Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 5
Tölvupóstur starfsmanna Tölvupóstur starfsmanna: hver ó og hver mó? Hlynur Halldórsson Tel/a má að mestur hluti tölvupósts í vinnu starfsmanns séu við- skiptalegar upplýsing- ar sem tengjast vinnu hans Höfundarréttur er tal- inn stofnast þegar verk tekur á sig þá mynd að aðrir en höf- undurinn sjálfur geti notið þess með ein- hverjum hætti, til dæmis þegar tölvu- póstur er skrifaður og vistaður Notkun tölvupósts í fyrirtækjum og stofnunum hefur aukist hröðum skrefum síðustu ár. Er nú svo komið að tölvupóstur er orðið jafn algengt samskiptaform og símtöl og föx og er jöfnum höndum notaður til að eiga sam- skipti innan fyrirtækis, milli útibúa, við viðskiptavini eða aðra aðila utan fyrirtæk- is eða stofnunar. Flestir sem nota tölvupóst vita að þetta nýja samskiptaform er að rnörgu leyti frá- brugðið annarri samskiptatækni. Hver starfsmaður hefur sitt ‘pósthólf’ sem geymir sendan og sóttan póst. Oftast nær þurfa starfsmenn að hafa lykilorð til að komast inn á netkerfi og heimasvæði sitt og annað lykilorð til að komast í pósthólf sitt. Til samanburðar þyrfti skjalaskápur að vera læstur og bréfsími að vera læst inn í herbergi eða skáp til að líkjast tölvupósti að þessu leyti. Það sem milli manna fer er einnig áhugavert. Telja má að mestur hluti tölvu- pósts í vinnu starfsmanns séu viðskipta- legar upplýsingar sem tengjast vinnu hans. Flestir hafa þó staðið sig að því að senda skemmtiefni og gamanmál milli starfsfé- laga og vina fjær og nær svo og efni er varða persónulega hagi, til dæmis skeyti til vina og kunningja eða fjölskyldu, en slíkt efni er oftast í minnihluta. Athygli vert er einnig að margir starfsmenn nota tölvupóst til að láta í ljós og skiptast á skoðunum um ýmis ntálefni fyrirtækisins eða stofnunar, aðra starfsmenn og stjóm- endur, stefnu þeirra og einstaka mál. Má segja að þetta ‘spjall’ hafi kornið að nokkru í staðinn fyrir spjall manna á göngurn og reyksölum vinnustaða. Hvað gerist ef starfsmaður hættir? Getur at- vinnurekandi gengið í tölvupóst hans eins og hvern annan skjalaskáp í fyrirtækinu? Getur starfsmaður tekið tölvupóstinn með sér? Hver á tölvupóstinn? Hvað með skoðanir starfsmanns á málefnum og fyrr- um starfsmönnum og stjórnendum sínum sem nú kunna að verða lesnar af þessum sömu stjórnendum? Hver á tölvupóst? í atvinnulífinu er algengt að verk sem njóta höfundarréttar séu sköpuð af starfs- manni í þjónustu atvinnurekanda sem ráð- ið hefur starfsmann í þeim tilgangi að eignast sköpunarverk hans. Höfundarréttur er talinn stofnast þegar verk tekur á sig þá mynd að aðrir en höf- undurinn sjálfur geti notið þess með ein- hverjum hætti, til dæmis þegar tölvupóstur er skrifaður og vistaður. Spuming er hvort efni tölvupósts þurfi að uppfylla einhver skilyrði um frumleika til að njóta verndar. Höfundalög nr. 73/1972 tala urn að ‘bók- menntaverk’ njóti höfundarréttar en frekar ólíklegt verður að teljast að tölvupóstur sem gengur milli rnanna í atvinnustarf- semi sé innblásin listasmíð eða uppfullur af frumleika. Lögin vernda texta sem ekk- ert listrænt gildi hefur, svo sem fræðilegan texta og annan texta og því líklegt að kröf- ur um fruntleika séu litlar. í enskum höf- undarrétti er þessi þröskuldur líklega lægstur og aðeins bundinn við það eitt að ekki sé urn beina afritun að ræða. Óljóst er hins vegar hvar neðri mörkin liggja í ís- lenskum rétti. Má ætla að t.d. tölvukeyrð- ur listi með upplýsingum um viðskipta- tnenn væri ekki andlag höfundarréttar. I Evrópu er almennt talið að starfsmað- ur eigi í fyrstu höfundarrétt yfir öllum verkum sem hann skapar í vinnu sinni en sá réttur eða hluti hans geti færst yfir til atvinnurekanda eftir nánara samkomulagi. Atvinnurekandi getur eignast réttindi sem honum eru nauðsynleg til að nýta sér verk í starfsemi sinni og sanngjamt og nauð- synlegt sé til að markmiði vinnusamnings- ins verði náð. Islensk höfundalög hafa ekki að geyma nein almenn ákvæði um til- högun höfundarréttar milli launþega og at- vinnurekanda. Sérreglu er þó að finna í 42. gr. b. laganna sem segir að ef forritun er liður í ráðningarskilmálum eignist at- vinnurekandi höfundarrétt að forriti nema um annað sé samið. Reglan tekur til allra hönnunargagna sem tengjast forrituninni sbr. 1. gr. laganna. Tölvumál 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.