Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 40
ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS BÍLASMIÐURINN HF F rá því að ég var óharðnaður unglingur hefur mig dreymt um að keyra um á Porsche 911 sportbíl. Gott ef ekki hékk vegg- spjald með mynd af bílnum í her- berginu mínu. Unglings-ég sá fyrir mér að svona upp úr tvítugu væri framtíðarútgáfan búin að eignast slíkan grip. Sannleikurinn er hins vegar sá, núna um tuttugu árum eftir að bílprófið var tekið, að það er því miður ekki svo. Ég á Ford Focus. Gráan station sem er orðinn átta ára gamall. Utan þess að hafa fjögur hjól, sem vantar reyndar á tvo hjólkoppa, þá er hann nokkurn veginn eins langt frá því að vera kraftmikill sportbíll og hægt er. Ég er svo sem ekki mikið að pæla í þeirri staðreynd, svona dags daglega. Bíllinn fer aftur á bak og áfram, beygir og bremsar og gerir það nokkuð möglunarlaust. Það þýð- ir þó ekki það að þessi framtíðar-ég spái ekki í hvurnig það væri að þeyt- ast um á svona tryllitækjum. Þau sjást jú af og til á götum borgarinnar. En upp í slíkt tæki hafði ég ekki stigið fæti. Fyrr en á mánudaginn síðasta. Þá bauðst mér að fara í ferð til Austurríkis að prufukeyra nýja út- gáfu af Porsche 911, Carrera 4s. Mikið af öllu Ég veit satt að segja ekki mikið um sportbíla og veit í raun ekki almenni- lega hvað skilur þennan nýja frá þeim eldri. Eitthvað hefur það með breiddina á bílnum að gera en hann er álíka breiður og steypubíll, að ég held. Auk þess sem þessi er fjór- hjóladrifinn með mjög tæknilegri og flottri dreifingu á afli milli öxla. Um hestöfl, newtonmetra og hvað þetta allt heitir veit ég lítið en þó að það er mikið af öllu saman í þessum. Þennan gráa mánudagsmorgun á bílaplani fyrir utan hipsteralegt hótel í austur-Austurríki upplifði ég þennan æskudraum minn og settist inn í Porche 911 sportbíl og keyrði af stað. Fann reyndar ekki hvar ég átti að stinga í lyklinum en eftir dágóða stund var því reddað. Svissinn er öf- ugu megin. Svona ef ske kynni að ég þyrfti að hlaupa í bílinn og svissa á með vinstri og setja í gír með hægri. Gott að vita af þeim möguleika. Spólvörnin af á heimtröðinni Ég tætti af stað og áður en ég vissi af sýndi mælirinn þriggja stafa tölu. Ansans hugsaði ég, þetta verð ég að- eins að passa. Bíllinn var sem límdur við veginn. Svona svipað og Fókus- inn á 30 í Hamrahlíðinni. Áfram var keyrt um vínhéruð Austurríkis. Bæði á kræklóttum skemmtilegum akstursvegum og líka leiðinlegum umferðarteppuvegum, eins og gengur. Það er nú einhvern veginn þannig með mannskepnuna að hún aðlagar sig að öllum skrambanum, fljótt og örugglega. Því öllu má nefnilega venjast og áður en ég vissi af var ég orðinn hagvanur. Eins og ekkert væri eðlilegra, transportandi um í Porsche bíl sem kostar á þriðja tug milljóna. Stóð meira segja sjálfan mig að því að bora í nefið – um borð í Porsche! Svona rétt eins og ég væri á Fókusnum. Ég fattaði það þó ekki fyrr en ég var að nudda því sem þar hafði fundist saman í kúlu milli fingranna. Það var þá sem ég áttaði mig á því að þessir tveir, Fókusinn og Porsinn, áttu fleira sameiginlegt en dekkin fjögur. Það var þó engin hætta á að bora í nefið þegar bílnum var ekið á fullri ferð á kröppum