Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 32

Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 32
Er leyfilegt að rífa skemmtilegar bækur? Hvernig kemst maður í kynni við dáleiðanda? Þessi bráðfyndna og fjöruga saga er fyrsta barnabók verðlauna- höfundarins Þórdísar Gísladóttur. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. RANDALÍN OG MUNDI EFTIR ÞÓRDÍSI GÍSLADÓTTUR HVER GLEYPIR MÚS ANNAN HVERN SUNNUDAG? B esta vinkona mín, Karítas Þórarinsdóttir, dró mig á fyrstu æfinguna mína þegar ég var rétt um fimm ára og ég held ég hafi ekki misst úr æfingu síðan,“ segir Margrét Lára Viðarsdótt- ir knattspyrnukona en hún hefði átt að vera í sjöunda eða áttunda flokki en það var ekki í boði fyrir stelpur þannig að á fyrstu æfingu spilaði hún með stelpum í fimmta flokki. Nafn: Margrét Lára Viðarsdóttir. Staða á vellinum: Sóknarmaður. Aldur: 26 ára. Hjúskaparstaða: Á einn voðalega krúttlegan kærasta sem heitir Einar Örn og er Guðmunds­ son. Hann elskar þetta, hihi. Hvaðan ertu? Vestmannaeyjum. Starf: Atvinnumaður í knattspyrnu og sál­ fræðinemi. Helsta fyrirmynd: Níræð amma mín og nafna. Svo var Jordan #23 alveg með þetta á sínum tíma. Skemmtilegasta landsliðskonan? Sif Atla­ dóttir, hún er fáránlega skemmtileg og góður dansari :) Besta landsliðskonan? Ég er alveg viss um að það hefði orðið Margrét Ólafsdóttir ef hún hefði ekki hætt svona snemma. Draumaleikurinn? Sá síðasti á móti Úkraínu þegar við tryggðum okkur inn á EM fyrir framan fullt af fólki. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Týr frá Vest­ mannaeyjum. Besti leikmaður allra tíma? Messi. Markmið? Þau eru mörg en í augnablikinu er það að koma mér í mitt allra besta form og að ná mér að fullu af meiðslum því 2013 verður RISA ár hjá landsliðinu og mínu félagsliði :) Margrét Lára Viðarsdóttir Ég vissi ekki að stelpur gætu orðið atvinnumenn í knattspyrnu Nafn: Guðbjörg Gunnarsdóttir Staða á vellinum: Markvörður. Aldur: 27 ára. Hjúskaparstaða: Frátekin. Hvaðan ertu: Hafnarfirði. Starf: Knattspyrnukona. Helsta fyrirmynd: Icer Casillas. Skemmtilegasta landsliðskonan: Það er mjög erfitt að gera upp á milli þar sem þær eru flestar mjög skemmtilegar. Ég myndi samt aldrei segja nei við 24 tímum með Hallberu, maður lendir alltaf í ævintýrum með henni! Besta landsliðskonan: Við erum komnar með það sterkt lið að það er mjög erfitt að gera upp á milli! Þegar Margrét Lára er upp á sitt besta eru fáir sem ráða við hana! Draumaleikurinn: Á þessu tímabili myndi ég segja Djurgården – Tyresö sem við unnum 2­0! Það var helvíti mikið að gera í markinu og með hjálp frá Kötu og vörninni tókst okkur að halda hreinu á móti öllum stór­ stjörnunum í Tyresö! Fyrsta liðið sem þú spilaðir með: Fædd og uppalin í FH. Besti leikmaður allra tíma: Peter Schmeichel. Markmið: Að verða meðal bestu markvarða í heimi. Guðbjörg Gunnarsdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir þarfnast vart kynningar á Íslandi. Og þó. Við látum enn miklu minna með kvennaknattspyrnu en karlaboltann. Margrét er samt ein þeirra ungu kvenna sem hefur breytt ímynd knattspyrnu á Íslandi. Mikael Torfason tók hana tali. Margrét Lára Viðarsdóttir spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og hún segist hafa það fínt ytra en deildin í Svíþjóð er ein af þremur bestu deildum heims. Ljósmynd/Pelle Rink Nafn: Edda Garðarsdóttir. Staða á vellinum: Miðja. Aldur: 33 ára. Hjúskaparstaða: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, unnusta mín, og dóttirin Bergþóra Hanna Ólínudóttir fædd í júní 2012. Hvaðan ertu? Blanda af Vestmannaeyjum og Austfjörðum skilst mér, en flutti um 6 ára aldur í bæinn. Starf: Atvinnulaus og samningslaus – skýrist vonandi í nánustu framtíð. Helsta fyrirmynd: Rúnar Kristinsson/John Barnes Skemmtilegasta landsliðskonan? Þær eru nú flestar skemmtilegar, bara mismunandi miklir vitleysingar. Besta landsliðskonan? Ég lít upp til margra í hópnum okkar en í öðru liði er það Camille Abily í franska landsliðinu og Lyon. Draumaleikurinn? Alltaf langað til að vinna Frakkland sannfærandi. Fatta samt ekki alveg þessa spurningu... hugsa fram á veginn. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Þróttur Reykjavík, 6. fl. karla B-liða, á Framvelli 1988, held ég. Besti leikmaður allra tíma? Xabi Alonso, Real Madrid – í öðri sæti er Zidane. Markmið? Toppa á næsta ári með landsliðinu og gera allt vitlaust í Sverige. Edda Garðarsdóttir ST ELP URNAR OKKAR Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.