bók um reynslu sína af geðsjúkdómi eiginkonu sinnar, Sigrúnar Finnboga- dóttur, sem kom út fyrir réttu ári og vakti mikla athygli. Það kom Styrmi verulega á óvart hversu margir höfðu samband við hann í kjölfar útgáfunnar. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu útbreitt þetta vandamál er. Fólk var að hafa sam- band við mig langt fram á sumar,“ segir hann. Ein þeirra sem setti sig í samband við Styrmi vegna bókarinnar var Anna Margrét Guðjónsdóttir sem átti móður sem þjáðist af alvarlegum geðhvörfum frá því Anna Margrét var 13 ára. Styrmir segir Önnu Margréti hafa sagt við sig setningu sem hafi greypst í huga sér: „Þegar ég var lítil stúlka lofaði ég sjálfri mér að þegar ég yrði stór myndi ég sjá til þess að önnur börn þyrftu ekki að upplifa þetta.“ „Ég man þetta svo vel,“ segir Anna Mar- grét. „Þetta var þegar ég stóð í miðjum stormi um fjórtán ára gömul. Svo liðu árin og þegar ég las bókina hans Styrmis í fyrra fann ég að nú væri komið að því að ég efndi þetta heit mitt og byrjaði að leggja lóð mitt á vogar- skálarnar í þessum málaflokki,“ segir Anna Margrét. Styrmir og Anna Margrét hafa verið í reglulegu sambandi upp frá því, og einnig við dr. Eydísi Svein- bjarnardóttur sem nýverið lauk doktorsverkefni sínu sem snýr að umönnun fjölskyldna geðsjúkra, með það að markmiði að vinna að auknum stuðningi við fjöl- skyldur geðsjúkra. Einangrun, skömm og þöggun Þegar Anna Margrét er beðin að lýsa reynslu sinni af því að vera barn á heimili þar sem annað foreldrið þjáðist af geðsjúkdómi segir hún: „Það sem er svo merkilegt er þessi ótrúlega einangrun fjölskyldunnar – skömmin – og þöggunin. Ég er enn að hitta frændfólk sem vissi ekki af því að mamma var veik,“ segir Anna Margrét. Fjölskylda Önnu Margrétar fékk nánast enga hjálp í veikindum móðurinnar sem stóðu yfir frá 1975 til 1990. „Ég man ekki eftir því að neinn hafi komið og tekið utan um okkur systur og sagt: „Þetta er bara fjandi erfitt.“ Ef maður kemst í gegnum þetta þá verður þetta náttúrulega lífsreynsla sem mótar mann. Ég er svo heppin að ég er með létta lund og mikla sjálfsbjargarviðleitni en það er sennilega vegna þeirrar reynslu sem ég bý að, maður varð að lifa af. Ég var unglingur og átti yngri og eldri systur, var 13 ára þegar mamma veiktist. Það er ekkert annað en bara að bjarga sér, ég bara gerði það, og systur mínar líka, en ég veit að það eru ekkert allir sem geta það. Börn verða allt í einu fullorðin,“ segir Anna. Hún segir skipta höfuðmáli að það sé tekið utan um börnin og fjölskyldurnar til þess að hjálpa þeim að komast í gegnum þetta. „Að það fari af stað eitthvert teymi sem grípur inn í, líkt og ef mamma hefði verið með krabbamein. Ég man ég hugs- aði mjög oft: „Mikið vildi ég að mamma væri með krabbamein,“ segir Anna Margrét. Eydís segir að upplifun Önnu Margrétar sé ekki einsdæmi. „Árið 1993 talaði ég við 20 aðstandendur í rannsókn sem sögðu nánast það sama og Anna Mar- grét. Þarna fannst mér vera málefni sem þarf virkilega að vinna í. Ég vissi það líka út af persónulegri reynslu – amma mín var þunglynd og ég vissi hvaða áhrif það hafði á móður mína og hennar systkini,“ segir Eydís. Það kom mér á óvart hvað ég hafði verið flink að fela – ég vissi það ekki. Útgáfuteiti aldarinnar! Fögnum Sögu dægurtónlistar á Íslandi eftir Dr. Gunna. Bókabúð Máls & menningar, Laugavegi. Föstudaginn 2. nóv. kl. 18:00. Veitingar! Stuðrantur á tilboði! 7 landsþekktir leyni gestir! sogurutgafa.is Börn í stormi geðveikinnar Börn og fjölskyldur aðstandenda fá litla sem enga hjálp til að takast á við þá erfiðleika sem upp koma þegar faðir eða móðir stríða við geðsjúkdóm. Styrmir Gunnarsson, Anna Mar- grét Guðjónsdóttir og Eydís Sveinbjarnardóttir hafa öll reynslu af því. Sigríður Dögg Auðuns- dóttir ræddi við þau um upplifun maka og barna af því að standa eitt í miðjum stormi sem skellur á fjölskylduna með veikindum for- eldris – án fótfestu í ólgusjó. Styrmir Gunnarsson og Anna Margrét Guðjónsdóttir (lengst til hægri) eru aðstandendur geðsjúkra. Þau hafa verið í reglulegu sambandi frá því bók Styrmis, Ómunatíð, kom út, og einnig við dr. Eydísi Sveinbjarnar- dóttur sem nýverið lauk doktorsverkefni sínu sem snýr að umönnun fjölskyldna geðsjúkra, með það að markmiði að vinna að auknum stuðningi við fjölskyldur geðsjúkra. Ljósmynd/Teitur Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.