Dagfari - 01.07.1962, Side 18
BJðRN ÞORSTEINSSON, SAGNFR.:
1262-1662-1962
„Allt frá því að Islendingar fengu stjórn-
arskrána 1874, hafa þeir deild ákaft um
pólitik. Þeir eru hugsjónamenn, en oft of-
stækishneigðir og geta ekki látið undan.
Stundum hafa eindregin flokkssjónarmið
veikt aðstöðu þeirra í samskiptum við aðr-
ar þjóðir.
tJr erlendri skýrslu um Island.
Allt frá því að þjóðfrelsisvakningar tók
að gæta hér snemma á 19. öld og fram til
þessa dags, hafa ártölin 1262 og 1662 ver-
ið tengd örlagaþungum óheillaatburðum í
íslenzkri sögu.
Árið 1262 afsöluðu Islendingar sér full-
veldi og gerðu Gamla sáttmála við Noregs-
konung.
1662 gerðist Danakonungur hér einvaldur
með ofbeldi.
Árið 1962 er ekki liðið, en á lofti eru
ýmsar ískyggilegar blikur, sem gefa til
kynna, að býsna skammsýn flokkssjónar-
mið og pólitískt ofstæki ætli að stjóma
gerðum þeirra, sem fara með völdin á þessu
herrans ári.
Islendingar gerðu samning við Noregs-
konung 1262—’64 nær eingöngu af stjórn-
málaástæðum og nauðungarlítið. Sú stjórn-
skipan, sem hér var lögfest um 930, þegar
íslenzka þjóðveldið var stofnað, var mjög
úr skorðum gengin á 13. öld. Við tölum
oft um forna íslenzka lýðveldið og lýðræð-
ið. Lýðræðið hvíldi á þeirri forsendu, að
ríkisvald náði ekki að festa hér rætur í
upphafi landsbyggðar, og lýðveldið, sem
réttara er að nefna þjóðveldi, hélzt við lýði,
meðan ríkisvald helzta nágrannans eða
Noregs var ekki fuilmótað tæki til yfir-
drottnunar og útþenslu. Her, lögregla,
dómstólar, fangelsi, löggjafarvald, trúar-
brögð, áróður og embættismannalið — hafa
löngum verið tæki í höndum einnar stétt.
ar, dálítils hóps manna, sem hefur beitt
þessu rikisvaldi sjálfum sér til framdrátt-
ar. Seint á 9. öld tók Haraldur hárfagri sér
fyrir hendur að stofna rikisvald yfirstétt-
ar í Noregi, en í þeim sviptingum flýðu
margir land, gerðust pólitískir flóttamenn
og settust að á Islandi. Á ýmsu lék um
norska ríkisvaldið fram á 13. öld. Sverrir
konugur Sigurðsson (d. 1202) og Skúli jarl
Bárðarson (d. 1240) áttu drjúgan þátt í
því að fullkomna stjómtæki þess, og Há-
koni konungi gamla tókst að sameina að-
alinn, lærðan og leikan, um rikisvaldið
undir forsæti konungs. Þegar svo var kom-
iö, dróst íslenzka yfirstéttin inn I þetta
18 DAGFARI
samfélag norskra stjórnenda, sem studdist
við hálfguðfræðilegt kommgsvald. Hér
heima höfðu höfðingjar eflzt að flokkum
og ofríki og leitazt við að skapa sér ríkis-
vald. Þeirri viðleitni voru þau takmörk
sett, að Island gat hvorki orðið fullvalda
konungs- né furstaveldi á ofanverðum mið-
öldum; það stóð ekki undir yfirbygging-
unni. Hér skorti æðstu stofnanir stéttar-
greindra ríkja: erkistóí, dómklerkasam-
kundu og þar með hinn kynborna og
krýnda fursta. Furstaveldi Noregs stóðst
ekki straum tímans, er árin liðu, og lenti
undir Danmörku. Á ofanverðum miðöldum
leiddi stjórnmálaþróun Vesturlanda til
sameiningar ýmissa ríkja í stærri heimdir.
