Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 20

Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 20
Internetið sem miðill Sérsniðið efni/Val Push/Ýta Pull/Tog Tæknin býður líka upp á að greina og flokka fyrirspurnir þannig að þær rati á réttan aðila og landfræðileg stað- setning skiptir engu máli bandi hver við annan og taka þátt í þeim málefnum sem þeir hafa áhuga á og styðja við og Netið bíður upp á þennan mögu- leika. Það er þessi staðreynd sem meðal annars gerir það að verkum að Netið verð- ur sölumiðill framtíðarinnar. Það efni sem boðið er upp á og þörf einstaklingsins til samskipta á Netinu mun í sívaxandi mæli verða drifkraftur viðskipta fyrirtækja við neytendur. Framþróun í samfélaginu og vilji mannsins til samskipta tvinnast saman. Fyrir þúsund árum gengu Islendingar til Rómar til að skrifta og fá svör við sínum spurningum. Seinna færðist þessi þjónusta nær fólkinu þegar kirkjan kom til þess. A þessari öld varð hægt að hlusta og síðan sjá páfann í Róm með tilkomu nýrra miðla. Nú er mögulegt með Netinu að komast í samband við leiðbeinendur heiman úr stofu hvenær sólahringsins sem er. Það er öruggt að t.d. trúfélög sem og aðrir ráðgjafar munu nota Netið til að beina mönnum á rétta eða ranga braut. Tæknin býður líka upp á að greina og flokka fyrirspumir þannig að þær rati á réttan aðila og landfræðileg staðsetning skiptir engu máli. Það getur eins verið andlegur leiðtogi í Suður Afríku eða Fil- ippseyjum sem svarar fyrirspurn þinni heima úr stofu um t.d. kynþáttafordóma og skoðanir kirkjunnar. Hægt er að hafa þessi samskipti hvort heldur sem er tveggja manna tal eða þannig að þriðji að- ili geti fylgst með og/eða haft afskipti til að tryggja áreiðanleika eftir aðstæðum. Fyrir nokkrum árum var í tísku að tala um sækni/ýtni (e; push and pull) tækni í tengslum við Netið. Oft var þetta fyrirbæri sýnt sem samfelldur láréttur ás þar sem annar endinn (vinstri) táknaði tækni/efni sem var ýtt að notendunum en hinn endinn (hægri) tækni/efni þar sem notandinn leit- aði og hafði eitthvert val. Fjölmiðlum var síðan raðað á þennan ás. Röðin gæti verið frá vinstri til hægri: sjónvarp, hefðbundið útvarp, tímarit, dagblöð, o.s.frv. en lengst til hægri Netið. Þessi röð sem á að sýna virkni notandans er að sjálfsögðu huglæg. „Push“ tækni er ekki hátt skrifuð í dag og það er betur skiljanlegt ef við bætum við öðrum lóðréttum ás sem stendur fyrir hversu sérsniðið/sérstakt efnið er og valið mikið — minnst neðst og mest efst. Neðst til vinstri er sjónvarp þar sem allir fá sömu meðferðina en sem við færum okkur til hægri í átt að Netinu færumst við upp og í átt að sérsniðnu efni og meira vali. í raun vilja notendur hvoru tveggja í senn gagn- virkni/val og sérsniðið efni. Það er því beinlínis rangt að reyna að fara svo til lá- rétt eftir ásnum til hægri og ýta efni á Net- inu. Þróun notandanna sem hóps hvað varðar kröfur er frá því að vera hugsana- lausir sjónvarpsfíklar í horninu neðst til vinstri í að verða mjög kröfuharður þátt- takendur efst til hægri. Virkur þátttakandi 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.