Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 33
Ólíkir þættir
Olíkir þættir
Stefán Ingólfsson
Hugbúnaði má líkja
við öxina sem var
æltargripur og gekk
frá föður til sonar
Ákveðnir þættir upp-
lýsingakerfa endast
svo lengi að þeir
þurfa að vera óháðir
tækni hvers tíma
Til þess að halda
tölvukerfum I notkun
þarf þess vegna að
gera á þeim „andlits-
lyftingu" öðru hverju
Upplýsingakerfi sam-
anstanda að sjálf-
sögðu af mörgum
fleiri þáttum en þeim
sem skemmst endast
og lengst
Upplýsingakerfi samanstanda af
mörgum, ólíkum þáttum sem eru í
eðli sínu misjafnlega endingar-
góðir. Surnir endast mjög stutt en aðrir eru
varanlegri en menn gera sér grein fyrir.
Skipta má þáttunum upp í þrjá flokka eftir
endingu, skammtímaþætti, millitímaþætti
og langtímaþætti. Þróun upplýsingabún-
aðar felst í því að þessir þættir eru endur-
nýjaðir. Með því að taka tillit eðlis þeirra
við hönnun upplýsingakerfa má auðvelda
þróun og viðhald og lækka kostnað. Það
kallar þó á breytt verklag við hugbúnaðar-
gerð og að fagmenn utan hugbúnarar-
geirans komi að verki við hugbúnaðar-
gerð. Einnig verður að tengja saman út-
gáfustýringu upplýsingakerfa og upp-
byggingu með því að taka tillit til ending-
ar kerfisþátta. Hugbúnaði má líkja við öx-
ina sem var ættargripur og gekk frá föður
til sonar. Afinn hafði reyndar skipt um
skefti og faðirinn urn blað á öxinni en son-
urinn fékk þó ættargripinn í hendur. Hug-
búnaður er í rauninni sama eðlis. Skamm-
tímaþættir eru endurnýjaðir oft, millitíma-
þættir sjaldan og langtímaþættir sjaldnast.
Innan viss tíma er fátt eftir annað en
gagnasafn og virkni hugbúnaðarins.
Langtímaþættir
Ákveðnir þættir upplýsingakerfa endast
svo lengi að þeir þurfa að vera óháðir
tækni hvers tíma. Þessa þætti má nefna
langtímaþætti. Þeir snerta oftast gögn eða
gagnasöfn og eru þess vegna varanlegri en
hugbúnaðurinn sem vinnur með þau. Víða
í fyrirtækjum og ríkisstofnunum er að
finna upplýsingakerfi sem notuð hafa ver-
ið í áratugi og oft endurnýjuð. Þó inni-
halda kerfin í dag sömu eða mjög áþekkar
upplýsingar og fyrirrennarar þeirra fyrir
áratugum. Hér á rneðal má til dæmis nefna
opinberar skrár á borð við fasteignaskrá,
þinglýsingarskrá og þjóðskrá. Tölvukerfin
sem halda utan um skrámar hafa oft verið
endurnýjuð þó að efnisinnihald skránna
sjálfra sé að mestu hið sama. Besta dæmið
um langtímaþætti upplýsingakerfa er þó
sennilega að finna í gagnasöfnum sem
varða heilsufar einstaklinga. Hér má sér-
staklega nefna rafrænar sjúkraskrár. I þær
eru tölvuskráðar upplýsingar sem varða
heilsu einstaklinga, sjúkdóma og læknis-
fræðileg úrræði. Þessar upplýsingar verða
til á allri ævi einstaklinga, mörgum ára-
tugum. Á þeim tíma þurfa tugir ólíkra
tölvukerfa að vinna með þær. Skipulag
upplýsinga og túlkun breytist á löngum
tíma. Ymsar kóðanir sent lýsa þáttum á
borð við sjúkdómsgreiningar taka breyt-
ingum í áranna rás. Tölvuforrit verða þó á
hverjum tíma að ráða við að meðhöndla
allar upplýsingar sem máli skipta, einnig
þó að þær séu áratuga gamlar. Vegna þess
að langtímaþættir upplýsingakerfa endast
lengur en hugbúnaðurinn sjálfur á grunn-
skipulag gagnasafna að vera óháð tækni
hvers tíma. Greiningu gagna þarf þess
vegna að vinna með allt öðru hugarfari en
algenga kerfisfræðivinnu. Jafnvel á að fá
fagmenn nteð allt annan bakgrunn en þeir
hafa sem smíða hugbúnað til að greina
upplýsingar og skipuleggja gagnasöfn
tölvukerfa.
Skammtímaþættir
Upplýsingatæknin breytist tnjög ört. Ekk-
ert lát er á þróuninni. Nýjungar eru sífellt
að koma fram og tækni úreldist fljótt. Al-
gengustu notendakerfi breytast ótrúlega
ört. Fá ár líða á milli þess að nýjar útgáfur
af ritvinnslukerfum, vefskoðurum og
töflureiknum komi á markaðinn. Sarna
gildir um algeng stýrikerfi. Þessi þróun
hefur mikil áhrif á þá þætti upplýsinga-
kerfa sent notendur hafa ntest fyrir augun-
unt. Þannig eru skjámyndir og notenda-
viötnót tölvukerfa fljót að verða gamal-
dags. Kerfi með nokkurra ára gamalt not-
endaviðmót virðast vera gömul og úrelt
jafnvel þótt þau þjóni hlutverki sínu jafn
vel og önnur nýrri. Til þess að halda tölvu-
kerfum í notkun þarf þess vegna að gera á
þeirn „andlitslyftingu“ öðru hverju. Þá eru
skjámyndir og notendaviðmót endurskoð-
uð og gerð nútímalegri. Ymsir fleiri þættir
en notendaviðmót endast stutt. Þessa þætti
má nefna skammtímaþætti. Skammtíma-
Tölvumál
33