Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Page 82

Fréttatíminn - 02.11.2012, Page 82
„Ég hef svo gaman af því að búa til hluti,“ segir María Dís Ólafsdóttir, sautján ára prjónakona og höf- undur prjónablaðsins Aldan. Blaðið kom fyrst út í sumar og er nú komið í dreifingu víða. „Ég elska að skapa eitthvað nýtt sama hvers eðlis það er. Prjónana er bara svo auðvelt að eiga við. Þeir eru með- færilegir og hægt er að prjóna hvar sem án þess að af því verði eitthvað drasl eða umfang,“ segir María Dís. Hún lætur ekki staðar numið við að hanna og miðla uppskriftum í tímaritinu sínu heldur býr hún einnig til kennslumyndbönd sem finna má á vefsíðunni Youtube. María Dís ólst upp á Kópaskeri en er nú nemi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og mun koma til með að ljúka þaðan stúdentsprófi. Hún segir útgáfuna hafa orðið til fyrir tilviljun „Ég var bara búin að vera leika mér við það að búa til uppskriftir í einhvern tíma. Elstu uppskriftirnar í blaðinu eru því um tveggja ára. Hugmyndin að blaðinu kemur síðar og svona um hálfu ári eftir að hugmyndin fæðist var blaðið komið út.“ Hún bætir við að mikil vinna hafi verið lögð í blaðið þar sem fyrir hverja uppskrift þarf að prjóna hvert stykki í öllum stærðum. „Þetta var mikil vinna en ekkert flókið þannig. Ég er orðin mjög fljót að prjóna svo mér finnst þetta lítið mál. Mér finnst þetta líka svo gaman,“ segir María Dís og bætir við að hún sé alin upp við prjónaskapinn í sveitinni en hún naut einnig aðstoðar fjölskyldu og vina við útgáfuna. „Uppskriftirnar eru allar úr ull og allar fyrirsæt- urnar eru vinir mínir eða ættingj- ar.“ -mlþ  María Dís er kraftMikil ung kona Sautján ára og gefur út prjónablað María Rún er sautján ára og mikil prjónakona. Blaðið hennar, Aldan, nýtur vin- sælda á meðal prjónafólks. Barnalán hjá Sigmari og Júlíönu Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins, og Júlíana Einarsdóttir, nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, eiga von á barni næsta vor. Fyrir á Sigmar tvær dætur en þetta verður fyrsta barn Júlíönu. Parið hóf nýverið búskap á Reynimel og lífið virðist leika við þau. Sautján ára aldursmunur er á turtildúfunum, Sigmar er 43 ára gamall en Júlíana 26 ára. Arnaldur lofaður „Besti alþjóðlegi glæpasagnahöfundurinn er án nokkurs vafa hinn margverð- launaði Arnaldur Indriðason.“ Á þessum orðum hefst dómur um Svörtuloft í Shots magazine en bókin kom nýlega út á ensku undir nafninu Black Skies. Í umsögninni er meitlaður stíll Arnaldar lofaður og gagnrýnandinn lofar texta sem laus er við íburð og skrúðmælgi en gefur ímyndunar- afli lesandans lausan tauminn. Svörtuloft kom út hér á landi árið 2009. Í gær kom út nýjasta bók Arnaldar, Reykjavíkurnætur. Jóhann hættur í Apparat Jóhann Jóhannsson hefur sagt skilið við Orgelkvartettinn Apparat. Ástæða brotthvarfsins eru miklar annir hans við tónsmíðar og tónleikahald. Jóhann stofnaði Apparat árið 1999 með Úlfi Eldjárn, Sighvati Kristinssyni og Herði Bragasyni. Hljómsveitin mun starfa áfram og kemur fram á Iceland Airwaves í kvöld, föstudagskvöld. Stefna Apparat-menn á frekara tónleikahald á næstunni.  tryggvi geir rafMagnaður Dansari Ég veit bara að ég er orð- inn nógu góður til þess að keppa. Af Vogi í Dans, dans, dans Tryggvi Geir Torfason er nítján ára gamall dansari sem stígur á svið í Dans, dans, dans annan laugardag og ætlar að hrista vel upp í þættinum með Dubstep-dansi sem hann samdi sjálfur. Tryggvi lauk nýlega meðferð á Vogi og snaraði sér nánast beint úr sloppnum í sjónvarpsþáttinn enda fullviss um að hann sé til í tuskið. t ryggvi Geir Torfason byrjaði að læra dans þegar hann var sextán ára og er á fjórða og síðasta ári sínu í Listdansskóla Íslands. Hann stígur á svið í sjónvarpsþættinum Dans, dans, dans laugardaginn 10. nóvember, brak- andi ferskur eftir að hafa nýlega lokið meðferð á Vogi. „Jú, jú. Ég er nýkominn af Vogi,“ segir Tryggvi. „Ég var eitthvað að missa mig en það er löng saga. Ég er bara mikið að takast á við lífið og sjálfan mig núna.“ Og dansinn hjálpar til þegar kemur að því að feta beinu brautina sem var mörkuð á sjúkrahúsinu við sundin blá enda dansinn góð hreyfing og gefur mikla útrás. „Það er gott að hafa dansinn til þess að geta kastað sér út í eitthvað annað en þetta daglega basl.“ Tryggvi segist hvorki hafa fylgst með Dans, dans, dans í fyrra né haft sérstakan áhuga á þættinum en honum líst vel á það sem hann hefur séð hingað til. „Mér sýnist þetta vera að vinna sig upp úr því að vera dæmigerð vinsældakeppni.“ En hvað kom til að hann sló til núna? „Ég veit bara að ég er orðinn nógu góð- ur til þess að keppa. Ég er líka að fara að útskrifast og veit að ég er hæfur í þetta.“ Tryggvi segir að draumurinn sé að verða danshöfundur og hann semur því eðlilega atriðið sitt sjálfur. „Ég er einn á sviðinu og dansa við Dubstep sem er ný elektrónísk tónlist. Þetta eru hreyfingar sem ég fann upp sjálfur sérstaklega við þetta lag. Þetta er einn fjórði úr stærra verki sem ég samdi. Verkið heitir Ver- urnar og það skiptist í fjóra hluta sem allir eiga sinn lit. Hvítt, blátt, svart og fjólu- blátt og þetta er blái hlutinn sem ég dansa í þættinum. Tryggvi segir að vitaskuld sé stressandi að keppa í þættinum en álagið sé ekkert sem hann höndli ekki eða ógni jafnvægi hans og bata. „Ég er fínn, alveg stress- aður og allt það en líður samt vel og er mjög sáttur við allt og alla. Þetta verður líka skemmtilegt. Ég sást svo lítið í fyrsta þættinum frá prufunum og nú fæ ég tæki- færi til að sprengja allt í loft upp þegar ég á sviðið einn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Tryggvi Geir dansaði út af Vogi nýlega, beint í prufur fyrir Dans, dans, dans þar sem hann ætlar að trylla lýðinn eftir viku. Ljósmynd/Hari H E LGA R BL A Ð Jólablað Fréttatímans Kemur út 30. nóvember Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3300 eða á auglysingar@frettatiminn.is til að tryggja þér pláss. Það styttist í Jólatímann 78 dægurmál Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.