vegunum þarna í út- landinu. Ég þakka bara fyrir að hafa ekki fundið út úr því hvernig taka átti spólvörnina af fyrr en ég ók inn heimtröðina að hótelinu í síðasta skiptið og lét ýla almennilega í dekkjunum. Ella væru St. Bernards- hundar enn að leita að mér með koníaksstaup til að ylja frosnar tær þarna í snæviþöktum hlíðum. Hefði sá ágæti takki ekki vafist aðeins fyrir mér. Tíu raða fjármögnun Í skemmtilegustu beygjunum velti ég því svo auðvitað stundum fyrir mér hvernig í ósköpunum ég gæti mögulega upplifað þennan æsku- draum minn. Að eignast svona bíl. Fyrsta hugsunin var að selja íbúðina. Ég þykist þess þó fullviss að betri helmingurinn myndi seint samþykkja það. Grái fiðringurinn kannski. Hann ku geta orðið skæð- ur. Ég veit ekki með hann. Fyrsti viðkomustaðurinn á heim- leiðinni var því í Sunnubúðinni. Þar var keyptur 10 raða sjálfvalsmiði í Víkingalottóið. Þetta venjulega Lottó dugar nefnilega sjaldnast til. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Porsche er draumur margra – en ansi fjarlægur, hvað þá nýr Porsche 911 Carrera 4S. Haraldur Jónasson tók slíkan grip til kostanna í Austurríki fyrr í vikunni. Akstursmátinn var annar en hér heima þar sem fjölskyldubíllinn er átta ára grár Fókus skutbíll – sem vantar á tvo koppa. Öllu má venjast Tveir skólar Vélin í Porsche 911 Carrera 4S er risastór og hún kem- ur bílnum mjög hratt mjög hratt. Þetta var prófað og stóðst. Það var líka ýtt á alla takka sem fundust. Allir virkuðu þeir eins og hugur manns og svei mér þá ef ekki var ekki takki til þess að láta bílinn spúa eldi út um púströrið. Bílarnir sem ég prófaði voru bæði blæjubíll og venjulegur en áttu það báðir sameiginlegt að vera með gírskiptingu sem hagaði sér svo gott sem sjálfskipting en er einhvern veginn beinskipt samt og gott ef ekki komu tvær kúplingar við sögu þarna einhvers staðar svo bíllinn skipti hraðar milli gíra. Ég skildi ekki almennilega þýska verkfræðinginn sem reyndi að útskýra þetta fyrir mér. Það sem ég veit er hins vegar þetta: Bíllinn skipti ekki úr öðrum gír fyrr en á sirka 119 kílómetra hraða! Það er að segja ef allt var gefið í botn og við skulum ekki blekkja neinn, það var alltaf. Það er reyndar hægt að aka þessum bíl á annan hátt. Rúlla honum mjúklega upp í 7. gír og halda honum í 90 kílómetra hraða eins og er löglegt hér á fróni en þá er alveg eins hægt að eiga Ford af station gerð. Tveir pólar í akstri á 911 Carrera 4S        Blæjuútgáfan af Porsche Carrera 4s er ekkert slor. Breiðari bíll, stærri dekk og fjórhjóladrif sér um að halda kerrunni á veginum.  Það er alveg hægt að eiga blæjubíl á Íslandi. Hitastigið taldi 3.5 gráður og það þurfti ekki einu sinni húfu.  Kunnulegur bíll í baksýnis- speglinum. Fókusinn var skilinn eftir í ryki.  Geymslupláss er ekki mikið og stenst bíllinn varla golfpokaprófið. En bónus- pokum má troða þarna ofan í.  Nýja fjórhjóladrifið er hátæknilegt mjög og sér bíllinn um að dreifa aflinu þangað sem þess er þörf. Hvernig aflið dreifist er hægt að sjá á skjá.  Það voru bílar fyrir nokkur hundruð milljónir króna í bílastæðinu fyrir utan hipsterahótelið þarna í Austurríki. Ljósmyndir/Hari 40 bílar Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.