Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 70
66 bíó Helgin 2.-4. nóvember 2012
Ég var eitt-
hvað að
derra mig á
Facebook.
Maður getur
aldrei haldið
kjafti.
Frumsýnd morðmál
Bíó Paradís svartir sunnudagar
s igurjón Kjartansson segir hugmynd-ina að Svörtum sunnudögum hafa sprottið upp úr þrasi á Facebook þar
sem hann var að barma sér yfir að dagskrá
Bíó Paradísar væri ekki nógu skemmti-
leg. „Það opnaðist allt í einu einhver smá
umræða um þetta þegar ég var eitthvað að
derra mig á Facebook. Maður getur aldrei
haldið kjafti,“ segir Sigurjón.
„Mér fannst dagskráin í Bíó Paradís ekki
nógu skemmtileg sem mér þótti miður
vegna þess að ég er mikill bíómaður og
mig hefur einmitt alltaf dreymt um svona
bíó í Reykjavík.“ Sigurjón bætir við að
Hrönn Sveinsdóttir, hjá Bíó Paradís, hafi
gripið hann glóðvolgan í netumræðunni.
„Hún kom þar með þessa pælingu hvort
ég gæti kannski stofnað einhvern hóp sem
hefði þessa költ-nálgun. Þetta þróaðist
bara svona og við þremenningarnir, ég,
Hugleikur og Sjón, erum komnir í þetta.“
Sigurjón segir þá félaga alla hafa
gríðarlega góðan smekk á kvikmyndum og
játar því aðspurður, hlæjandi, að smekkur
þeirra sé líka mjög áþekkur. „Þannig að
við erum oft sammála sem er ekki verra.“
Sigurjón segir að þeir félagar verði með
myndir í sigtinu sem taki sig ekkert of
alvarlega. „Eða þannig lagað. Þetta eru
hryllingsmyndir, költ-myndir og jafnvel
B-myndir sem hafa áunnið sér ákveðinn
sess. Við verðum líka með stórklassísk
verk og Hitchcock verður aufúsugestur hjá
okkur og Chaplin líka.“
Sigurjón segir að frumforsenda þess að
klúbbur eins og Svartir sunnudagar geti
gengið sé að bíófólk sýni lit og láti sjá sig
í Paradís. Það dugi skammt að sitja heima
fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og
barma sér yfir að aldrei sé nein klassík í
bíó.
„Fólk verður að sjálfsögðu að mæta og
þegar maður er farinn að sjá að það er til
dæmis húsfyllir á Inferno eftir Dario Arg-
ento, sem er mynd sem þú getur nálgast
ókeypis á YouTube, þá fer maður að trúa
því að þetta hljóti að vera hægt. Hver vill
líka sitja einn heima hjá sér og glápa á ein-
hverja mynd í tölvunni? Bíóferð er meira
en það. Bíó er að sýna sig, sjá aðra og njóta
stundarinnar í sameiningu. Með poppi og
kóki.“
Hrekkjavakan var á miðvikudaginn og
því þótti vel við hæfi að hefja dagskrá vetr-
arins með hinni sígildu uppvakningamynd
Dawn of the Dead eftir George A. Romero.
„Þetta er hin eiginlega Halloween-helgi og
4. nóvember förum við í Dawn of the Dead,
sem er náttúrlega hin stóra og mikla zom-
bie-klassík frá 1978, og svo kemur bara
hver snilldin á fætur annarri. Við stefnum
síðan bara á eina allsherjar gleði á hverjum
sunnudegi.“
Aðrar myndir sem Sigurjón, Hugleikur
og Sjón stefna á að bjóða upp á næstu
vikurnar eru One Million Years B.C., Big
Trouble in Little China, Black Sunday og
fleiri sjaldséðar perlur.
Sunnudagskvöldin í vetur verða sérlega hressileg í Bíó Paradís en kvikmyndanördarnir Sigurjón
Kjartansson, Sjón og Hugleikur Dagsson hafa tekið að sér að handvelja sígildar bíómyndir, költ-
klassíkera og athyglisverðar B-myndir sem sýndar verða í nafni költ-hópsins Svartir sunnudagar.
Félagarnir munu ríða á vaðið á sunnudagskvöld í góðu Halloween-stuði með hinni sígildu upp-
vakninga hrollvekju Dawn of the Dead eftir meistara George A. Romero. Síðan mun hver „snilldin
á fætur annarri“ fylgja í kjölfarið, eins og Sigurjón orðar það.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Jennifer Lawrence, hetjan okkar allra úr The Hunger Games, og Elisabeth Shue leika
mæðgur sem flytja í nýtt hús. Þær komast að því að stúlka sem bjó í næsta húsi myrti
foreldra sína með köldu blóði og hvarf síðan sporlaust. Eftirlifandi bróðir hennar býr
enn í húsinu. Nágranninn og morðmálið vekja áhuga dótturinnar sem fer að hitta
bróðurinn gegn vilja móðurinnar sem er viss um að hann sé ekki allur þar sem hann
er séður. Aðrir miðlar: Imdb: 5.7, Rotten Tomatoes: 11%, Metacritic: 31%
Mæðgur í vondum málum
Sígildar B-myndir,
költ og klassík
Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón ætla að halda svarta sunnudaga hátíðlega í Bíó Paradís í vetur og bjóða
upp á fjölbreytt úrval sígildra bíómynda.
Frumsýnd skrímslaveisla
Fimm stjörnu gisting hjá Drakúla
Í teiknimyndinni Hotel Transylvania talar Adam Sandler
fyrir sjálfan Drakúla greifa. Aðstæður Drakúla eru, að
þessu sinni, töluvert öðruvísi en bíógestir eiga að venj-
ast. Nú rekur hann hótel í heimalandi sínu ásamt dóttur
sinni. Hótelið er sérstaklega ætlað skrímslum og dauðleg
manneskja hefur aldrei rekið nefið þar inn.
Sérstök helgi er framundan á hótelinu þar sem til
stendur að fagna 118 ára afmæli Mavis, dóttur Drakúla.
Á boðslistanum eru mörg frægustu skrímsli heims. Til
dæmis óskapnaður Frankensteins, Múmían, Ósýnilegi
maðurinn og varúlfafjölskylda.
Drakúla á ekki í nokkrum vandræðum með að hafa ofan
fyrir þessum skrautlega hópi gesta en öllu er stefnt í voða
þegar manneskja ráfar inn á hótelið og til að bæta gráu
ofan á svart verður viðkomandi yfir sig hrifinn af Mavis.
Auk Sandlers fara Selena Gomez, Kevin James, David
Spade, Cee Lo Green, Fran Drescher, Steve Buscemi og
Molly Shannon með helstu hlutverk í myndinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tomatoes: 43%, Metacri-
tic: 47%
Uppvakningar
Romeros í Dawn of
the Dead eru fyrstir
á dagskrá Svartra
sunnudaga og herja á
gesti Bíó Paradísar á
sunnudagskvöld.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
Airwaves Off-Venue 14-20 fös og lau. Ókeypis!
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!
BERBERIAN
SOUND STUDIO
*****
“Sérlega framandi.
Sérlega góð.”
- The Guardian
*****
“Ein besta mynd
ársins.”
- The Observer
SVARTIR SUNNUDAGAR:
Kl. 20 sunnudag. Aðeins
þessi eina sýning.
DAWN
OF THE
DEAD
DRAUMURINN
UM VEGINN
3. hluti
Gengið til
orða
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t