Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Rafræn tímarit Rafræn tímarit Hrafnhildur Hreinsdóttir Breytingin á tímarita- útgáfu sem orðið hef- ur undanfarin ár hefur áhrif á okkur öll til frambúðar Skilin milli gagna- grunna og tímarita eru nú óljósari en áður og samruni grunnanna er að taka á sig ákveðið form Það er einfalt mál að færa texta úr rafræn- um timaritagreinum milli skjala og nota í eigin þágu Breytingin á tímaritaútgáfu sem orð- ið hefur undanfarin ár hefur áhrif á okkur öll til frambúðar. Rafrænum tímaritum hefur fjölgað mikið síðast liðin 2-3 ár. Segja má að þeir sem að tímaritun- um koma svo sem höfundar, ritstjórar, út- gefendur, bókasöfn og síðast en ekki síst lesendur verði að taka þátt í þróuninni svo allt gangi upp. Ef við lítum örlítið betur á heildarmyndina og skilgreinum rafræn tímarit sem slík þá getum við sagt að það sé tímarit sem sé á rafrænu formi sem megi leggja í gagnagrunn, á net, senda sem tölvupóst eða tengja tölvum á ein- hvem annan hátt. En hvaða áhrif hefur þetta á okkur öll? Höfundar efnis sjá hér tækifæri til að birta fyrr niðurstöður sínar, fyrir útgefendur hlýtur þetta að þýða minni kostnað þar sem mestur kostnaður við tímaritaútgáfu hefur hingað til hefur verið prentkostnað- ur og bókasöfn geta nú boðið notendum sínum upp á tengingu við þau beint í gegnum netið. Tímaritin eru aldrei í útláni eins og gerist með þau prentuðu heldur alltaf til staðar. Fyrir bókasöfn má einnig segja að mikill spamaður sé í því að þurfa ekki að fjárfesta í byggingum, geymslum og hillubúnaði fyrir tímaritin. Aðgengi að rafrænum tímaritum og gagnagrunnum Þó mörg tímarit séu nú aðgengileg á raf- rænu formi er langt frá því að öll tímarit séu aðgengileg þannig. Flestir útgefendur fræðilegra tímarita birta núorðið efnisyfir- lit þeirra rafrænt og mörg tímarit birta nokkrar greinar rafrænt, en færri birta tímaritin rafræn í heild sinni. Þess vegna er nokkurs konar millibilsástand í gangi eins og er þ.e. útgáfan er tvöföld, annars vegar hefðbundin prentuð tímarit og hins vegar er hluti á rafrænu formi. Notandinn þarf því að kaupa prentaða tímaritið og síðan er bætt við einhverri upphæð að auki, oft um 10% áskriftarkostnaðar fyrir aðgang að rafræna hlutanum. Þetta hefur því aukinn kostnað í för með sér fyrir les- endur almennt og bókasöfnin þótt rafræn tímarit séu mun ódýrari í eðli sínu en prentuð. Mesta breytingin er þó fyrir les- endur því rafræn tímarit fela í sér mikil þægindi þar sem þeir geta nú lesið tíma- ritagreinar beint af skjánum í vinnu, heima hjá sér eða jafnvel á farsímanum sínum með tilkomu nýja WAP (Wireless App- lication Protocol) staðalsins. Lesendur geta nálgast efnið 24 tíma á sólarhring all- an ársins hring. í bókfræðigrunnum eru í auknum mæli komnar krækjur í greinamar sjálfar sem auðveldar lesendum að nálgast þær. Að lokum má nefna að upplýsinga- gildið sé orðið meira þar sem töflur t.d. á Excelsniði eða margmiðlunargögn af ýmsu tagi fylgja oft greinunum. Ymiss áður óþekkt vandamál skjótast samt upp á yfirborðið og þarfnast lausnar. Skilin milli gagnagrunna og tímarita eru nú óljósari en áður og samruni grunn- anna er að taka á sig ákveðið form. Gagnagrunnar sem áður voru bókfræði- legir þ.e. gáfu aðallega upplýsingar um í hvaða tímaritum ákveðið efni væri að finna bjóða nú fyrst og fremst upp á tíma- ritagreinar. Notandinn getur því valið hversu miklar upplýsingar hann vill um ákveðið efni. Vill hann eingöngu tilvísanir eða vill hann geta lesið eða prentað út tímaritagreinar? Fólk hefur öðlast meiri reynslu af því að lesa af skjá, síðustu árin og prentar minna út til aflestrar og áður. Þá er auðveldara að leita að efni með að- stoð tiltölulega einfaldra leitarvéla. Ekki er svo langt síðan það var nánast eingöngu á valdi þrautþjálfaðra bókasafnfræðinga eða reyndra sérfræðinga að leita á gagna- grunnum. Flestir notendur vilja síðari kostinn og þess vegna eru bókfræðilegu grunnamir á undanhaldi í núverandi mynd. Það leiðir af sér vangaveltur um kostnað við efnið og höfundarrétt. Þetta eru einmitt málefni sem svo mjög tengjast umræðunni um rafræn tímarit. Höfundarréttur Með tilkomu rafrænna tímarita þá eru möguleikar á notkun og misnotkun efnis orðnir miklu „auðveldari“ en áður var. Það 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.