Dagfari - 01.07.1962, Qupperneq 10
Hvítanes i Hvalfirði. Af þessum fagra stað voru ábúendur hraktir, er erleudur
her heimtaði þar aðstöðu. Sjá má bæjarrústirnar. Verður hér lægi fyrir Itjarn-
orkukaf báta ?
gangan var að sjálfsögðu liður í baráttu
heimskommúnismans og ógn við frelsi og
lýðræði o. s. frv. Síðara atriðið voru eins-
konar svardagar, sem ekki eru jú heldur
með öllu óþekktir. Því var mótmælt harð-
lega, að nokkuð stæði til í þá átt að af-
henda Hvalfjörð. Slíkt hefði aldrei borið
á góma. Vel, að satt væri. En einhvem
veginn voru blöðin ekki sannfærandi.
Menn hafa t. d. enn ekki gleymt algerlega,
þegar neitað var af ráðherra að verið væri
að semja um landhelgina við Breta á sama
tima og verið var að þvi.
HVERSVEGNA GÖNGUM VIÐ.
Ekki voru þessar undirtektir andstæð-
inganna aðrar en við var búizt, en undir-
tektir fólksins voru með ágætum sem fyrr.
Brátt hafði fyrsta hundraðið látið skrá sig
til göngunnar og allur undirbúningur gekk
vel, enda unnið myrkranna á milli.
Sú spurning var lögð fyrir allmargt ungt
fólk, hvers vegna það gengi. Við skulum
grípa niður í svörin hér af handahófi:
„Eg álít, að slíkar hópgöngur séu tví-
mælalaust heppilegar til að vekja athygli
á þeirri stórkostlegu hættu, sem vofir
stöðugt yfir meðan herinn er i landinu.
Smáþjóð eins og við Islendingar getur að-
eins tryggt líf sitt og sjálfstæða menningu
gegn ásælni erlendra stórvelda með því að
vera hlutlaust i hernaði og eiga vinsam-
leg samskipti við allar þjóðir án pólitískra
skilyrða".
„Ég heyri suma tala um, að þessi ganga
sé þýðingarlaus, en ég áiít, að ef svo er,
þá sé allt starf í þágu friðar gagnslaust".
„ ... okkur er engin vörn í hernum, en
hinsvegar stafar af honum margvísleg
hætta. Það hefur alla tíð verið hættulegt
smáþjóðum að hafa erlendan her í landi
sínu . . .“
.... aukinn vígbúnaður treystir ekki
friðinn í heiminum, hvorki ný herstöð á
Islandi né annarsstaðar... Með því að vísa
hernum úr landi værum við að hvetja aðr-
ar þjóöir til þess að gera hið sama og
myndum stuðla að friði þjóða í milli“.
„Hann (herinn) er afsiðunartæki og
kallar yfir okkur stórfellda árásar-
hættu ...“
„Eg álít langhættuiegast, að ungt fólk
hefur verið alið upp í þeim hugsunarhætti,
að þjóðin geti ekki lifað án hersins og
peninganna þaðan. Ef slíkur mórall verður
almennur, er ekki lengi verið að grafa und-
an þjóðartilveru Islendinga".
•
Við getum látið þetta nægja en skulum
láta fara hér á eftir umsagnir fjögurra
manna um Hvalfjarðargönguna:
Mótmælagangan, sem Samtök hernáms-
andstæðinga efna til um næstu helgi, hefur
sama tilgang og Keflavíkurgöngurnar.
Fólk úr ýmsum stjórnmálaflokkum og með.
ólíkar skoðanir um margt, ber fram í sam-
einingu ákveðnar kröfur í máli, sem það
telur svo mikilvægt, að um sé að tefla
sæmd þjóðarinnar og framtíðarheill.
Göngumólkið mótmælir því, að Hvalfjörð-
ur eða nokkurt annað íslenzkt landsvæði
verði látið í té undir herbækistöðvar. Það
krefst þess, að herstöðin, sem hér er nú,
verði lögð niður. Það berst fyrir því, að
aftur verði kleift að lýsa yfir ævarandi
hlutleysi Islands í hernaðarátökum.
(Gils Guðmundsson rithöfundur).
Hvalfjarðargangan er táknræn athöfn,
sem hefur tvenns konar tilgang. Annars
vegar er til hennar stofnað til þess að mót-
mæla erlendri ásælni hér á landi, jafnt I
mynd herstöðva sem efnahagslegri og
menningarlegrar undirokunar. I annan stað
er hún tákn og fulltrúi rótgróins sjálf-
stæðisanda íslenzku þjóðarinnar, þess anda,
er færði þjóðinni heim lokasigur i langri
frelsisbaráttu. Sá andi lifir enn ókúgaður
í brjóstri flestra íslendinga, og undir merki
hans — og aðeins hans — verða sigrar
framtíðarinnar unnir. _4
(Guðni Jónsson próf.).
Ég tel sem sannur Islendingur alveg
sjálfsagt að halda áfram þessari stórmerku
tilraun tvö hundruð þúsund manna til að
vera sjálfstæð þjóð. Við verðum þvi að vera
vel á verði gegn allri erlendri ásælni, hvort
heldur á fiskimiðum, landi eða annars stað-
ar í þjóðlífi Islendinga. Eg tel sjálfsagt að
halda gerða samninga við erlend ríki, en
gæta verður þess lika, að þeir séu haldnir
gagnvart Islendingum. tírsögn úr NATO
er því tómt mál að tala um, en þó ég sé
fylgjandi vestrænni samvinnu, verð ég
strax andvígur henni, ef hún ógnar sjálf-
stæði landsins. Og svo hástemmdur get ég
ekki verið að vera fús til að deyja fyrir
aðrar þjóðir. Því tel ég Hvalfjarðargöngu
heppilega til að minna á, að sjálfstæðir Is-
lendingar eru á móti kafbátastöð í Hval-
firði, sem eflaust yrði útbúin kjarnorku-
vopnum, og er það langt fyrir neðan með-
algreind að sjá það ekki, að af slíkri vernd
stafar meiri gjöreyðingarhætta en öryggi.
Jón S. Pétursson.
Verið er að ganga frá samningum um
bandaríska herskipahöfn og lægi fyrir
kjarnorkukafbáta í Hvalfirði.
Sérfræðingar vinna að áætlun um al-
Guðmundur skáld
Böðvarsson flytur
ávarp við upphaf
Hvalfjarðargöng-
unnar.
10
DAGFARI