Dagfari - 01.07.1962, Side 20

Dagfari - 01.07.1962, Side 20
PROFESSOR FRISCH KYNNIR ISLENDINGUM EFNAHAGSBANDALAG EVRÚPÖ Um þessar mundir er verið að reyna að koma á fót nýju stórveldi í Evrópu. Það hefur hlotið nafnið Efnahagsbandalag Evrópu. Að því mun reka, að íslenzka þjóðin verður að taka afstöðu til þessa bandalags. Undan því verður ekki komizt. Hér er á ferðinni eitt örlagaríkasta mál, sem að höndum þjóðarinnar hefur borið. Afstaða hennar til þessa nýja Evrópustór- veldis sker úr um, hvort Island getur á- fram talizt fullvalda ríki. Við verðum brátt að gera upp við okkur hvort við viljum fela útlendum mönum forsjá okkar, hleypa þeim í auðlindir okkar og iáta auðvald þeirra drottna á okkar landi eða hvort við viljum áfram reyna að vera okkar eigin herrar og varðveita þau réttindi, er okkar beztu synir börðust fyrir allt fram á þessa öld. I þessu máli er okkur nauðsyn að standa saman og kryfja málið til mergjar hvert og eitt. Við verðum að gera okkur grein fyrir kostum og göllum þessa bandalags og þeim afleiðingum, sem það getur haft fyrir okkur að gerast þar aðilar. Og við verðum að hugsa lengra en til morgun- dagsins. Ekkert okkar hefur leyfi til þess að standa hjá í þessu örlagamáli. Það get- ur varðað tilveru okkar um langa framtíð og við berum öll nokkra ábyrgð gagnvart afkomendum okkar. En þvi miður er það svo í þessu máli sem öðrum að allur almenningur á erfitt með að gera sér hlutlægt mat á Efna- hagsbandalagi Evrópu. Stjórnmálaflokk- arnir hafa staðið sinn vörð dyggilega í þessu máli sem öðrum. Þjóðin má ekki fá hlutlæga mynd. Hún skal einnig hér rugluð og blinduð með botnlausum áróðri. Litlum meii’ihluta á Alþingi er e. t. v. ætlað að taka endanlegar ákvarðanir að þjóðinni forspurðri. Og hví skyldi ekki mega tefla um fullveldið eins og hvað annað? Fátt er svo stórt, að ekki megi draga það niður í lágkúru stjórnmálalegs dægurþras. Fyrirlitning íslenzkra íhaldsblaða á dóm- greind íslenzku þjóðarinnar hefur sjaldan komið betur í ljós en nú í júlímánuði s. 1. er hingað til lands kom norski prófessor- inn Ragnar Frisch. Hann er einn fremsti hagfræðingur Norðmanna og viðurkennd- ur fræðimaður um allan heim. Ragnar Frisch kom hingað í boði manna úr ýms- um stéttum og mörgum stjórnmálaflokk- um. Þessir menn eiga mikla þökk skilið fyrir framtaksemi sina. Þeir vildu láta þjóðina kynnast fleiri en einni hlið á Efna- hagsbandalagi Evrópu. Prófessor Frisch er 2D eindreginn andstæðingur þess, að Noregur gerist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu og leiðir að því rök, að slík aðild sé í senn óhyggileg og hættuleg. Það er nauðsyn- legt fyrir þjóðina að kynnast rökum þessa norska prófessors. Það er ljóst af viðbrögð- um íhaldsblaðanna, að þjóðin mun fá nóg af lofsöngvum um bandalagið. Það er greinilega ætlun þeirra að beita áróðri í stað raka. Koma Frisch prófessors mætti verða til þess að opna augu þjóðarinnar og vekja hana til umhugsunar um þetta örlagarika mál. En heimsókn prófessorsins hefur einnig orðið til þess að varpa skýru ljósi á það, hver vinnubrögð islenzk íhaldsöfl ætla að viðhafa í þessu máli. Þau ætla ekki að kynna þjóðinni staðreyndir. Þau ætla sér að blekkja, enda þótt þau hafi lofað öllu fögru til þessa. Og hvers vegna vilja þau ekki að allt komi fram. Einfald- leg-i vegna þess, að þau eru ekki svo skyni skroppin, að þau sjái ekki, að flestir mein- baugir eru