Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 19
InternetiÖ sem micSill Internetið sem miðill Aðalsteinn J. Magnússon Netið býður upp á marga skemmtilega möguleika en notkun þeirra á ekki vera ráðandi heldur þarfir og óskir viðskiptavin- arins Prentiðnaður og prentmiðlar hafa þróast í hundruð ára og nýir staf- rænir miðlar munu ekki þróast á einni nóttu. Stöðugt þarf að gera nýjar til- raunir með miðilinn til að leita að góðum lausnum. Þróunaraðilar í stafrænum útgáfuiðnaði á nýjum miðlum eru oftar en ekki ungir að árum og starfa án afskipta eldri og reynd- ari aðila. Rök má færa fyrir því að þetta fyrirkomulag sé ekki á allan hátt heppilegt því minna tillit er tekið til fyrri þróun- ar/þekkingar t.d. varðandi skipan efnis, letur, hönnun o.s.frv. Að sama skapi er ekki nægjanlegt tillit tekið til allra hugsan- legra notenda. Jafnvel má færa rök fyrir því að þetta ástand sé mjög óheppilegt því hægar end- urbætur geta verið happadrjúgar en ekki einvörðungu þær byltingarkenndu sem við verðum mun áþreifanlegar vör við. Best væri að ráð og reynsla þeirra sem eru van- ir að láta neytendum í té upplýsingar, afþr- eyingu og jafnvel vörur hefðu einnig áhrif. Gott dæmi er vinnsla á stafrænum lög- skýringargögnum fyrir lögmenn þar sem spyrt er saman þekkingu á starfsvenjum þeirra, hefðum í prenti og þekkingu á staf- rænum miðlum. I þessu tilfelli var fram- setning hefðbundins texta og jafnvel bók- band hans notað til viðmiðunar. Utslagið með góðan árangur var að útgáfuaðilinn vissi og notfærði sér að lögmenn mundu ekki nota sér auðveldustu leiðina sem nýr miðill bauð til að leita, þ.e. orðaleit. Lögmenn nota laganúmer, árið sem lög- in voru samþykkt og nafn laganna til að finna tiltekinn texta og þeim var gert auð- velt að nota sína annars hægvirkari aðferð því verið var að útbúa tæki fyrir þá en ekki endurmennta. Lögmennimir voru mjög misjafnlega á vegi staddir varðandi skilning á möguleikum upplýsingatækni og höfðu tileinkað sér ákveðið vinnulag og til þess varð að taka tillit. Hönnun þessarar afurðar var því hópstarf þar sem að komu mismunandi sérfræðingar ekki síst lögmenn og aðrir sem skilning höfðu á miðlun almennt. Netið býður upp á marga skemmtilega möguleika en notkun þeirra á ekki vera ráðandi heldur þarfir og óskir viðskipta- vinarins. Framsetning t.d. lögskýringar- gagna mun að sjálfsögðu breytast í tímans rás en fyrir þennan markhóp var lítið milliskref nauðsyn í færslunni frá bók yfir á stafrænan miðil. Sveigjanleika Netsins sem miðils á að nýta viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að bjóða upp á valkosti er hægt að gera sömu gögnin aðgengileg ólíkum hóp- um. Til að ná nægjanlega stórum markaði er slíkur sveigjanleiki mikilvægur til ár- angurs. Hins vegar ber að varast að rugla notandann með því að hafa marga valkosti sem stöðugt áreiti. Tiltekinn notandi þarf helst að skynja strax hver er besta leiðin fyrir hann í gegnum efnið. Sjónvarp og aðrir hefðbundnir miðlar bjóða síður upp á sveigju og því ekki vanalegt á þeim miðl- um að setja efni fram á marga mismun- andi vegu fyrir ólíka hópa. Þekking á við- skiptavinunum er því eitthvað sem Netið gerir meiri kröfu um en aðrir miðlar. Sömu gögnin geta tekið margvísleg form byggð á þörfum viðskiptavinar og tækni- legum miðlunarmöguleikum. Mikilvægt er að taka fram að ungir frumkvöðlar Netsins eru einnig að gera mjög góða hluti. Netið krefst þess að margvíslegar tilraunir með notkun þess séu gerðar og vinna þessara aðila er því mikilvæg þó að hópur sem þeir höfða til sé enn smár. Mikilvægast er að finna það birtingarform sem viðskiptavinimir sætta sig við og margvísleg framsetning kemur okkur nær því markmiði. Markmiðið er útgáfustarfsemi fyrir einstaklinginn. Rangt er að falla í þá gryfju að álíta sem svo að reynsla sem fengin er af útgáfu- starfsemi á hefðbundnu fomti eigi ekki við þegar útgáfan er stafræn eða á Netinu. Markmiðið útgáfa fyrir einn krefst mikill- ar þekkingar á viðskiptavininum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir mikilvægi gagnvirkni þótt íslenskir not- endur hafi e.t.v. verið frekar seinir að taka við sér. Notendur munu vilja vera í sam- Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.