Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 34
Ólíkir þættir
þættir hugbúnaðar endast almennt ekki
lengur en 2-4 ár. Að þeim tíma loknum
koma upp kröfur um breytingar. Skamm-
tímaþættimir þarfnast örari endumýjunar
en aðrir þættir upplýsingabúnaðar. Við
hönnun hugbúnaðar ættu menn að hafa í
huga að unnt sé að skipta um þá án þess
að raska þurfi varanlegri þáttum. Sé þess
gætt má endurnýja skammtímaþættina
nokkuð ört án óþarfa tilkostnaðar og
senda út í nýjum breytingaútgáfum. Gerð
á viðmóti hugbúnaðar, útliti skjámynda og
prentaðra gagna er áþekk vinnu grafískra
hönnuða, fólks sem annast umbrot tíma-
rita og blaða og þeirra sem sinna almanna-
tengslum. Fólk með þannig bakgrunn
ásamt notendum ættu að hafa meiri áhrif á
endumýjun skammtímaþátta en kerfis-
fræðingar og tölvumenn.
Millitímaþættir
Upplýsingakerfi samanstanda að sjálf-
sögðu af mörgum fleiri þáttum en þeim
sem skemmst endast og lengst. Þessa þætti
má nefna einu nafni millitímaþætti. Þeir
eru reyndar misjafnlega varanlegir. Sumir
endast lítið lengur en skammtímaþættirnir
sem áður var lýst. Aðrir endast allt að því
jafn lengi og langtímaþættirnir. Flestir
þættir umfangsmeiri upplýsingakerfa falla
í þennan flokk. Hér má til dæmis nefna
forrit sem meðhöndla ýmsar reglur á borð
við útreikning launa, opinberra gjalda og
annað sem háð er breytingum sem gerast
með nokkrra ára millibili. Einnig má
nefna að þættir á borð við gagnagrunns-
kerfi og forritunarmál koma til endurnýj-
unar á nokkurra ára fresti. Skipulag gagna
í gagnasöfnum flokkast einnig sem milli-
tímaþáttur þó að greining þeirra upplýs-
inga sem þar á að skrá og gerð kóðunar-
kerfa verði að telja til langtímaþátta. Unnt
er að skipta millitímaþáttunum í nokkra
flokka eftir eðli þeirra. Þegar mikilvæg-
ustu millitímaþættimir eru endumýjaðir
verður til ný meginútgáfa af hugbúnaðin-
um. Almennt er millitímaþáttum þó ekki
skipt öllum út í einu. Þó að millitímaþættir
upplýsingabúnaðar séu líklega sá þáttur
sem mestu ræður um virkni hans hverju
sinni eru þeir almennt ósýnilegir fyrir not-
endur. Að endurnýjun þeirra koma fag-
menn í upplýsingatækni.
Slefán Ingólfsson er verkfræðingur
Veflausnir með Informix Internet Foundation.2000...frh
Þetta em bara einföld dæmi um notkun
og möguleika þessarar lausnar. En fyrir utan
einfaldleikann er hér um að ræða lausn sem
byggir á reyndum gagngmnni sem getur
vaxið og meðhöndlað gögn í stærðum
mældum í terabætum.
Annar þáttur sömu lausnar em texta-
gagnablöð en þau gefa möguleika á öflugri
textaleit og meðhöndlun texta. Þar em gerð-
ir lyklar sem geta tekið tillit til samheitalista
sem finnur orð eftir samheitum og bann-
orðalista sem heldur lyklaskrám í skefjum
með því að útiloka valin algeng merkingar-
laus orð s.s. og, þegar, en o.s.fr.v..
Möguleikarnir em margir og nú þegar
eru þó nokkrir aðilar sem færa sér þessa
tækni í nyt á einn eða annan hátt. Þar má
nefna tvo öflugustu vefmiðla íslands
http://www.mbl.is og http://www.visir.is
auk þess sem Alþingi er að vinna að að-
gengi allra skjala í nýju viðmóti sem
byggir á þessari tækni.
Einar Bergmundur Arnbjörnsson hefur slarfað
við vefþróun frá upphafsárum þeirrar greinar
og starfar nú h/á Streng hf.
34
Tölvumál