Frakkland og Spánn urðu t. d. að ríkis-
heildum, en þau höfðu áður deilzt í ríki,
byggð fjarskyldari þjóðum en Norður-
landamenn voru þá. Að lokum sameinuð-
ust Norðurlönd 1 Kalmarsambandinu, en
efnahagslega var sú ríkisheild ekki nægi-
lega sterk til þess að standast til lengdar.
Islendingar áttu lítilla hagsmuna að gæta
innan þessa bandalags, og þeim varð það
til happs að geta staðið að miklu leyti
utan þess. Kalmarsambandið leystist upp á
16. öld, en Islendingar voru barðir með
hervaldi undir efnahagsleg yfirráð dansk-
þýzkra kaupmanna, og Island varð einok-
uð nýlenda árið 1602, eins og illræmt er
orðið.
—O—
Á Islandi varð rikisvaldið hálferlent eft-
ir 1262, en Islendingum tókst fram undir
miðja 16. öld að halda löggjafarvaldi og
dómsvaldi að talsverðu leyti í sínum
höndum og hamla gegn fjárdrætti úr landi.
Með Gamla sáttmála reyndu Islendingar
eftir föngum að tryggja sig gegn ágengni
ríkisvaldsins, og alþingi varð vigi höfð-
ingja og bændastéttarinnar gegn konungs-
valdinu. Árið 1662 voru þeir neyddir með
hervaldi til þess að afsala sér öllum þess-
um réttindum, og konungur varð einvald-
ur í landinu. Þessi skipan mála var hingað
flutt á herskipun, en átti sér engar for-
sendur í atburðarásinni hér heima. Dti 1
Evrópu var einveldið sprottið af sameigin-
legum hugsmunum konungs, rikis („Ríkið,
það er ég“, Lúðvík 14.), sem girntist meiri
tekjur í rikiskassann, — og borgaranna,
sem æsktu sterks ríkisvalds, sem gæti
tryggt þeim vörumarkaði innanlands fyrir
ágengni aðalsins og staðið £ið baki þeim I
verzlunarstyrjöldum. Skyldra sjónarmiða
gætir hjá borgarstétt Vesturlanda á vor-
um dögum. Einbeittustu foringjar hennar
æskja margir streks rikisvalds, sem getur
tryggt þeim vinnumarkaðinn, þ. e. haldið
verkalýðnum í skef jum (= kommúnistum)
og beitt hervaldi til þess að halda göml-
um mörkuðum og vinna nýja (skáka
Sovétríkjunum). Þessar hvatir hlóðu undir
þýzka nazistaveldið á sinum tíma og eru
frumkrafturinn í Nato og Efnahagsbanda-
laginu. Hér úti á Islandi má jafnvel heyra
forystumenn borgaranna harma það, hve
ríkisvaldið sé veikt, m. ö. o. að borgara-
stéttinni hafi ekki tekizt að verða allsráð-
andi í landinu.
Menn segja, að sagan endurtaki sig. Hún
gerir það ekki í venjulegum skilningi, því
að atburðirnir hafa hamskipti, breyta um
inntak, ef þeir eru leiknir upp aftur. Ein-
veldið var samskiptatími, millibilsástand,
þegar aðalsveldið hrundi, og þriðja stétt-
in ruddi sér til rúms, en borgurunum var
ekki enn vaxinn sá fiskur um hrygg, að
þeir gætu gripið stjórnartaumana. Á 17.
og 18. öld er einveldið víðast hvar jákvæð-
ur áfangi á þróunarbraut stjórnskipunar-
mála, og það varð að upplýstu einveldi um
það er lauk.
Hið borgaralega einveldi 20. aldar
(fasisminn) er hins vegar furðuleg skop-
stæling á einvaldsstjórnum enda bezt lýst
af Chaplin í kvikmyndinni Einræðisherr-
ann. Þessi einveldi hafa endað með ósköp-
um, af því að þau voru og eru borin uppi
af andspyrnu hrynjandi stétta gegn þróun
málanna. Árið 1962 er það helzt á dag-
skrá, að borgarstéttir Vestur-Evrópu sverj-
ist í fóstbræðralag innan svonefnds Efna-
hagsbandalags, en innan þess á að lög-
festa stjómleysi hins óupplýsta auðvalds 1