á því, að Island geti gerzt að- ili að bandalaginu. Þau rejmdu að gera prófessor Frisch tortryggilegan. Hann er áróðursmaður, henn er Þjóðverjahatari hrópuðu Moggi og Vísir. Þar með skyldi hann gerður áhrifalaus. En til vonar og vara var bætt við: Kommúnistar fagna máli hans. Gamla Grýla hefur mörg lif ekki síður en kötturinn. Hernámsandstæðingar hafa samþykkt ályktun um Efnahagsbandalag Evrópu, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Af- staða okkar kemur þar svo skýrt fram, að óþarfi er þar nokkru við að bæta. En þjóðin ætti að athuga vel viðbrögð íhalds- blaðanna í sambandi við mál prófessor Frisch. Þau tala sínu máli: Þau vilja inn- limun Islands í bandalagið og ætla að frarnkvæma hana að þjóðinni forspurðri. Þau ætla sér aðeins að kynna málið frá einni hlið. Þetta verðum við að hindra öll sem eitt. Þetta er ekkert prívatmál vald- hafanna. Þetta er mál okkara allra. Við verðum öll að fá að segja vilja okkar. Við krefjumst þjóðaratkvæðis um þetta mál. Og til þess að geta áttað okkur er nauð- synlegt að hafa eitthvað mótvægi við þann taumlausa áróður fyrir innlimum, sem koma mun frá íhaldsöflunum. Til þess að geta séð bandalagið öðruvísi en um gler- augu innlimunarmanna, er öllum nauðsyn- legt að kynna sér orð prófessors Frisch. Orð hans eru ekki aðeins í tíma töluð held- um okkur bráð nauðsyn, þar sem valdhaf- ar okkar virðast ekki ætla að kynna okk- ur bandalagið frá öllum hliðum heldur setja okkur það eitt, er þeim líkar. DAGFARI hvetm- þvi alla lesendur sina til þess að lesa ræðu Frisch prófessors um leið og blaðið tekur hér til birtingar nokkr- ar glefsur úr máli hans: Prófessor Frisch segir m.a.: Varanlegt tap þjóðarbúsins. ,,Ég er alveg sannfærður um það, að frá þjóðhagssjónarmiði verða áhrifin af aðild að Efnahagsbandalaginu svo til eingöngu tap, að minnsta kosti til lengdar. Það er sannfæring mín, að það er af sjónvillu, að svo margir halda, að þjóðin í heild eigi að geta hagnazt verulega á aðild að stórum markaði, sem er byggður upp eins og Efna- hagsbandalagið er byggt upp í Rómar- samningnum. Eg ætla að víkja að nokkr- um mikilvægustu ástæðunum, sem hafa leitt mig að þessari niðurstöðu. Hagkerfi Efnahagsbandalagsins. Efnahagsbandalagið eins og það er orðið til í Rómarsamningunum frá því i marz 1957 er stórkostleg tilraun til að endur- lifga og styrkja það, sem kalla má hið ó- upplýsta peningaveldi. Þetta er stutt og laggott heiti, sem nú er notað í hagfræði- máli. Hið óupplýsta peningaveldi er skipulag, þai' sem markaðurinn er frjáls, þar sem auðvaldið hefur frjálst svigrúm bæði inn- anlands og milli landa, þar sem réttur til atvinnurekstrar er frjáls, þar sem hrein gi'óðasjónarmið einstaklingsins ákveða hvað sé „bezta“ fjárfestingin o.s.frv. Þetta óupplýsta peningaveldi var það skipulag, sem á sinum tíma leysti hið upplýsta ein- veldi konunganna af hólmi. Peningaveldið átti að starfa svo sjálfkrafa, að það þarfn- aðist engrar upplýsingar. Kjör manna síðari hluta 19. aldar og fyrsta hluta 20. aldar voru slæm, og eink- um var kreppan þó hræðileg og atvinnu- leysi í nærri öllum löndum á árunum eftir 1930. Sú bitra reynsla neyddi stjórnmála- menn, já meira að segja íhaldssama hag- fræðinga til að játa, að það yrði að lag- færa hið óupplýsta peningaveldi. Það leiddi til þess, að menn tóku upp áætlunarbúskap DAGFARI

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.