Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 40
FAQ: Ertu tölvufræðingur
Nokkrar deilur hafa verið um skattlagingu
þessara samninga hérlendis, þar sem litið
er á ágóða starfsmanna af þessum bréfum
sem launatekjur, ólíkt því sem tíðkast t.d. í
Bandaríkjunum, þar sem ágóði af bréfum
af þessu tagi er skattlagður sem fjár-
magnstekjur. Verður að teljast æskilegt
fyrir fyrirtæki hérlendis að búið sé að
þessum samningum eins og best gerist í
samkeppnislöndunum.
Ein leið er þó ótalin. Einungis lítill hluti
hvers árgangs sækir í raunvísindanám.
Hugsanlega mætti auka framboð á hæfu
fólki með því að tæknimennta fleira fólk.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þegar
spurninganna hér að ofan er spurt, fylgir
gjaman með athugasemdin _en þarf mað-
ur ekki að vera svo góður í stærðfræði?".
Það er ekki auðvelt að svara þessari spurn-
ingu neitandi, vegna þess að, jú, til þess að
verða góður tölvunarfræðingur þarf maður
helst að vera svolítið rökvís. En, svo virð-
ist sem flestir íslendingar telji sig vera
óskaplega lélega í stærðfræði og finnist
hún, og allt sem henni gæti hugsanlega
tengst, vera leiðinlegt.
Það er nefnilega ekkert auðvelt mál að
fjölga í stétt sem þarf jafn sérhæft starfsfólk
og hugbúnaðargerð. Sú undirstöðumenntun
sem nám í tölvunarfræði þarfnast, er þó sú
sama og þarf til háskólanáms í verkfræði,
líffræði, jarðfræði og öðrum raunvísinda-
greinum. Það þarf trausta grunnmenntun í
raunvísindum og ekki síður þarf að vera
fyrir hendi áhugi á raungreinum.
Því má segja að hugbúnaðargeirinn, sem
á góðum stundum er kallaður framtíðarat-
vinnugrein þjóðarinnar, leiti eftirfólki með
sömu grunnmenntun og aðrar hátæknigrein-
ar, eins og líftæknin, sem einnig gerir tilkall
til titilsins óskabam þjóðarinnar.
Fáir efast lengur um mikilvægi hátækni
í þjóðarframleiðslu, enda skilar hún þegar
umtalsverðum útflutningstekjum. Því er
full ástæða til að halda áfram að hvetja til
bættrar raungreinakennslu í grunn- og
framhaldsskólum, til þess að það starfs-
fólk sem okkur vantar í dag verði hugsan-
lega til á morgun. Það er þó ekki síður
mikilvægt að við sem störfum í þessari
grein séum jákvæðar fyrirmyndir og vekj-
um áhuga ungmenna á heimi raunvísind-
anna og ekki síður þeim fjölbreyttu
möguleikum sem bjóðast fyrir framan
skjáinn.
Fólk og þekking
Lidsauki Íii
Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@lidsauki.is
VERK-OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF
RÁÐGJÖF • HUGBÚNAÐARÞRÓUN • TÖLVUKERFI
nmiKMsroiv
IJWIvVWA
40
Tölvumál